Pétur Rúnar: Vorum fullgóðir með okkur Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 21. nóvember 2019 21:51 Pétur í leik með Stólunum. vísir/daníel Pétur Rúnar Birgisson var sáttur eftir að Tindastóll sigraði Fjölni í Dalhúsum í kvöld. Leikurinn fór 88-100 en var miklu jafnari en sú staða gefur til kynna. Fjölnismenn komu brjálaðir út úr hálfleiknum og voru ekki langt frá því á tímabili að komast yfir gestina sem leiddu með 22 stigum eftir 20 mínútur. „Ég held að við vorum fullgóðir með okkur í seinni hálfleiknum. Förum aðeins of mikið á hælana og höldum að þetta sé búið,“ sagði Pétur um áhlaup Fjölnis eftir hálfleikshléið. Heimamenn fór í svæðisvörn og skoruðu 29 stig gegn 11 stigum hjá Tindastóli í þriðja leikhluta. „Við erum að fá góð skot, setjum þau bara ekki niður. Þá fá þeir löng fráköst og fara í hraðaupphlaup og ná að laga stöðuna,“ sagði leikstjórnandinn knái frá Sauðárkróki. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að Tindastólsmenn koma linir út úr búningsklefanum í hálfleik og þá enduðu þeir á því að tapa gegn Val. Pétur Rúnar þóttist fullviss um að engir af liðsfélögum hans voru að hugsa út í þann leik og allir hafi haldið einbeitingu þrátt fyrir slakan leikhluta. Þjálfarinn þeirra, Baldur Þór, skipti þar miklu máli. „Baldur Þór er alltaf með sama hugarfar. Ein leikflétta í einu.“ Pétur gengst við því að hans menn megi þó ekki við svona leikhlutum. „Þetta er í annað skiptið sem við gerum þetta í hálfleik, að koma inn á með hangandi haus. En, körfubolti er leikur áhlaupa! Það var okkar að vera sterkir í lokin.“ Tindastólsmenn voru það vissulega í kvöld, enda kláruðu þeir leikinn með því að vinna fjórða leikhlutann með átta stigum. Þá hafa þeir unnið KR og Fjölni í tveimur ferðum til Reykjavíkur. Þeir héldu því heim norður um heiðar eftir aðra vel heppnaða ránsferð í höfuðborgina. Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Pétur Rúnar Birgisson var sáttur eftir að Tindastóll sigraði Fjölni í Dalhúsum í kvöld. Leikurinn fór 88-100 en var miklu jafnari en sú staða gefur til kynna. Fjölnismenn komu brjálaðir út úr hálfleiknum og voru ekki langt frá því á tímabili að komast yfir gestina sem leiddu með 22 stigum eftir 20 mínútur. „Ég held að við vorum fullgóðir með okkur í seinni hálfleiknum. Förum aðeins of mikið á hælana og höldum að þetta sé búið,“ sagði Pétur um áhlaup Fjölnis eftir hálfleikshléið. Heimamenn fór í svæðisvörn og skoruðu 29 stig gegn 11 stigum hjá Tindastóli í þriðja leikhluta. „Við erum að fá góð skot, setjum þau bara ekki niður. Þá fá þeir löng fráköst og fara í hraðaupphlaup og ná að laga stöðuna,“ sagði leikstjórnandinn knái frá Sauðárkróki. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að Tindastólsmenn koma linir út úr búningsklefanum í hálfleik og þá enduðu þeir á því að tapa gegn Val. Pétur Rúnar þóttist fullviss um að engir af liðsfélögum hans voru að hugsa út í þann leik og allir hafi haldið einbeitingu þrátt fyrir slakan leikhluta. Þjálfarinn þeirra, Baldur Þór, skipti þar miklu máli. „Baldur Þór er alltaf með sama hugarfar. Ein leikflétta í einu.“ Pétur gengst við því að hans menn megi þó ekki við svona leikhlutum. „Þetta er í annað skiptið sem við gerum þetta í hálfleik, að koma inn á með hangandi haus. En, körfubolti er leikur áhlaupa! Það var okkar að vera sterkir í lokin.“ Tindastólsmenn voru það vissulega í kvöld, enda kláruðu þeir leikinn með því að vinna fjórða leikhlutann með átta stigum. Þá hafa þeir unnið KR og Fjölni í tveimur ferðum til Reykjavíkur. Þeir héldu því heim norður um heiðar eftir aðra vel heppnaða ránsferð í höfuðborgina.
Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira