Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með frammistöðu sinna manna í jafnteflinu við Aftureldingu þótt hann hefði viljað taka tvö stig með heim í Garðabæinn.
„Ég er pínu svekktur en svo getur maður horft á þetta þannig að við héldum boltanum og stiginu síðustu hálfu mínútuna og glutruðum þessu ekki frá okkur eins og við höfum áður gert í vetur,“ sagði Rúnar við Vísi eftir leik.
„Við tökum stigið og höfum það hugfast að við vorum betri stærstan hluta leiksins. Við vorum með frábærar lausnir oft á tíðum.“
Rúnar var heilt yfir sáttur yfir frammistöðu Stjörnunnar í leiknum.
„Vörnin datt niður í seinni hálfleik en var mjög góð framan af. Sóknarleikurinn frábær, skipulagður og agaður,“ sagði Rúnar sem spilaði á fáum mönnum í leiknum, enda meiðslalisti Stjörnunnar langur.
„Við erum með sjö menn meidda og ég var smá hræddur um að það myndi vanta upp á kraftinn undir lokin. En þeir höfðu gaman að þessu og sýndu vilja.“
Rúnar er ánægður með framfarirnar sem Stjörnumenn hafa sýnt að undanförnu.
„Þetta var ekkert heppnisstig. Við unnum fyrir þessu. Það er eitthvað að verða til og þetta er fínt,“ sagði Rúnar. Hans menn mæta Haukum í síðasta leiknum fyrir jólafrí.
„Það var fínt að fá einn af þessum sjö meiddu inn í hópinn fyrir næsta leik á móti Haukum. Og ætli við verðum ekki fyrsta liðið sem vinnur þá,“ sagði Rúnar og glotti.
Rúnar: Ætli við verðum ekki fyrsta liðið sem vinnur Hauka
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti



„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“
Körfubolti


Íslendingalið Birmingham upp í B-deild
Enski boltinn



„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Handbolti