Rúðubrot skyggði á pallbílakynningu Tesla Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. nóvember 2019 06:56 Elon Musk drekkur í sig fagnaðarlætin eftir að Cybertruck var afhjúpaður. Getty/ FREDERIC J. BROWN Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla, kynnti í gærkvöldi nýjan pallbíl fyrirtækisins, þar sem óvenjulegt útlit hans og vandræðalegt rúðubrot þykja hafa stolið senunni. Bíllinn ber heitið Cybertruck, er rafdrifinn og klæddur með ryðfríu stáli. „Líkist helst brynvörðum framtíðarbíl,“ eins og greinandi Guardian kemst að orði. Pallbílar eru mest seldu bílarnir í Norður-Ameríku og er Cybertruck fyrsta tilraun Tesla til að hasla sér völl á þeim markaði.Elon Musk's one more thing at the Tesla #Cybertruck event...an ATV pic.twitter.com/3fP245mZSr— Mashable (@mashable) November 22, 2019 „Við þurfum endurnýjanlega orkugjafa núna,“ sagði Musk í gær. „Þrír mest seldu bílar í Bandaríkjunum eru pallbílar og til þess að koma endurnýjanlegri orku á koppinn þá þurfum við pallbíl.“ Ef marka má kynninguna í gær þá á ódýrasta útgáfa Cybertruck að vera sex sæta og um 6 sekúndur að ná 100 kílómetra hraða, með rúmlega 3,5 tonna dráttargetu og næstum 1600 kílóa burðargetu. Hann er afturhjóladrifinn og á að geta komist rúmlega 400 kílómetra á einni hleðslu. Ódýrasta útgáfan kostar frá 39,900 bandaríkjadölum, tæplega 5 milljónum króna á gengi dagsins í dag, og er forsalan þegar hafin. Musk áætlar að afhending bílanna geti farið fram árið 2021 en sérfræðingar taka þeirri tímasetningu með fyrirvara. Tesla hafi áður átt erfitt með að standa við loforð í þessum efnum.Cybertruck á ferð og flugi.TeslaKynningu gærkvöldsins verður þó án efa minnst fyrir heldur vandræðlega tilraun til að sýna fram á höggþol bílsins. Eftir að hafa barið hurð hans með sleggju, án þess að nokkuð sæist á henni, var komið að rúðum bílsins. Aðstoðarmaður Musk gerði sér lítið fyrir og braut báðar rúðurnar sem hann prófaði, eftir yfirlýsingar um að þær væru óbrjótanlegar. „Guð minn fokking góður,“ sagði Musk. „Þetta þýðir víst bara að það sé svigrúm til bætinga.“ Samantekt tækniritsins The Verge af fundi gærkvöldsins má sjá hér að neðan. Nánari upplýsingar um Cybertruck má nálgast á vef Tesla. Bílar Tesla Tengdar fréttir Tesla kynnir pallbíl Elon Musk, framkvæmdastjóri bandaríksa rafbílaframleiðandas Tesla hefur sagt að pallbíll verði kynntur 21. nóvember næstkomandi. Pallbíllinn hefur fengið vinnuheitið Cybertruck. 7. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla, kynnti í gærkvöldi nýjan pallbíl fyrirtækisins, þar sem óvenjulegt útlit hans og vandræðalegt rúðubrot þykja hafa stolið senunni. Bíllinn ber heitið Cybertruck, er rafdrifinn og klæddur með ryðfríu stáli. „Líkist helst brynvörðum framtíðarbíl,“ eins og greinandi Guardian kemst að orði. Pallbílar eru mest seldu bílarnir í Norður-Ameríku og er Cybertruck fyrsta tilraun Tesla til að hasla sér völl á þeim markaði.Elon Musk's one more thing at the Tesla #Cybertruck event...an ATV pic.twitter.com/3fP245mZSr— Mashable (@mashable) November 22, 2019 „Við þurfum endurnýjanlega orkugjafa núna,“ sagði Musk í gær. „Þrír mest seldu bílar í Bandaríkjunum eru pallbílar og til þess að koma endurnýjanlegri orku á koppinn þá þurfum við pallbíl.“ Ef marka má kynninguna í gær þá á ódýrasta útgáfa Cybertruck að vera sex sæta og um 6 sekúndur að ná 100 kílómetra hraða, með rúmlega 3,5 tonna dráttargetu og næstum 1600 kílóa burðargetu. Hann er afturhjóladrifinn og á að geta komist rúmlega 400 kílómetra á einni hleðslu. Ódýrasta útgáfan kostar frá 39,900 bandaríkjadölum, tæplega 5 milljónum króna á gengi dagsins í dag, og er forsalan þegar hafin. Musk áætlar að afhending bílanna geti farið fram árið 2021 en sérfræðingar taka þeirri tímasetningu með fyrirvara. Tesla hafi áður átt erfitt með að standa við loforð í þessum efnum.Cybertruck á ferð og flugi.TeslaKynningu gærkvöldsins verður þó án efa minnst fyrir heldur vandræðlega tilraun til að sýna fram á höggþol bílsins. Eftir að hafa barið hurð hans með sleggju, án þess að nokkuð sæist á henni, var komið að rúðum bílsins. Aðstoðarmaður Musk gerði sér lítið fyrir og braut báðar rúðurnar sem hann prófaði, eftir yfirlýsingar um að þær væru óbrjótanlegar. „Guð minn fokking góður,“ sagði Musk. „Þetta þýðir víst bara að það sé svigrúm til bætinga.“ Samantekt tækniritsins The Verge af fundi gærkvöldsins má sjá hér að neðan. Nánari upplýsingar um Cybertruck má nálgast á vef Tesla.
Bílar Tesla Tengdar fréttir Tesla kynnir pallbíl Elon Musk, framkvæmdastjóri bandaríksa rafbílaframleiðandas Tesla hefur sagt að pallbíll verði kynntur 21. nóvember næstkomandi. Pallbíllinn hefur fengið vinnuheitið Cybertruck. 7. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Tesla kynnir pallbíl Elon Musk, framkvæmdastjóri bandaríksa rafbílaframleiðandas Tesla hefur sagt að pallbíll verði kynntur 21. nóvember næstkomandi. Pallbíllinn hefur fengið vinnuheitið Cybertruck. 7. nóvember 2019 14:00
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent