Funduðu með rannsakendum frá Noregi og Namibíu í Haag Birgir Olgeirsson skrifar 17. desember 2019 19:00 Fulltrúar embættis héraðssaksóknara fóru til Haag í Hollandi í síðustu viku til að funda með rannsakendum frá Namibíu og Noregi vegna Samherjamálsins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Skattrannsóknarstjóri og héraðssaksóknara rannsaka Samherja málið hér á landi. Efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar rannsakar viðskipti Samherja við norska bankann DNB og spillingarlögreglan í Namibíu fer með rannsókn málsins þar í landi. Rannsakendur frá héraðssaksóknara, norsku lögreglunni og þeirri namibísku funduðu í hollensku borginni Haag í síðustu viku. Í Haag er að finna höfuðstöðvar Evrópulögreglunnar Europol þar sem Ísland á sinn tengslafulltrúa. Þau brot sem grunur er um að hafi verið framin í Namibíu falla undir íslensk hegningarlög. Þar segir að refsa skuli eftir íslenskum lögum fyrir mútugreiðslur til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Jóhannes Stefánsson uppljóstrari hefur þegar gefið skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara skýrslu um málið. Sjö eru í haldi í Namibíu vegna rannsóknar á mútugreiðslum sem eiga að hafa borist frá félögum Samherja til ráðamanna fyrir úthlutun aflaheimilda. Þar á meðal eru fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins og hákarlarnir þrír. Beiðni þeirra um að vera sleppt tafarlaust úr haldi verður tekin fyrir á fimmtudag. Sjávarútvegsráðherrann fyrrverandi segir ásakanirnar byggðar á pólitískum grunni með það að markmiði að koma ráðandi stjórnvöldum frá. Sá sjöundi sem er í haldi var gripinn glóðvolgur á laugardag við að reyna fjarlægja meint sönnunargögn af heimili dómsmálaráðherrans fyrrverandi, sem er einn hákarlanna. Holland Namibía Noregur Samherjaskjölin Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Fulltrúar embættis héraðssaksóknara fóru til Haag í Hollandi í síðustu viku til að funda með rannsakendum frá Namibíu og Noregi vegna Samherjamálsins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Skattrannsóknarstjóri og héraðssaksóknara rannsaka Samherja málið hér á landi. Efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar rannsakar viðskipti Samherja við norska bankann DNB og spillingarlögreglan í Namibíu fer með rannsókn málsins þar í landi. Rannsakendur frá héraðssaksóknara, norsku lögreglunni og þeirri namibísku funduðu í hollensku borginni Haag í síðustu viku. Í Haag er að finna höfuðstöðvar Evrópulögreglunnar Europol þar sem Ísland á sinn tengslafulltrúa. Þau brot sem grunur er um að hafi verið framin í Namibíu falla undir íslensk hegningarlög. Þar segir að refsa skuli eftir íslenskum lögum fyrir mútugreiðslur til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Jóhannes Stefánsson uppljóstrari hefur þegar gefið skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara skýrslu um málið. Sjö eru í haldi í Namibíu vegna rannsóknar á mútugreiðslum sem eiga að hafa borist frá félögum Samherja til ráðamanna fyrir úthlutun aflaheimilda. Þar á meðal eru fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins og hákarlarnir þrír. Beiðni þeirra um að vera sleppt tafarlaust úr haldi verður tekin fyrir á fimmtudag. Sjávarútvegsráðherrann fyrrverandi segir ásakanirnar byggðar á pólitískum grunni með það að markmiði að koma ráðandi stjórnvöldum frá. Sá sjöundi sem er í haldi var gripinn glóðvolgur á laugardag við að reyna fjarlægja meint sönnunargögn af heimili dómsmálaráðherrans fyrrverandi, sem er einn hákarlanna.
Holland Namibía Noregur Samherjaskjölin Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira