Sam Kerr best í heimi og Sara Björk númer 52 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2019 13:30 Sara Björk Gunnarsdóttir. Getty/ TF-Images Sara Björk Gunnarsdóttir er 52. besta knattspyrnukona heims í dag ef marka má samantekt Guardian sem setti saman lista yfir hundrað bestu knattspyrnukonur heims. 26 ára Ástrali er sú besta í heimi en ekki þær sem hafa fengið Gullboltann undanfarin tvö ár, Megan Rapinoe og Ada Hegerberg. Sara Björk dettur niður um 21 sæti á listanum en hún var í 31. sætinu í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem hún er ekki með fimmtíu bestu síðan að Guardian fór að taka saman lista sinn yfir bestu knattspyrnukonur heims.The 100 best female footballers in the world for 2019 https://t.co/sxwpu9b9Kdpic.twitter.com/35RhkXXVf8 — Guardian sport (@guardian_sport) December 6, 2019„Þessi 29 ára gamli miðjumaður hefur búið sér til flott orðspor sem traustur, áreiðanlegur og klassískur miðjumaður sem hefur í fjölda ára verið máttarstólpi í einu besta liði Evrópu. Gunnarsdóttir hefur síðan bætt því við sinn leik að hún er farinn að skora meira af mörkum. Hún fékk góða hvíld í sumar meðan margar aðrar voru á HM og mætti því fersk inn í nýtt tímabil,“ segir meðal annars í umfjölluninni um Söru. „Sara hefur þegar skorað sex mörk á tímabilinu og Wolfsburg liðið er áfram í fararbroddi í Þýskalandi og á líka góða möguleika á því að fara langt í Meistaradeildinni þar sem Sara er í forystuhlutverki.,“ segir í samantekt Guardian um Söru.Sam Kerr sees off competition to be voted best female footballer in the world. By @RichJLavertyhttps://t.co/tCeSeEj84w — Guardian sport (@guardian_sport) December 6, 2019 Guardian valdi hina áströlsku Sam Kerr sem þá bestu í heimi en hún hefur verið markahæsti leikmaðurinn í tveimur deildum á síðustu árum. Hún skoraði 18 mörk í bandarísku deildinni fyrir Chicago Red Stars og raðaði líka inn mörkum með Perth Glory í áströlsku deildinni. Hlutirnir hafa hins vegar ekki alveg gengið upp hjá henni með ástralska landsliðinu sem á mestan þátt í því að hún var ekki ofar í kjörinu á bestu knattspyrnukonu heims. Sam Kerr ætlar nú að breyta til og spila bara með einu liði á árinu 2020 en hún hefur samið við enska félagið Chelsea. Í næstu sætum eru enski bakvörðurinn Lucy Bronze sem spilar með Lyon í Frakklandi, Megan Rapinoe, sem fékk Gullboltann og vann öll helstu einstaklingsverðlaunin á árinu 2019 og svo norski framherjinn Ada Hegerberg hjá Lyon sem fékk Gullboltann 2018. Fimmta er síðan franski miðjumaðurinn Amandine Henry hjá Lyon. Fjórir liðsfélagar Söru hjá Wolfsburg er á undan Söru á lista Guardian. Hin danska Pernille Harder er í áttunda sætinu, hin þýska Alex Popp er í 23. sæti, hin pólska Ewa Pajor er í 36. sæti og sænski markvörðurinn Hedvig Lindahl er í 44. sætinu. EM 2021 í Englandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir er 52. besta knattspyrnukona heims í dag ef marka má samantekt Guardian sem setti saman lista yfir hundrað bestu knattspyrnukonur heims. 26 ára Ástrali er sú besta í heimi en ekki þær sem hafa fengið Gullboltann undanfarin tvö ár, Megan Rapinoe og Ada Hegerberg. Sara Björk dettur niður um 21 sæti á listanum en hún var í 31. sætinu í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem hún er ekki með fimmtíu bestu síðan að Guardian fór að taka saman lista sinn yfir bestu knattspyrnukonur heims.The 100 best female footballers in the world for 2019 https://t.co/sxwpu9b9Kdpic.twitter.com/35RhkXXVf8 — Guardian sport (@guardian_sport) December 6, 2019„Þessi 29 ára gamli miðjumaður hefur búið sér til flott orðspor sem traustur, áreiðanlegur og klassískur miðjumaður sem hefur í fjölda ára verið máttarstólpi í einu besta liði Evrópu. Gunnarsdóttir hefur síðan bætt því við sinn leik að hún er farinn að skora meira af mörkum. Hún fékk góða hvíld í sumar meðan margar aðrar voru á HM og mætti því fersk inn í nýtt tímabil,“ segir meðal annars í umfjölluninni um Söru. „Sara hefur þegar skorað sex mörk á tímabilinu og Wolfsburg liðið er áfram í fararbroddi í Þýskalandi og á líka góða möguleika á því að fara langt í Meistaradeildinni þar sem Sara er í forystuhlutverki.,“ segir í samantekt Guardian um Söru.Sam Kerr sees off competition to be voted best female footballer in the world. By @RichJLavertyhttps://t.co/tCeSeEj84w — Guardian sport (@guardian_sport) December 6, 2019 Guardian valdi hina áströlsku Sam Kerr sem þá bestu í heimi en hún hefur verið markahæsti leikmaðurinn í tveimur deildum á síðustu árum. Hún skoraði 18 mörk í bandarísku deildinni fyrir Chicago Red Stars og raðaði líka inn mörkum með Perth Glory í áströlsku deildinni. Hlutirnir hafa hins vegar ekki alveg gengið upp hjá henni með ástralska landsliðinu sem á mestan þátt í því að hún var ekki ofar í kjörinu á bestu knattspyrnukonu heims. Sam Kerr ætlar nú að breyta til og spila bara með einu liði á árinu 2020 en hún hefur samið við enska félagið Chelsea. Í næstu sætum eru enski bakvörðurinn Lucy Bronze sem spilar með Lyon í Frakklandi, Megan Rapinoe, sem fékk Gullboltann og vann öll helstu einstaklingsverðlaunin á árinu 2019 og svo norski framherjinn Ada Hegerberg hjá Lyon sem fékk Gullboltann 2018. Fimmta er síðan franski miðjumaðurinn Amandine Henry hjá Lyon. Fjórir liðsfélagar Söru hjá Wolfsburg er á undan Söru á lista Guardian. Hin danska Pernille Harder er í áttunda sætinu, hin þýska Alex Popp er í 23. sæti, hin pólska Ewa Pajor er í 36. sæti og sænski markvörðurinn Hedvig Lindahl er í 44. sætinu.
EM 2021 í Englandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Sjá meira