Stjórn RÚV hefur ekkert breytt afstöðu sinni til birtingar lista yfir umsækjendur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. desember 2019 12:45 Kári Jónasson formaður stjórnar RÚV að stjórnin hefði ekkert breytt sinni afstöðu varðandi birtingu lista yfir umsækjendur. vísir/vilhelm Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að stjórn RÚV eigi að birta nöfn umsækjenda um starf útvarpsstjóra. Formaður stjórnar RÚV segir engin breyting hafi orðið á afstöðu stjórnarinnar til málsins. Fréttastofa óskaði eftir lista umsækjenda um stöðuna til Ríkisútvarpsins en þeirri beiðni var hafnað af stjórn RÚV sem bar fyrir sig að ákvörðunin hefði verið tekin að vandlega athuguðu máli. Ráðgjafar í ráðningamálum hefðu mælt með því. Hagsmunir almennings væru hafðir í huga. Staðan var auglýst þann 15. nóvember og rann umsóknarfrestur út þann 2. desember. Þann dag var ákveðið að framlengja umsóknarfrestinn til 9. desember. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál synjaði svo beiðni fréttastofu um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starfið á miðvikudaginn í síðustu viku. Í svari til fréttastofu um málið í morgun sagði Kári Jónasson formaður stjórnar RÚV að stjórnin hefði ekkert breytt sinni afstöðu varðandi birtingu lista yfir umsækjendur. Málin skýrist væntanlega síðar í vikunni þegar umsóknarfrestur rennur út og þangað til segir stjórnin ekkert. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þrátt fyrir synjun úrskurðarnefndarinnar eigi stjórn RÚV að birta listann. Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þrátt fyrir synjun úrskurðarnefndarinnar eigi stjórn RÚV að birta listann. „RÚV er í þeirri stöðu að kalla mjög oft eftir upplýsingum frá stofnunum og aðilum á grundvelli gagnsæis og kröfunnar um upplýsingarétt almennings og þess háttar og af þeim sökum hefði ég talið að stjórn RÚV hefði átt birta þennan lista eins og hefur verið gert áður þegar staða útvarpsstjóra hefur verið laus til umsóknar,“ segir Birgir. Hann telur að þessi sjónarmið vegi þyngra en skýringar stjórnar RÚV á ákvörðun sinni. „Ég held að við vegum þessi sjónarmið saman annars vegar spurningarinnar um gagnsæi í þessu sambandi vegna sérstaks eðlis og hlutverks RÚV og hins vegar sjónarmið stjórnarinnarinnar hefði í mínum huga verið eðlilegra að hafa þetta opið,“ segir Birgir. Fleiri í Sjálfstæðisflokknum hafa tekið undir þessi sjónarmið en Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi útvarpsstjóri, fór hörðum orðum um stjórn RÚV vegna málsins í ræðu sinni á Alþingi í síðustu viku og sagðist ekki treysta henni. Þá velti hann fyrir sér hvort stjórnin ætti að víkja vegna málsins. Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að stjórn RÚV eigi að birta nöfn umsækjenda um starf útvarpsstjóra. Formaður stjórnar RÚV segir engin breyting hafi orðið á afstöðu stjórnarinnar til málsins. Fréttastofa óskaði eftir lista umsækjenda um stöðuna til Ríkisútvarpsins en þeirri beiðni var hafnað af stjórn RÚV sem bar fyrir sig að ákvörðunin hefði verið tekin að vandlega athuguðu máli. Ráðgjafar í ráðningamálum hefðu mælt með því. Hagsmunir almennings væru hafðir í huga. Staðan var auglýst þann 15. nóvember og rann umsóknarfrestur út þann 2. desember. Þann dag var ákveðið að framlengja umsóknarfrestinn til 9. desember. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál synjaði svo beiðni fréttastofu um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starfið á miðvikudaginn í síðustu viku. Í svari til fréttastofu um málið í morgun sagði Kári Jónasson formaður stjórnar RÚV að stjórnin hefði ekkert breytt sinni afstöðu varðandi birtingu lista yfir umsækjendur. Málin skýrist væntanlega síðar í vikunni þegar umsóknarfrestur rennur út og þangað til segir stjórnin ekkert. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þrátt fyrir synjun úrskurðarnefndarinnar eigi stjórn RÚV að birta listann. Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þrátt fyrir synjun úrskurðarnefndarinnar eigi stjórn RÚV að birta listann. „RÚV er í þeirri stöðu að kalla mjög oft eftir upplýsingum frá stofnunum og aðilum á grundvelli gagnsæis og kröfunnar um upplýsingarétt almennings og þess háttar og af þeim sökum hefði ég talið að stjórn RÚV hefði átt birta þennan lista eins og hefur verið gert áður þegar staða útvarpsstjóra hefur verið laus til umsóknar,“ segir Birgir. Hann telur að þessi sjónarmið vegi þyngra en skýringar stjórnar RÚV á ákvörðun sinni. „Ég held að við vegum þessi sjónarmið saman annars vegar spurningarinnar um gagnsæi í þessu sambandi vegna sérstaks eðlis og hlutverks RÚV og hins vegar sjónarmið stjórnarinnarinnar hefði í mínum huga verið eðlilegra að hafa þetta opið,“ segir Birgir. Fleiri í Sjálfstæðisflokknum hafa tekið undir þessi sjónarmið en Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi útvarpsstjóri, fór hörðum orðum um stjórn RÚV vegna málsins í ræðu sinni á Alþingi í síðustu viku og sagðist ekki treysta henni. Þá velti hann fyrir sér hvort stjórnin ætti að víkja vegna málsins.
Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira