„Ísmaðurinn“ orðinn leiður á að vera vondi karlinn í pílunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2019 14:30 Gerwyn Price fagnar sigri. Getty/Harry Trump Walesverjinn Gerwyn Price þykir líklegur til afreka á heimsmeistaramótinu í pílukasti sem hefst á morgun. Price er fyrir fram talinn vera helsti keppinautur heimsmeistarans Michael van Gerwen. Annað árið í röð fá Íslendingar tækifæri til að fylgjast með heimsmeistaramótinu í pílukasti á sportstöðvum Stöðvar tvö. Páll Sævar Guðjónsson sem fylgjast með gangi mála á flestum kvöldum fram að jólum en fyrsta keppniskvöldið er á morgun. Augu margra verða á Gerwyn Price sem er þriðji á heimslistanum á eftir þeim Rob Cross og Michael van Gerwen sem hafa einmitt unnið tvo síðustu heimsmeistaratitla. Gerwyn Price hefur lagt ofurkapp á að sleppa frá ímynd sinni sem vondi karlinn í pílunni. Hann gerði sér fljótt grein fyrir því að það er erfitt að ná árangri sem flesta í salnum á móti sér. Stælarnir höfðu gengið of langt og áhorfendur létu hann vita af óánægju sinni í hvert skipti. The booing "took its toll". Gerwyn Price says he is determined to leave his image as the bad boy of darts behind him. The PDC World Championships are just a few days away... Read: https://t.co/zbpsk2ztCTpic.twitter.com/p2ZjNSpTkv— BBC Sport (@BBCSport) December 11, 2019 Góð frammistaða Gerwyn Price og markviss vinna hans í að breyta ímyndinni hefur hjálpað til. Spekingar eru á því að hann hafi líka hæfileikana til að fara alla leið í ár. Það verður samt erfitt að vinna ríkjandi heimsmeistara Michael van Gerwen sem hefur unnið titilinn tvisvar sinnum á síðustu þremur árum og þrisvar alls. „Ég lét baulið ekkert trufla mig í byrjun en þetta gekk bara of langt,“ sagði Gerwyn Price við BBC. Hann gerði svolítið í því að leika vonda karlinn og ýta undir orðsporið en það kom að því að hann var búinn að fá nóg af því að vera vondi karlinn. „Ég hef ekkert á móti smá stríðni en að það að heyra baulið viku eftir viku var bara of mikið. Það var líka fyrir neðan beltisstað að heyra baulið þegar ég þurfti að ná mikilvægum tvennum,“ sagði Price. Price lék rúgbý á sínum tíma en fyrir tveimur mánuðum ákvað hann að biðja um frið. Hann lofaði að hætta stælunum og látalátunum og bað um að fá meiri frið þegar hann var að keppa. Áhorfendur hafa orðið við því og hver veit nema að hann fá góðan stuðning á HM í ár. Darts legend Phil Taylor feels the upcoming World Championship is a straight shootout between Michael van Gerwen and Gerwyn Price!#BetfredDarts— BETFRED (@Betfred) December 11, 2019 „Þetta hafði tekið sinn toll og ég þurfti að koma hreint fram. Síðan að ég gerði það hefur þetta verið miklu betra,“ sagði Price sem gengur undir gælunafninu Ísmaðurinn og hann gengur ávallt í salinn undir laginu „Ice Ice Baby“ með Vanilla Ice. Útsending frá fyrstu umferðinni á heimsmeistaramótinu í pílu hefst klukkan 19.00 á morgun á Stöð 2 Sport 2. Pílukast Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Sjá meira
Walesverjinn Gerwyn Price þykir líklegur til afreka á heimsmeistaramótinu í pílukasti sem hefst á morgun. Price er fyrir fram talinn vera helsti keppinautur heimsmeistarans Michael van Gerwen. Annað árið í röð fá Íslendingar tækifæri til að fylgjast með heimsmeistaramótinu í pílukasti á sportstöðvum Stöðvar tvö. Páll Sævar Guðjónsson sem fylgjast með gangi mála á flestum kvöldum fram að jólum en fyrsta keppniskvöldið er á morgun. Augu margra verða á Gerwyn Price sem er þriðji á heimslistanum á eftir þeim Rob Cross og Michael van Gerwen sem hafa einmitt unnið tvo síðustu heimsmeistaratitla. Gerwyn Price hefur lagt ofurkapp á að sleppa frá ímynd sinni sem vondi karlinn í pílunni. Hann gerði sér fljótt grein fyrir því að það er erfitt að ná árangri sem flesta í salnum á móti sér. Stælarnir höfðu gengið of langt og áhorfendur létu hann vita af óánægju sinni í hvert skipti. The booing "took its toll". Gerwyn Price says he is determined to leave his image as the bad boy of darts behind him. The PDC World Championships are just a few days away... Read: https://t.co/zbpsk2ztCTpic.twitter.com/p2ZjNSpTkv— BBC Sport (@BBCSport) December 11, 2019 Góð frammistaða Gerwyn Price og markviss vinna hans í að breyta ímyndinni hefur hjálpað til. Spekingar eru á því að hann hafi líka hæfileikana til að fara alla leið í ár. Það verður samt erfitt að vinna ríkjandi heimsmeistara Michael van Gerwen sem hefur unnið titilinn tvisvar sinnum á síðustu þremur árum og þrisvar alls. „Ég lét baulið ekkert trufla mig í byrjun en þetta gekk bara of langt,“ sagði Gerwyn Price við BBC. Hann gerði svolítið í því að leika vonda karlinn og ýta undir orðsporið en það kom að því að hann var búinn að fá nóg af því að vera vondi karlinn. „Ég hef ekkert á móti smá stríðni en að það að heyra baulið viku eftir viku var bara of mikið. Það var líka fyrir neðan beltisstað að heyra baulið þegar ég þurfti að ná mikilvægum tvennum,“ sagði Price. Price lék rúgbý á sínum tíma en fyrir tveimur mánuðum ákvað hann að biðja um frið. Hann lofaði að hætta stælunum og látalátunum og bað um að fá meiri frið þegar hann var að keppa. Áhorfendur hafa orðið við því og hver veit nema að hann fá góðan stuðning á HM í ár. Darts legend Phil Taylor feels the upcoming World Championship is a straight shootout between Michael van Gerwen and Gerwyn Price!#BetfredDarts— BETFRED (@Betfred) December 11, 2019 „Þetta hafði tekið sinn toll og ég þurfti að koma hreint fram. Síðan að ég gerði það hefur þetta verið miklu betra,“ sagði Price sem gengur undir gælunafninu Ísmaðurinn og hann gengur ávallt í salinn undir laginu „Ice Ice Baby“ með Vanilla Ice. Útsending frá fyrstu umferðinni á heimsmeistaramótinu í pílu hefst klukkan 19.00 á morgun á Stöð 2 Sport 2.
Pílukast Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Sjá meira