Sport

Svaraði nettröllunum með því að skrá sig á píluspjöld sögunnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sherrock varð fyrir netníði fyrir tveimur árum.
Sherrock varð fyrir netníði fyrir tveimur árum. vísir/getty

Fallon Sherrock varð í gær fyrsta konan til að vinna leik á HM í pílukasti þegar hún sigraði Ted Evetts, 3-2, í Alexandra Palace í gær.

„Ég er svo stolt að hafa komið pílukasti kvenna á kortið. Það hefur tekið stórt stökk og það var tími til kominn að við myndum vinna mann,“ sagði Sherrock.

Fyrir tveimur árum varð hún fyrir barðinu á netníði þegar hún keppti á breska meistaramótinu. Sherrock var nokkuð búlduleit á þeim tíma vegna viðbragða við meðferð vegna nýrnavandamáls.

„Ég get ekki endurtekið þessi ummæli en þau voru ljót,“ sagði Sherrock.

„Þetta er í lagi innan íþróttarinnar en ég fæ reglulega kvenfjandleg skilaboð á netinu. Þar er sagt að konur séu ekki jafn góðar og menn. En ég afsannaði það.“

Í 2. umferð HM í pílukasti mætir Sherrock Austurríkismanninum Mensur Suljovic.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×