Björgunarsveitarmaður fýkur þvert yfir Suðurstrandarveg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. desember 2019 22:49 Björgunarsveitarmaðurinn fýkur yfir Suðurstrandarveg. facebook/skjáskot Erfiðar aðstæður hafa verið á Suðurnesjum síðustu klukkustundir en mikill veðurofsi er í Keflavík og Grindavík. Þó er eitthvað búið að lægja og hefur útköllum fækkað aðeins. Þá er mikið fok í Keflavík og er búið að loka fyrir alla umferð við Víkurbraut og hafnarsvæðið í Keflavík. Mikið er um lausa muni sem fjúka og geta þeir valdið miklum skemmdum á ökutækjum og slasað fólk verði það fyrir fjúkandi munum. „Það tók svona tvær klukkustundir að hjálpa þeim aftur í bæinn vegna þess að það sást ekki fyrir framan húddið á bílnum. Við þurftum að keyra eftir GPS tækjum eftir þjóðveginum,“ sagði Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður í Grindavík í samtali við fréttastofu Vísis en hann náði merkilegu myndbandi af björgunarsveitarmanni fjúka þvert yfir Suðurstrandarveg þegar björgunaraðgerðir stóðu þar yfir. Koma þurfti tveimur bílum til aðstoðar þar sem fólkið þurfti að stöðva bílana á veginum og treysti sér ekki til að halda lengra vegna veðurofsa. Varla sást fram fyrir bílana vegna éljagangs og segir Otti að stikur hafi ekki sést við vegi fyrr en komið var alveg upp að þeim. Einn mannanna sem var fastur í öðrum bílnum á Suðurstrandavegi hafði beðið þar í þrjá til fjóra klukkutíma áður en hann hafi ákveðið að hringja og biðja um aðstoð. Þá hafi þeim hætt að lítast á blikuna. Þá segir hann að björgunarsveitarmanninum sem sést á myndbandinu hafi ekki orðið meint af fokinu, hann hafi náð að stoppa þegar hann var rétt kominn úr mynd. Hann hafi þó orðið skelkaður enda hafði hann ekki búist við því að takast á loft. Otti segir að aðgerðir björgunarsveitarinnar hafi gegnið vel í kvöld og sveitin hafi náð að halda í við verkefnin hingað til. Bæði hafi verkefnin falist í óveðursaðstoð, þar sem björgunarsveit er kölluð til m.a. vegna brotinna rúða eða fjúkandi þakplatna og svo björgunaraðgerðir líkt og á Suðurstrandavegi. Hann segir þó ekki marga hafa verið á vappi, hvorki inni í bænum né á utanbæjarvegum. Þó hafi verkefnin verið mörg en engin slys hafi orðið á fólki.Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni. Björgunarsveitir Grindavík Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Sjá meira
Erfiðar aðstæður hafa verið á Suðurnesjum síðustu klukkustundir en mikill veðurofsi er í Keflavík og Grindavík. Þó er eitthvað búið að lægja og hefur útköllum fækkað aðeins. Þá er mikið fok í Keflavík og er búið að loka fyrir alla umferð við Víkurbraut og hafnarsvæðið í Keflavík. Mikið er um lausa muni sem fjúka og geta þeir valdið miklum skemmdum á ökutækjum og slasað fólk verði það fyrir fjúkandi munum. „Það tók svona tvær klukkustundir að hjálpa þeim aftur í bæinn vegna þess að það sást ekki fyrir framan húddið á bílnum. Við þurftum að keyra eftir GPS tækjum eftir þjóðveginum,“ sagði Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður í Grindavík í samtali við fréttastofu Vísis en hann náði merkilegu myndbandi af björgunarsveitarmanni fjúka þvert yfir Suðurstrandarveg þegar björgunaraðgerðir stóðu þar yfir. Koma þurfti tveimur bílum til aðstoðar þar sem fólkið þurfti að stöðva bílana á veginum og treysti sér ekki til að halda lengra vegna veðurofsa. Varla sást fram fyrir bílana vegna éljagangs og segir Otti að stikur hafi ekki sést við vegi fyrr en komið var alveg upp að þeim. Einn mannanna sem var fastur í öðrum bílnum á Suðurstrandavegi hafði beðið þar í þrjá til fjóra klukkutíma áður en hann hafi ákveðið að hringja og biðja um aðstoð. Þá hafi þeim hætt að lítast á blikuna. Þá segir hann að björgunarsveitarmanninum sem sést á myndbandinu hafi ekki orðið meint af fokinu, hann hafi náð að stoppa þegar hann var rétt kominn úr mynd. Hann hafi þó orðið skelkaður enda hafði hann ekki búist við því að takast á loft. Otti segir að aðgerðir björgunarsveitarinnar hafi gegnið vel í kvöld og sveitin hafi náð að halda í við verkefnin hingað til. Bæði hafi verkefnin falist í óveðursaðstoð, þar sem björgunarsveit er kölluð til m.a. vegna brotinna rúða eða fjúkandi þakplatna og svo björgunaraðgerðir líkt og á Suðurstrandavegi. Hann segir þó ekki marga hafa verið á vappi, hvorki inni í bænum né á utanbæjarvegum. Þó hafi verkefnin verið mörg en engin slys hafi orðið á fólki.Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni.
Björgunarsveitir Grindavík Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Sjá meira