Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Þroskaskertur fangi var fluttur á spítala í gær eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka í fangelsinu á Kvíabryggju. Formaður félags fanga og formaður Þroskahjálpar hafa miklar áhyggjur af stöðu þroskaskertra í fangelsum landsins, en nánar verður fjallað um þetta í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þar verður líka greint frá fundi fulltrúa embættis héraðssaksóknara í Haag í síðustu viku vegna Samherjamálsins og rætt við forstjóra Icelandair vegna MAX-vélanna.

Þá fjöllum við um fíkniefnamál en sjö eru í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum fyrir smygl á hörðum fíkniefnum til landsins og hefur embættið aldrei lagt hald á eins mikið magn sterkra fíkniefna og í ár, eða 63 kíló.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×