Leitin við Núpá erfiðari eftir því sem bætir í frostið Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. desember 2019 09:59 Björgunarsveitarmenn við leit í Sölvadal. landsbjörg Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi hefur verið sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. Unglingspiltur féll í ána í gær en hans er enn leitað. Aðstæður eru erfiðar á vettvangi og verða erfiðari eftir því sem kólnar. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir í samtali við Vísi að í nótt hafi verið ræstir út fjórir björgunarhópar á fjórum bílum frá Reykjavík. Þeir óku af stað klukkutíma eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar flaug úr borginni með tíu sérhæfða straumbjörgunarmenn til aðstoðar við leitina.Sjá einnig: Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Þá voru þrír hópar frá Norðurlandi vestra sendir austur í morgun. Reiknað er með að hóparnir úr Reykjavík verði komnir til Akureyrar um klukkan tíu en hópar frá Blönduósi eru komnir á slysstað. Samtals telja björgunarmennirnir hátt í þrjátíu. Slysið varð við Núpá, sem hér sést á korti.Vísir/hjalti Einnig verða aðgerðastjórnendur frá suðvesturhorninu sendir norður með flugi klukkan tíu. „Bæði til að aðstoða við leitina og aðstoða á svæðinu til að koma innviðum í samt horf,“ segir Jónas. Rafmganslaust hefur verið víða á Norðurlandi síðustu sólarhringa vegna óveðursins sem gekk yfir landið. Krapi, snjór og snjóflóðahætta Aðstæður eru afar erfiðar á slysstað við Núpá, að sögn Jónasar. „Auðvitað skána þær þegar kemur dagsljós en um leið verða þær erfiðari því það er að frysta. Því kaldara sem er úti og því kaldara sem vatnið verður, því erfiðara verður það fyrir leitarmenn,“ segir Jónas. „Þarna er krapi, snjór og snjóflóðahætta. Þetta eru krefjandi aðstæður en þetta er gott fólk.“ Unglingspilturinn sem féll í ána var að aðstoða bónda við að koma á rafmagni þegar slysið varð í gærkvöldi. Fjölmennt lið viðbragðsaðila frá svæðinu var þegar sent á vettvang og leit hefur staðið yfir síðan. Á meðal þeirra sem taka þátt í leitinni eru kafarar, lögreglumenn, sérhæfðir straumbjörgunarmenn og leitarhundur. Þá var TF-Líf þyrla Landhelgisgæslunnar við leit á svæðinu til klukkan hálf fimm í nótt en þá var skyggni farið að versna. Hún er nú til taks á Akureyri. Hin þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Eir, lenti aftur í Reykjavík í morgun. Björgunarsveitir Eyjafjarðarsveit Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Veður Tengdar fréttir Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32 Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20 Maðurinn sem féll í Núpá enn ófundinn Tugir viðbragðsaðila koma að leitinni og þá hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar verið sendar norður. 12. desember 2019 06:30 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi hefur verið sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. Unglingspiltur féll í ána í gær en hans er enn leitað. Aðstæður eru erfiðar á vettvangi og verða erfiðari eftir því sem kólnar. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir í samtali við Vísi að í nótt hafi verið ræstir út fjórir björgunarhópar á fjórum bílum frá Reykjavík. Þeir óku af stað klukkutíma eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar flaug úr borginni með tíu sérhæfða straumbjörgunarmenn til aðstoðar við leitina.Sjá einnig: Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Þá voru þrír hópar frá Norðurlandi vestra sendir austur í morgun. Reiknað er með að hóparnir úr Reykjavík verði komnir til Akureyrar um klukkan tíu en hópar frá Blönduósi eru komnir á slysstað. Samtals telja björgunarmennirnir hátt í þrjátíu. Slysið varð við Núpá, sem hér sést á korti.Vísir/hjalti Einnig verða aðgerðastjórnendur frá suðvesturhorninu sendir norður með flugi klukkan tíu. „Bæði til að aðstoða við leitina og aðstoða á svæðinu til að koma innviðum í samt horf,“ segir Jónas. Rafmganslaust hefur verið víða á Norðurlandi síðustu sólarhringa vegna óveðursins sem gekk yfir landið. Krapi, snjór og snjóflóðahætta Aðstæður eru afar erfiðar á slysstað við Núpá, að sögn Jónasar. „Auðvitað skána þær þegar kemur dagsljós en um leið verða þær erfiðari því það er að frysta. Því kaldara sem er úti og því kaldara sem vatnið verður, því erfiðara verður það fyrir leitarmenn,“ segir Jónas. „Þarna er krapi, snjór og snjóflóðahætta. Þetta eru krefjandi aðstæður en þetta er gott fólk.“ Unglingspilturinn sem féll í ána var að aðstoða bónda við að koma á rafmagni þegar slysið varð í gærkvöldi. Fjölmennt lið viðbragðsaðila frá svæðinu var þegar sent á vettvang og leit hefur staðið yfir síðan. Á meðal þeirra sem taka þátt í leitinni eru kafarar, lögreglumenn, sérhæfðir straumbjörgunarmenn og leitarhundur. Þá var TF-Líf þyrla Landhelgisgæslunnar við leit á svæðinu til klukkan hálf fimm í nótt en þá var skyggni farið að versna. Hún er nú til taks á Akureyri. Hin þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Eir, lenti aftur í Reykjavík í morgun.
Björgunarsveitir Eyjafjarðarsveit Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Veður Tengdar fréttir Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32 Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20 Maðurinn sem féll í Núpá enn ófundinn Tugir viðbragðsaðila koma að leitinni og þá hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar verið sendar norður. 12. desember 2019 06:30 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32
Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20
Maðurinn sem féll í Núpá enn ófundinn Tugir viðbragðsaðila koma að leitinni og þá hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar verið sendar norður. 12. desember 2019 06:30