Stofnendur Google stíga til hliðar Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2019 22:48 Þessi mynd af Sergey Brin og Larry Page var tekin árið 2008. AP/Paul Sakuma Þeir Larry Page og Sergey Brin, sem stofnuðu fyrirtækið Google fyrir 21 ári síðan, ætla að stíga til hliðar og hætta að stýra Alphabet, móðurfyrirtæki Google. Sundar Pichai, forstjóri Google mun taka við stjórn Alphabet, samhliða stöfum sínum hjá Google. Page og Brin munu sitja áfram í stjórn Alphabet. Margt hefur breyst frá því þeir Page og Brin stofnuðu fyrirtækið í bílskúr í Kaliforníu árið 1998. Fjögur ár eru síðan Google var skipt upp í fleiri fyrirtæki undir Alphabet. Það er eitt stærsta fyrirtæki heims. Í sumar var það metið á 309 milljarða dala. Apple var metið á 309,5 milljarða en Amazon var verðmætasta fyrirtæki heims, metið á 315,5 milljarða. Microsoft var í fjórða sæti, metið á 251, 2 milljarða.Í yfirlýsingu frá Page og Brin segir að félagið hafi þróast gífurlega frá því þeir stofnuðu það. Margvíslegar þjónustur hafi bæst við leitarvélina þeirra. Nú séu þau rekin á skilvirkan máta og þeir hafi aldrei verið þeirrar skoðunar að halda í stjórnendastöður þegar þeir sjá betri möguleika. Það sé ekki lengur þörf á tveimur forstjórum auk framkvæmdastjóra hjá Alphabet.Pichai sendi tölvupóst á starfsmenn Google í dag þar sem hann rifjar upp að hann hafi starfað hjá Google í fimmtán ár. Á þeim tíma hafi hann séð stöðuga þróun. Hann ítrekar að hann muni áfram eiga í miklum samskiptum við Page og Brin. Þá segir hann að breytingarnar muni hafa lítil áhrif á störf Alphabet og dótturfélög þess. Google Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þeir Larry Page og Sergey Brin, sem stofnuðu fyrirtækið Google fyrir 21 ári síðan, ætla að stíga til hliðar og hætta að stýra Alphabet, móðurfyrirtæki Google. Sundar Pichai, forstjóri Google mun taka við stjórn Alphabet, samhliða stöfum sínum hjá Google. Page og Brin munu sitja áfram í stjórn Alphabet. Margt hefur breyst frá því þeir Page og Brin stofnuðu fyrirtækið í bílskúr í Kaliforníu árið 1998. Fjögur ár eru síðan Google var skipt upp í fleiri fyrirtæki undir Alphabet. Það er eitt stærsta fyrirtæki heims. Í sumar var það metið á 309 milljarða dala. Apple var metið á 309,5 milljarða en Amazon var verðmætasta fyrirtæki heims, metið á 315,5 milljarða. Microsoft var í fjórða sæti, metið á 251, 2 milljarða.Í yfirlýsingu frá Page og Brin segir að félagið hafi þróast gífurlega frá því þeir stofnuðu það. Margvíslegar þjónustur hafi bæst við leitarvélina þeirra. Nú séu þau rekin á skilvirkan máta og þeir hafi aldrei verið þeirrar skoðunar að halda í stjórnendastöður þegar þeir sjá betri möguleika. Það sé ekki lengur þörf á tveimur forstjórum auk framkvæmdastjóra hjá Alphabet.Pichai sendi tölvupóst á starfsmenn Google í dag þar sem hann rifjar upp að hann hafi starfað hjá Google í fimmtán ár. Á þeim tíma hafi hann séð stöðuga þróun. Hann ítrekar að hann muni áfram eiga í miklum samskiptum við Page og Brin. Þá segir hann að breytingarnar muni hafa lítil áhrif á störf Alphabet og dótturfélög þess.
Google Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira