Dagur Arnarsson var hetja ÍBV sem vann FH, 32-33, í Kaplakrika í Olís-deild karla í dag.
Eftir að Jón Bjarni Ólafsson jafnaði í 32-32 fyrir FH-inga tóku Eyjamenn leikhlé. Þá voru 14 sekúndur eftir.
Í lokasókninni kastaði Fannar Þór Friðgeirsson boltanum inn í vítateig ÍBV á Dag sem greip boltann á lofti og skoraði í þann mund sem leiktíminn rann út. Sirkus- og sigurmarkið má sjá hér fyrir neðan.
Sigurinn var afar mikilvægur fyrir ÍBV sem hefur ekki gengið vel að undanförnu.
Eyjamenn og FH-ingar eru jafnir að stigum í 6. og 7. sæti deildarinnar.