Björgunarsveitarmaður fýkur þvert yfir Suðurstrandarveg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. desember 2019 22:49 Björgunarsveitarmaðurinn fýkur yfir Suðurstrandarveg. facebook/skjáskot Erfiðar aðstæður hafa verið á Suðurnesjum síðustu klukkustundir en mikill veðurofsi er í Keflavík og Grindavík. Þó er eitthvað búið að lægja og hefur útköllum fækkað aðeins. Þá er mikið fok í Keflavík og er búið að loka fyrir alla umferð við Víkurbraut og hafnarsvæðið í Keflavík. Mikið er um lausa muni sem fjúka og geta þeir valdið miklum skemmdum á ökutækjum og slasað fólk verði það fyrir fjúkandi munum. „Það tók svona tvær klukkustundir að hjálpa þeim aftur í bæinn vegna þess að það sást ekki fyrir framan húddið á bílnum. Við þurftum að keyra eftir GPS tækjum eftir þjóðveginum,“ sagði Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður í Grindavík í samtali við fréttastofu Vísis en hann náði merkilegu myndbandi af björgunarsveitarmanni fjúka þvert yfir Suðurstrandarveg þegar björgunaraðgerðir stóðu þar yfir. Koma þurfti tveimur bílum til aðstoðar þar sem fólkið þurfti að stöðva bílana á veginum og treysti sér ekki til að halda lengra vegna veðurofsa. Varla sást fram fyrir bílana vegna éljagangs og segir Otti að stikur hafi ekki sést við vegi fyrr en komið var alveg upp að þeim. Einn mannanna sem var fastur í öðrum bílnum á Suðurstrandavegi hafði beðið þar í þrjá til fjóra klukkutíma áður en hann hafi ákveðið að hringja og biðja um aðstoð. Þá hafi þeim hætt að lítast á blikuna. Þá segir hann að björgunarsveitarmanninum sem sést á myndbandinu hafi ekki orðið meint af fokinu, hann hafi náð að stoppa þegar hann var rétt kominn úr mynd. Hann hafi þó orðið skelkaður enda hafði hann ekki búist við því að takast á loft. Otti segir að aðgerðir björgunarsveitarinnar hafi gegnið vel í kvöld og sveitin hafi náð að halda í við verkefnin hingað til. Bæði hafi verkefnin falist í óveðursaðstoð, þar sem björgunarsveit er kölluð til m.a. vegna brotinna rúða eða fjúkandi þakplatna og svo björgunaraðgerðir líkt og á Suðurstrandavegi. Hann segir þó ekki marga hafa verið á vappi, hvorki inni í bænum né á utanbæjarvegum. Þó hafi verkefnin verið mörg en engin slys hafi orðið á fólki.Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni. Björgunarsveitir Grindavík Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Erfiðar aðstæður hafa verið á Suðurnesjum síðustu klukkustundir en mikill veðurofsi er í Keflavík og Grindavík. Þó er eitthvað búið að lægja og hefur útköllum fækkað aðeins. Þá er mikið fok í Keflavík og er búið að loka fyrir alla umferð við Víkurbraut og hafnarsvæðið í Keflavík. Mikið er um lausa muni sem fjúka og geta þeir valdið miklum skemmdum á ökutækjum og slasað fólk verði það fyrir fjúkandi munum. „Það tók svona tvær klukkustundir að hjálpa þeim aftur í bæinn vegna þess að það sást ekki fyrir framan húddið á bílnum. Við þurftum að keyra eftir GPS tækjum eftir þjóðveginum,“ sagði Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður í Grindavík í samtali við fréttastofu Vísis en hann náði merkilegu myndbandi af björgunarsveitarmanni fjúka þvert yfir Suðurstrandarveg þegar björgunaraðgerðir stóðu þar yfir. Koma þurfti tveimur bílum til aðstoðar þar sem fólkið þurfti að stöðva bílana á veginum og treysti sér ekki til að halda lengra vegna veðurofsa. Varla sást fram fyrir bílana vegna éljagangs og segir Otti að stikur hafi ekki sést við vegi fyrr en komið var alveg upp að þeim. Einn mannanna sem var fastur í öðrum bílnum á Suðurstrandavegi hafði beðið þar í þrjá til fjóra klukkutíma áður en hann hafi ákveðið að hringja og biðja um aðstoð. Þá hafi þeim hætt að lítast á blikuna. Þá segir hann að björgunarsveitarmanninum sem sést á myndbandinu hafi ekki orðið meint af fokinu, hann hafi náð að stoppa þegar hann var rétt kominn úr mynd. Hann hafi þó orðið skelkaður enda hafði hann ekki búist við því að takast á loft. Otti segir að aðgerðir björgunarsveitarinnar hafi gegnið vel í kvöld og sveitin hafi náð að halda í við verkefnin hingað til. Bæði hafi verkefnin falist í óveðursaðstoð, þar sem björgunarsveit er kölluð til m.a. vegna brotinna rúða eða fjúkandi þakplatna og svo björgunaraðgerðir líkt og á Suðurstrandavegi. Hann segir þó ekki marga hafa verið á vappi, hvorki inni í bænum né á utanbæjarvegum. Þó hafi verkefnin verið mörg en engin slys hafi orðið á fólki.Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni.
Björgunarsveitir Grindavík Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira