Sportpakkinn: Barcelona og Real jöfn á toppnum fyrir áhugaverðan „El Clásico“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2019 15:00 Lionel Messi fær að heyra það frá Sergio Ramos í leik Real Madrid og Barcelona í fyrra. Getty/David S. Bustamante Barcelona og Real Madrid mætast í kvöld í spænsku 1. deildinni í fótbolta. Upphaflega áttu liðin að spila 26. október en leiknum var frestað vegna átaka í Barcelona í kjölfar dóms á nokkrum leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. Arnar Björnsson skoðaði kringumstæður leiksins í kvöld. Katalónsku sjálfstæðissinnarnuir fengu 9 til 13 ára fangelsisdóm vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu í óþökk stjórnlagadómstóls og ríkisstjórnar Spánar. „El Clasico“, eins og rimma liðanna er oftast kölluð, er einn stærsti fótboltaleikur á hverju ári og leikurinn í Barcelona í kvöld er ákaflega áhugaverður. Liðin eru jöfn að stigum, Barcelona er ofar á markamun en tveimur mörkum munar á liðunum. Hotel Sofía, sem er 600 metrum frá Nou Camp, verður nokkurs konar bækistöð, bæði liðin komu þangað um hádegið og þar verða einnig dómarinn og aðstoðarmenn hans. Liðin borða hvort á sinni hæðinni og liðsrúturnar fara samtímis á völlinn í lögreglufylgd. Öryggisgæslan verður óvenju mikil. Ivan Rakitic miðjumaður Barcelona lenti í vandræðum með að komast af flugvellinum og knattspyrnustjórinn, Ernesto Valverde, fékk far á vélhjóli en missti af æfingu þegar hann sótti Frenkie de Jong sem var fastur á flugvellinum í einhvern tíma. Liðin hafa mæst 242 sinnum í öllum keppnum en þetta verður 179. leikur liðanna í la liga, bæði hafa unnið 72 leiki en 34 sinnum hafa þau skilið jöfn. Markatalan í leikjunum 178 er mjög áþekk, Real Madrid hefur skoraði 181 mark en fengið á sig 110 en markatalan hjá Barcelona er 179-105. Barcelona hefur haft betur síðustu árin, í 23 leikjum frá 2008 hefur Barcelona unnið 14 en Real Madrid 5. Barcelona hefur ekki tapað í 6 síðustu leikjum, unnið fjóra þeirra. Javier Tebas, forseti La Liga, er harður stuðningsmaður VOX flokksins sem er lengst til hægri í litrófinu í spænskum stjórnmálum. Hann er ekki vinsæll í Katalíníu. Tebes lagði til að leikurinn yrði færður frá Barcelóna til Madrídar en bæði lið lögðust gegn því. Leikurinn í kvöld snýst ekki bara um úrslit, átökin í spænskum stjórnmálum verða einnig í brennidepli. Leikurinn byrjar klukkan 19 og er sýndur á Stöð 2 sport. Grein Arnars Björnsson um leikinn er hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Mikil spenna fyrir El Clásico Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Barcelona og Real Madrid mætast í kvöld í spænsku 1. deildinni í fótbolta. Upphaflega áttu liðin að spila 26. október en leiknum var frestað vegna átaka í Barcelona í kjölfar dóms á nokkrum leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. Arnar Björnsson skoðaði kringumstæður leiksins í kvöld. Katalónsku sjálfstæðissinnarnuir fengu 9 til 13 ára fangelsisdóm vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu í óþökk stjórnlagadómstóls og ríkisstjórnar Spánar. „El Clasico“, eins og rimma liðanna er oftast kölluð, er einn stærsti fótboltaleikur á hverju ári og leikurinn í Barcelona í kvöld er ákaflega áhugaverður. Liðin eru jöfn að stigum, Barcelona er ofar á markamun en tveimur mörkum munar á liðunum. Hotel Sofía, sem er 600 metrum frá Nou Camp, verður nokkurs konar bækistöð, bæði liðin komu þangað um hádegið og þar verða einnig dómarinn og aðstoðarmenn hans. Liðin borða hvort á sinni hæðinni og liðsrúturnar fara samtímis á völlinn í lögreglufylgd. Öryggisgæslan verður óvenju mikil. Ivan Rakitic miðjumaður Barcelona lenti í vandræðum með að komast af flugvellinum og knattspyrnustjórinn, Ernesto Valverde, fékk far á vélhjóli en missti af æfingu þegar hann sótti Frenkie de Jong sem var fastur á flugvellinum í einhvern tíma. Liðin hafa mæst 242 sinnum í öllum keppnum en þetta verður 179. leikur liðanna í la liga, bæði hafa unnið 72 leiki en 34 sinnum hafa þau skilið jöfn. Markatalan í leikjunum 178 er mjög áþekk, Real Madrid hefur skoraði 181 mark en fengið á sig 110 en markatalan hjá Barcelona er 179-105. Barcelona hefur haft betur síðustu árin, í 23 leikjum frá 2008 hefur Barcelona unnið 14 en Real Madrid 5. Barcelona hefur ekki tapað í 6 síðustu leikjum, unnið fjóra þeirra. Javier Tebas, forseti La Liga, er harður stuðningsmaður VOX flokksins sem er lengst til hægri í litrófinu í spænskum stjórnmálum. Hann er ekki vinsæll í Katalíníu. Tebes lagði til að leikurinn yrði færður frá Barcelóna til Madrídar en bæði lið lögðust gegn því. Leikurinn í kvöld snýst ekki bara um úrslit, átökin í spænskum stjórnmálum verða einnig í brennidepli. Leikurinn byrjar klukkan 19 og er sýndur á Stöð 2 sport. Grein Arnars Björnsson um leikinn er hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Mikil spenna fyrir El Clásico
Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti