Helmingi fleiri ferðamenn frá Asíu Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. desember 2019 14:59 Ferðamenn á rölti um Reykjavík á þriðjudag, þegar mesta óveðrið gekk yfir. Vísir/vilhelm Asískum ferðamönnum á Íslandi fjölgaði um 53 prósent á milli ára, sé nýliðinn nóvembermánuður borinn saman við sama mánuð í fyrra. Fjölgunin skýrist einna helst af fjölgun Kínverja og Japana; kínverskum ferðamönnum fjölgaði um 47,5 prósent frá fyrra ári á meðan Japöpunum fjölgaði um næstum 64 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans, þar sem bent er á að þessi aukning kemur í kjölfar 15 prósent fjölgunar í sama hópi í október. „Það hefur verið fremur regla en undantekning að Asíubúum hafi farið fjölgandi á þessu ári en einungis eru tveir mánuðir þar sem þeim fækkaði milli ára en þetta var í september og apríl,“ eins og þar segir. Þessi fjölgun hefur vegið upp á móti færri heimsóknum annarra ferðamanna. Sé litið til brottfara erlendra ferðamanna frá Leifsstöð fækkaði þeim um 11,6 prósent milli nóvembermánaða, sem er minnsta fækkun sem greinst hefur síðan WOW air fór í þrot í lok mars. Til samanburðar nam fækkun ferðamanna 18,4 prósentum í október og 20,7 prósentum í september. Frökkum fjölgar, Kanar hverfa Mesta fækkunin hefur verið í hópi ferðamanna frá Norður-Ameríku, sem skýrist hvað helst af minna framboði flugsæta til og frá Bandaríkjunum og Kanada. Hlutdeild WOW í Norður-Ameríkuflugi var enda meiri en hlutdeild þess í flugi milli Íslands og Evrópu. Brottförum Bandaríkjamanna frá Leifsstöð fækkaði um 40 prósent milli nóvembermánaða og Kanadamanna um 50 prósent. „Þrír af hverjum 10 ferðamönnum sem sóttu landið heim í fyrra voru Bandaríkjamenn og skýrir mikil fækkun þeirra á þessu ári því megnið af heildarfækkun erlendra ferðamanna á þessu ári,“ segir í Hagsjánni til skýringar. Evrópumönnum, að frátöldum Skandinövum, fjölgaði þó lítillega í Leifsstöð á milli ára. Fjölgun þeirra nam 2,5 prósentum í nóvember og skýrist það af fleiri Frökkum, Ítölum og Þjóðverjum en fjölgunin hjá þessum þjóðum nam á bilinu 20,1 til 47,6 prósentum. Nánar um þróunina í Hagsjá Landsbankans. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Asískum ferðamönnum á Íslandi fjölgaði um 53 prósent á milli ára, sé nýliðinn nóvembermánuður borinn saman við sama mánuð í fyrra. Fjölgunin skýrist einna helst af fjölgun Kínverja og Japana; kínverskum ferðamönnum fjölgaði um 47,5 prósent frá fyrra ári á meðan Japöpunum fjölgaði um næstum 64 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans, þar sem bent er á að þessi aukning kemur í kjölfar 15 prósent fjölgunar í sama hópi í október. „Það hefur verið fremur regla en undantekning að Asíubúum hafi farið fjölgandi á þessu ári en einungis eru tveir mánuðir þar sem þeim fækkaði milli ára en þetta var í september og apríl,“ eins og þar segir. Þessi fjölgun hefur vegið upp á móti færri heimsóknum annarra ferðamanna. Sé litið til brottfara erlendra ferðamanna frá Leifsstöð fækkaði þeim um 11,6 prósent milli nóvembermánaða, sem er minnsta fækkun sem greinst hefur síðan WOW air fór í þrot í lok mars. Til samanburðar nam fækkun ferðamanna 18,4 prósentum í október og 20,7 prósentum í september. Frökkum fjölgar, Kanar hverfa Mesta fækkunin hefur verið í hópi ferðamanna frá Norður-Ameríku, sem skýrist hvað helst af minna framboði flugsæta til og frá Bandaríkjunum og Kanada. Hlutdeild WOW í Norður-Ameríkuflugi var enda meiri en hlutdeild þess í flugi milli Íslands og Evrópu. Brottförum Bandaríkjamanna frá Leifsstöð fækkaði um 40 prósent milli nóvembermánaða og Kanadamanna um 50 prósent. „Þrír af hverjum 10 ferðamönnum sem sóttu landið heim í fyrra voru Bandaríkjamenn og skýrir mikil fækkun þeirra á þessu ári því megnið af heildarfækkun erlendra ferðamanna á þessu ári,“ segir í Hagsjánni til skýringar. Evrópumönnum, að frátöldum Skandinövum, fjölgaði þó lítillega í Leifsstöð á milli ára. Fjölgun þeirra nam 2,5 prósentum í nóvember og skýrist það af fleiri Frökkum, Ítölum og Þjóðverjum en fjölgunin hjá þessum þjóðum nam á bilinu 20,1 til 47,6 prósentum. Nánar um þróunina í Hagsjá Landsbankans.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira