Erfitt að horfa upp á fangana í neyslu Spice Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 9. desember 2019 06:30 Kallað var til fundar fangelsismálayfirvalda og Landlæknis um mikla neyslu Spice í fangelsum landsins í vikunni. Fangelsismálastjóri hefur þungar áhyggjur af faraldri í notkun fíkniefnisins í fangelsum. Fangelsismálayfirvöld hafa um nokkurt skeið haft áhyggjur af fíkniefninu Spice sem hefur fundist reglulega innan veggja fangelsanna. „Það eru mjög margir í vondu ástandi. Efnið er lyktarlaust. Það fer mjög lítið fyrir því. Eitt gramm af þessu efni getur skapað tvö til fjögur hundruð skammta. Þannig að það er ákaflega erfitt að eiga við þetta og það myndast gríðarleg fíkn í efnið. Við erum að berjast við þetta á öllum vígstöðvum. Bæði með aðstoð annarra stjórnvalda og leita til allra hagsmunaaðila sem að þessu tengjast. Það er okkar verkefni að tryggja að okkur mönnum líði ekki illa og séu ekki í neyslu í fangelsunum og við munum gera það áfram," segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Lögreglan á Suðurlandi hefur ákært nokkra fanga á árinu fyrir vörslur eða dreyfingu á fíkniefninu Spicefréttablaðið/eyþór Í vikunni funduðu starfsmenn Landlæknisembættisins og fangelsismálayfirvalda um stöðuna. Páll segir að þegar hafi verið gripið til ráðstafana til að stemma stigu við neyslunni. „Stundum eru þetta tíu fangar í einu í neyslu. Við höfum gripið til ýmissa ráðstafana. Við erum búin að opna öryggisgang þar sem að við vistum þá sem eru verst staddir. Reynum svo að hjálpa þeim út úr þessu þegar það rennur af þeim. Svo erum við að reyna að greina hverjir bera ábyrgð á dreifingu þessara efna og bregðast við og leita auðvitað endalaust en þetta er mjög erfitt vegna þess að þetta efni hefur mjög slæm áhrif og fíknin er gríðarlega sterk," segir Páll „Þegar þeir eru undir ábyrgðum þessa þá er ekkert hægt að ná sambandi við þá. Það er erfitt að horfa upp á þetta.“ Fangelsismál Fíkn Tengdar fréttir Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30 Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Fleiri grunnskólabörn tekin með fíkniefnið Spice Neysla grunnskólabarna á fíkniefninu Spice er mun meiri en áður var talið. Þó nokkur mál eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 6. desember 2019 20:30 Vilja skaðaminnkun á sérgang á Litla-Hrauni Afstaða, félag fanga, leggur til að sérstakur skaðaminnkunargangur verði á Litla-Hrauni. Félagið segir þá sem neyta vímuefna í flestum tilvikum vera sjúklinga en ekki afbrotamenn og því viðfangsefni heilbrigðiskerfisins. 30. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Sjá meira
Kallað var til fundar fangelsismálayfirvalda og Landlæknis um mikla neyslu Spice í fangelsum landsins í vikunni. Fangelsismálastjóri hefur þungar áhyggjur af faraldri í notkun fíkniefnisins í fangelsum. Fangelsismálayfirvöld hafa um nokkurt skeið haft áhyggjur af fíkniefninu Spice sem hefur fundist reglulega innan veggja fangelsanna. „Það eru mjög margir í vondu ástandi. Efnið er lyktarlaust. Það fer mjög lítið fyrir því. Eitt gramm af þessu efni getur skapað tvö til fjögur hundruð skammta. Þannig að það er ákaflega erfitt að eiga við þetta og það myndast gríðarleg fíkn í efnið. Við erum að berjast við þetta á öllum vígstöðvum. Bæði með aðstoð annarra stjórnvalda og leita til allra hagsmunaaðila sem að þessu tengjast. Það er okkar verkefni að tryggja að okkur mönnum líði ekki illa og séu ekki í neyslu í fangelsunum og við munum gera það áfram," segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Lögreglan á Suðurlandi hefur ákært nokkra fanga á árinu fyrir vörslur eða dreyfingu á fíkniefninu Spicefréttablaðið/eyþór Í vikunni funduðu starfsmenn Landlæknisembættisins og fangelsismálayfirvalda um stöðuna. Páll segir að þegar hafi verið gripið til ráðstafana til að stemma stigu við neyslunni. „Stundum eru þetta tíu fangar í einu í neyslu. Við höfum gripið til ýmissa ráðstafana. Við erum búin að opna öryggisgang þar sem að við vistum þá sem eru verst staddir. Reynum svo að hjálpa þeim út úr þessu þegar það rennur af þeim. Svo erum við að reyna að greina hverjir bera ábyrgð á dreifingu þessara efna og bregðast við og leita auðvitað endalaust en þetta er mjög erfitt vegna þess að þetta efni hefur mjög slæm áhrif og fíknin er gríðarlega sterk," segir Páll „Þegar þeir eru undir ábyrgðum þessa þá er ekkert hægt að ná sambandi við þá. Það er erfitt að horfa upp á þetta.“
Fangelsismál Fíkn Tengdar fréttir Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30 Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Fleiri grunnskólabörn tekin með fíkniefnið Spice Neysla grunnskólabarna á fíkniefninu Spice er mun meiri en áður var talið. Þó nokkur mál eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 6. desember 2019 20:30 Vilja skaðaminnkun á sérgang á Litla-Hrauni Afstaða, félag fanga, leggur til að sérstakur skaðaminnkunargangur verði á Litla-Hrauni. Félagið segir þá sem neyta vímuefna í flestum tilvikum vera sjúklinga en ekki afbrotamenn og því viðfangsefni heilbrigðiskerfisins. 30. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Sjá meira
Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30
Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15
Fleiri grunnskólabörn tekin með fíkniefnið Spice Neysla grunnskólabarna á fíkniefninu Spice er mun meiri en áður var talið. Þó nokkur mál eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 6. desember 2019 20:30
Vilja skaðaminnkun á sérgang á Litla-Hrauni Afstaða, félag fanga, leggur til að sérstakur skaðaminnkunargangur verði á Litla-Hrauni. Félagið segir þá sem neyta vímuefna í flestum tilvikum vera sjúklinga en ekki afbrotamenn og því viðfangsefni heilbrigðiskerfisins. 30. nóvember 2019 09:00