Sökuðu hvor annan um að hafa ekki tekið á fordómum Andri Eysteinsson skrifar 7. desember 2019 11:30 Corbyn og Johnson mættust í kappræðum BBC Getty/Leon Neal Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð í orðræðu sinni af leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn í kappræðum BBC sem haldnar voru í gær en þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. Guardian greinir frá.Leiðtogarnir ræddu aðgerðir gegn múslimahatri í bresku samfélagi. Sagði Corbyn að Johnson hafi mistekist að taka á múslima- og útlendingahatri í Íhaldsflokknum og hafi sjálfur verið uppvís að því að nota niðrandi orð. „Múslimahatur er vandamál í samfélagi okkar og það er vandamál hvaða orð eru notuð. Ég nota aldrei niðrandi orð með nokkrum hætti til þess að lýsa einum einasta í þessum heimi,“ sagði Corbyn.Viðbrögð við gyðingahatri til marks um skort á leiðtogahæfni Johnson svaraði gagnrýni Corbyn með því að segja að sá Íhaldsmaður sem yrði uppvís af kynþáttafordómum yrði vikið á brott tafarlaust. Þó hafi Íhaldsmenn fengið að halda stöðu sinni sem frambjóðendur eftir að hafa beðist afsökunar. Johnson sakaði þá andstæðing sinn um að hafa ekki tekið á gyðingahatri innan Verkamannaflokksins. „Ég held að meðhöndlun Corbyn á málinu, tregða hans við að taka af skarið og standa vörð um gyðinga innan verkamannaflokksins sé einfaldlega merki um skort á leiðtogahæfni,“ sagði Johnson. Á tíð Jeremy Corbyn sem leiðtogi Verkamannaflokksins hefur mikið verið rætt um meint gyðingahatur innan flokksins. Hafa þingmenn sagt af sér vegna þessa, bæði í fulltrúa og lávarðadeild þingsins. Þá var íhugað innan flokksins að leggja fram vantrauststillögu gegn Corbyn vegna viðbragða hans við ásökunum um gyðingahatur. Hefur æðsti rabbíni Bretlands sagt gyðinga kvíðna fyrir möguleikanum á Bretlandi undir stjórn Corbyn. Corbyn svaraði fyrir sig og minnti á fyrri ummæli Johnson þar sem hann líkti meðal annars múslimakonum við póstkassa. „Skortur á leiðtogahæfni er þegar þú notar niðrandi orð til þess að lýsa fólki frá öðrum löndum eða innan okkar samfélags. Ég mun aldrei gera það. Ég vona að forsætisráðherrann átti sig á þeim sársauka sem hann hefur valdið með orðum sínum. „Ég vona að hann muni sjá eftir ummælunum og skilji hversu mikilvægt það er að sýna virðing gagnvart öllu fólki, óháð trú þeirra og tungumáli, í fjölmenningarsamfélagi,“ sagði Corbyn.Corbyn meira traustvekjandi en Johnson líkari forsætisráðherra Í könnun sem gerð var eftir kappræðurnar kom fram að 52% töldu að Johnson hafi komið betur út úr kappræðunum. Þó væri svo mjótt á munum að hægt væri að halda því fram að frambjóðendurnir hafi verið jafnir. Í skoðanakönnuninni var einnig spurt hvor þeirra væri meira traustvekjandi. Nefndu 48% Corbyn en 38% sögðu Johnson. Johnson var þó sagður líkari forsætisráðherra en 54% nefndu hann gegn 30% Corbyn þegar að því var spurt. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð í orðræðu sinni af leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn í kappræðum BBC sem haldnar voru í gær en þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. Guardian greinir frá.Leiðtogarnir ræddu aðgerðir gegn múslimahatri í bresku samfélagi. Sagði Corbyn að Johnson hafi mistekist að taka á múslima- og útlendingahatri í Íhaldsflokknum og hafi sjálfur verið uppvís að því að nota niðrandi orð. „Múslimahatur er vandamál í samfélagi okkar og það er vandamál hvaða orð eru notuð. Ég nota aldrei niðrandi orð með nokkrum hætti til þess að lýsa einum einasta í þessum heimi,“ sagði Corbyn.Viðbrögð við gyðingahatri til marks um skort á leiðtogahæfni Johnson svaraði gagnrýni Corbyn með því að segja að sá Íhaldsmaður sem yrði uppvís af kynþáttafordómum yrði vikið á brott tafarlaust. Þó hafi Íhaldsmenn fengið að halda stöðu sinni sem frambjóðendur eftir að hafa beðist afsökunar. Johnson sakaði þá andstæðing sinn um að hafa ekki tekið á gyðingahatri innan Verkamannaflokksins. „Ég held að meðhöndlun Corbyn á málinu, tregða hans við að taka af skarið og standa vörð um gyðinga innan verkamannaflokksins sé einfaldlega merki um skort á leiðtogahæfni,“ sagði Johnson. Á tíð Jeremy Corbyn sem leiðtogi Verkamannaflokksins hefur mikið verið rætt um meint gyðingahatur innan flokksins. Hafa þingmenn sagt af sér vegna þessa, bæði í fulltrúa og lávarðadeild þingsins. Þá var íhugað innan flokksins að leggja fram vantrauststillögu gegn Corbyn vegna viðbragða hans við ásökunum um gyðingahatur. Hefur æðsti rabbíni Bretlands sagt gyðinga kvíðna fyrir möguleikanum á Bretlandi undir stjórn Corbyn. Corbyn svaraði fyrir sig og minnti á fyrri ummæli Johnson þar sem hann líkti meðal annars múslimakonum við póstkassa. „Skortur á leiðtogahæfni er þegar þú notar niðrandi orð til þess að lýsa fólki frá öðrum löndum eða innan okkar samfélags. Ég mun aldrei gera það. Ég vona að forsætisráðherrann átti sig á þeim sársauka sem hann hefur valdið með orðum sínum. „Ég vona að hann muni sjá eftir ummælunum og skilji hversu mikilvægt það er að sýna virðing gagnvart öllu fólki, óháð trú þeirra og tungumáli, í fjölmenningarsamfélagi,“ sagði Corbyn.Corbyn meira traustvekjandi en Johnson líkari forsætisráðherra Í könnun sem gerð var eftir kappræðurnar kom fram að 52% töldu að Johnson hafi komið betur út úr kappræðunum. Þó væri svo mjótt á munum að hægt væri að halda því fram að frambjóðendurnir hafi verið jafnir. Í skoðanakönnuninni var einnig spurt hvor þeirra væri meira traustvekjandi. Nefndu 48% Corbyn en 38% sögðu Johnson. Johnson var þó sagður líkari forsætisráðherra en 54% nefndu hann gegn 30% Corbyn þegar að því var spurt.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“