Forsetaembættið hjúkrar fálkaunga til heilsu Birgir Olgeirsson skrifar 28. desember 2019 17:21 Forsetinn segir mikilvægt að fara gætilega í kringum rándýrið. Forsetaembættið hjúkrar fálkaunga til heilsu sem fataðist flug á Bessastaðatúninu á öðrum degi jóla. Unginn er þar í góðu yfirlæti og forsetinn gleðst yfir því að aftur sé rekið fálkahús á Bessastöðum. Það var umsjónarmaður fasteigna sem bjargaði fálkaunganum köldum og hröktum undan hröfnum sem höfðu gert atlögu að honum. Unginn er kvendýr, tæp tvö kíló að þyngd og hefur fengið nafnið Kría. Er unginn geymdur í gróðurhúsi á Bessastöðum. Forsetinn segir litla ógn stafa af þessu rándýri. „Hann hefur ekki gert sig líklegan til að ráðast á okkur mannfólkið. Svo þarf maður að sýna almenna skynsemi, vera ekki með hraðar hreyfingar í návist hans, sýna ekki tilburði sem skepnan gæti talið vera ógn við sig. Hér ríkir bara vopnahlé,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Að ráði sérfræðinga verður unginn á Bessastöðum fram yfir áramót. Hann fer síðan í Húsdýragarðinn og verður svo vonandi sleppt aftur. Vera fálkans á Bessastöðum er merkileg í ljósi sögunnar því þar var eitt sinn rekið fálkahús. „Því fálkar voru mikil útflutningsvara hér. Keisarar, kóngar, furstar og prinsar sóttust eftir fálkum ofan af Íslandi. Þetta var dýr vara. Fálkarnir voru fangaðir hér, geymdir á Bessastöðum og seldir til útlanda, dýrum dómum.“ Forsetinn óskar þess að unginn braggist. „Þá getum við vonandi veitt honum frelsið og hann notið þess að svífa um loftin blá. Við sjáum hvað setur í þeim efnum. Við njótum leiðsagnar sérfræðinga á náttúrufræðistofnun sem telja skynsamlegasta að láta hann safna kröftum hérna og sjá svo hvað setur.“ Hægt er að sjá lengri útgáfuna af viðtalinu við Guðna um fálkann hér fyrir neðan: Dýr Forseti Íslands Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Forsetaembættið hjúkrar fálkaunga til heilsu sem fataðist flug á Bessastaðatúninu á öðrum degi jóla. Unginn er þar í góðu yfirlæti og forsetinn gleðst yfir því að aftur sé rekið fálkahús á Bessastöðum. Það var umsjónarmaður fasteigna sem bjargaði fálkaunganum köldum og hröktum undan hröfnum sem höfðu gert atlögu að honum. Unginn er kvendýr, tæp tvö kíló að þyngd og hefur fengið nafnið Kría. Er unginn geymdur í gróðurhúsi á Bessastöðum. Forsetinn segir litla ógn stafa af þessu rándýri. „Hann hefur ekki gert sig líklegan til að ráðast á okkur mannfólkið. Svo þarf maður að sýna almenna skynsemi, vera ekki með hraðar hreyfingar í návist hans, sýna ekki tilburði sem skepnan gæti talið vera ógn við sig. Hér ríkir bara vopnahlé,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Að ráði sérfræðinga verður unginn á Bessastöðum fram yfir áramót. Hann fer síðan í Húsdýragarðinn og verður svo vonandi sleppt aftur. Vera fálkans á Bessastöðum er merkileg í ljósi sögunnar því þar var eitt sinn rekið fálkahús. „Því fálkar voru mikil útflutningsvara hér. Keisarar, kóngar, furstar og prinsar sóttust eftir fálkum ofan af Íslandi. Þetta var dýr vara. Fálkarnir voru fangaðir hér, geymdir á Bessastöðum og seldir til útlanda, dýrum dómum.“ Forsetinn óskar þess að unginn braggist. „Þá getum við vonandi veitt honum frelsið og hann notið þess að svífa um loftin blá. Við sjáum hvað setur í þeim efnum. Við njótum leiðsagnar sérfræðinga á náttúrufræðistofnun sem telja skynsamlegasta að láta hann safna kröftum hérna og sjá svo hvað setur.“ Hægt er að sjá lengri útgáfuna af viðtalinu við Guðna um fálkann hér fyrir neðan:
Dýr Forseti Íslands Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira