Elon Musk sýknaður í Pedo guy-málinu Andri Eysteinsson skrifar 6. desember 2019 23:25 Elon Musk mætir í dómshúsið í vikunni. Getty/Bloomberg Milljarðamæringurinn Elon Musk var í dag sýknaður í meiðyrðamáli sem breski hellakafarinn Vernon Unsworth háði gegn honum vegna ummæla Musk um Unsworth á Twitter. Guardian greinir frá. Ummælin lét Musk falla á Twitter síðu sinni eftir að Musk og Unsworth höfðu skipst á skotum í kringum björgun tælensku fótboltastrákanna sem festust í helli í fyrra. Unsworth hafði sakað Musk um að nýta sér harmleikinn fyrir athygli áður en Musk svaraði með því að kalla Unsworth barnaníðing (e. Pedo guy). Musk var harðlega gagnrýndur fyrir ummælin og eyddi hann tístunum og baðst afsökunar á þeim. Musk hélt þó áfram að vísa til Unsworth sem barnaníðings bæði á Twitter og í tölvupóstum.Unsworth höfðaði mál gegn Musk í Los Angeles og komst kviðdómur í dag að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að sakfella Musk og skylda hann til að greiða 190 milljónir dala í skaðabætur líkt og Unsworth hafði krafist.Eftir að niðurstaðan lá fyrir ræddi Musk, sem þekktur er fyrir að vera í forsvari fyrir fyrirtækin Tesla og SpaceX, við blaðamenn. „Ég hef aftur öðlast trú á mannkynið,“ sagði Musk.Unsworth hafði við fyrirtöku málsins lýst vanlíðan hans í kjölfar ummæla Musk og sagt þau ígildi lífstíðardóms. Lögfræðiteymi Musk hélt því fram að tíst hans hafi ekki verið staðhæfing heldur eingöngu ætlað sem móðgun. Þá sýndu þeir fram á að orðspor Unsworth hafi ekki beðið hnekki vegna ummælanna og vísuðu þar til viðurkenningar sem Unsworth fékk frá Tælensku konungsfjölskyldunni auk MBE orðu breska konungsveldisins sem honum var veitt. Fastir í helli í Taílandi Tesla Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Sjá meira
Milljarðamæringurinn Elon Musk var í dag sýknaður í meiðyrðamáli sem breski hellakafarinn Vernon Unsworth háði gegn honum vegna ummæla Musk um Unsworth á Twitter. Guardian greinir frá. Ummælin lét Musk falla á Twitter síðu sinni eftir að Musk og Unsworth höfðu skipst á skotum í kringum björgun tælensku fótboltastrákanna sem festust í helli í fyrra. Unsworth hafði sakað Musk um að nýta sér harmleikinn fyrir athygli áður en Musk svaraði með því að kalla Unsworth barnaníðing (e. Pedo guy). Musk var harðlega gagnrýndur fyrir ummælin og eyddi hann tístunum og baðst afsökunar á þeim. Musk hélt þó áfram að vísa til Unsworth sem barnaníðings bæði á Twitter og í tölvupóstum.Unsworth höfðaði mál gegn Musk í Los Angeles og komst kviðdómur í dag að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að sakfella Musk og skylda hann til að greiða 190 milljónir dala í skaðabætur líkt og Unsworth hafði krafist.Eftir að niðurstaðan lá fyrir ræddi Musk, sem þekktur er fyrir að vera í forsvari fyrir fyrirtækin Tesla og SpaceX, við blaðamenn. „Ég hef aftur öðlast trú á mannkynið,“ sagði Musk.Unsworth hafði við fyrirtöku málsins lýst vanlíðan hans í kjölfar ummæla Musk og sagt þau ígildi lífstíðardóms. Lögfræðiteymi Musk hélt því fram að tíst hans hafi ekki verið staðhæfing heldur eingöngu ætlað sem móðgun. Þá sýndu þeir fram á að orðspor Unsworth hafi ekki beðið hnekki vegna ummælanna og vísuðu þar til viðurkenningar sem Unsworth fékk frá Tælensku konungsfjölskyldunni auk MBE orðu breska konungsveldisins sem honum var veitt.
Fastir í helli í Taílandi Tesla Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Sjá meira