Innlent

Gunnar Birgisson hættir sem bæjarstjóri

Eiður Þór Árnason skrifar
Gunnar var lengi bæjarstjóri Kópavogs.
Gunnar var lengi bæjarstjóri Kópavogs. Fréttablaðið/Teitur
Gunnar Ingi Birgisson lætur á morgun af störfum sem bæjarstjóri Fjallabyggðar. Hann er sagður hafa óskað eftir lausn frá störfum af persónulegum og heilsufarslegum ástæðum.

Gunnar tók við starfi bæjarstjóra í janúar árið 2015 og tók við af Sigurði Val Ásbjarnarsyni. Hann lætur af störfum fyrir Fjallabyggð þann fyrsta desember samkvæmt upplýsingum frá sveitarfélaginu en bæjarmiðilinn Trölli.is greindi fyrst frá.

Þar kemur fram að Guðrún Sif Guðbrandsdóttir, staðgengill bæjarstjóra og deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála, taki tímabundið við embættinu.

Greint er frá því að starfslokasamningur Gunnars verður lagður fyrir bæjarráð Fjallabyggðar í næstu viku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×