Flenard Whitfield: Verður ógnvænlegt ef heimavallarárangurinn heldur áfram Árni Jóhannsson skrifar 22. nóvember 2019 22:40 Flenard í baráttunni við Hörð Axel í kvöld. vísir/daníel Miðherji Hauka, Flenard Whitfield, átti skínandi leik á móti Keflavík í kvöld þegar Haukar tóku á móti Keflvíkingum í 8. umferð Dominos deildar karla. Hann skoraði 19 stig og tók 11 fráköst í sannfærandi sigri. Hann var spurður að því hvað Haukar gerðu rétt. „Vörnin var það sem við gerðum rétt. Við unnum mikið í vörn og líkamlegu ástandi og hvernig við ættum að hreyfa okkur á móti þeim og ætluðum við að reyna að skapa það að þetta væri varnarlið. Það vita allir að við getum skorað og erum með mikið af skyttum en við viljum fara að stöðva hin liðin ásamt því að skora vel.“ Haukar hafa ekki tapað leik í Ólafssal en þeir hafa spilað fimm leiki hingað til og skorað að meðaltali nálægt 100 stigum í hverjum leik. Flenard var inntur eftir því hvað það væri sem gerði það að verkum að hans mönnum liði svona vel á heimavelli. „Ég veit ekki hvað það er. Allir sigurleikirnir okkar hafa komið hérna en við erum að vinna í að ná í sigur á útivelli en ef þetta gengur svona áfram þá verðum við ógnvænlegir..“ Flenard gekk vel í leiknum í kvöld og þá sérstaklega í lok leiksins þegar hann fékk nóg pláss til athafna sig í teig andstæðingsins en hann náði í fimm sóknarfráköst í leiknum og kom karfa nánast alltaf í kjölfarið frá honum. „Þegar maður er á móti svona góðu liði eins og Keflavík og er yfir á loka andartökunum þá þarf maður að sanna sig. Svo verður maður að vera fyrirmynd fyrir meðspilara sína og leiða þá í átt að sigrinum.“ Keflvíkingar náðu muninum niður í fjögur stig í þriðja leikhluta og var Flenard spurður að því hvort það hafi farið um hans menn á þeim tímapunkti. „Ef þú hefur séð okkur þá hafa þriðju leikhlutarnir verið slæmir hjá okkur, alltaf byrjum við kaldir og töpum boltanum eða klikkum á skotunum. Við erum vanir því núna og komum okkur í gegnum þennan kafla og klárum vel. Það er kostur liðsins okkar að við erum með unga menn hérna sem átta sig á veikleikum sínum og við berjumst í gegn um slæmu kaflana og látum ekkert pirra okkur.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Keflavík 86-70 | Haukar með sannfærandi heimasigur Ólafssalur virðist vera óvinnandi vígi og Haukar njóta góðs af því. 22. nóvember 2019 23:00 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira
Miðherji Hauka, Flenard Whitfield, átti skínandi leik á móti Keflavík í kvöld þegar Haukar tóku á móti Keflvíkingum í 8. umferð Dominos deildar karla. Hann skoraði 19 stig og tók 11 fráköst í sannfærandi sigri. Hann var spurður að því hvað Haukar gerðu rétt. „Vörnin var það sem við gerðum rétt. Við unnum mikið í vörn og líkamlegu ástandi og hvernig við ættum að hreyfa okkur á móti þeim og ætluðum við að reyna að skapa það að þetta væri varnarlið. Það vita allir að við getum skorað og erum með mikið af skyttum en við viljum fara að stöðva hin liðin ásamt því að skora vel.“ Haukar hafa ekki tapað leik í Ólafssal en þeir hafa spilað fimm leiki hingað til og skorað að meðaltali nálægt 100 stigum í hverjum leik. Flenard var inntur eftir því hvað það væri sem gerði það að verkum að hans mönnum liði svona vel á heimavelli. „Ég veit ekki hvað það er. Allir sigurleikirnir okkar hafa komið hérna en við erum að vinna í að ná í sigur á útivelli en ef þetta gengur svona áfram þá verðum við ógnvænlegir..“ Flenard gekk vel í leiknum í kvöld og þá sérstaklega í lok leiksins þegar hann fékk nóg pláss til athafna sig í teig andstæðingsins en hann náði í fimm sóknarfráköst í leiknum og kom karfa nánast alltaf í kjölfarið frá honum. „Þegar maður er á móti svona góðu liði eins og Keflavík og er yfir á loka andartökunum þá þarf maður að sanna sig. Svo verður maður að vera fyrirmynd fyrir meðspilara sína og leiða þá í átt að sigrinum.“ Keflvíkingar náðu muninum niður í fjögur stig í þriðja leikhluta og var Flenard spurður að því hvort það hafi farið um hans menn á þeim tímapunkti. „Ef þú hefur séð okkur þá hafa þriðju leikhlutarnir verið slæmir hjá okkur, alltaf byrjum við kaldir og töpum boltanum eða klikkum á skotunum. Við erum vanir því núna og komum okkur í gegnum þennan kafla og klárum vel. Það er kostur liðsins okkar að við erum með unga menn hérna sem átta sig á veikleikum sínum og við berjumst í gegn um slæmu kaflana og látum ekkert pirra okkur.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Keflavík 86-70 | Haukar með sannfærandi heimasigur Ólafssalur virðist vera óvinnandi vígi og Haukar njóta góðs af því. 22. nóvember 2019 23:00 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Keflavík 86-70 | Haukar með sannfærandi heimasigur Ólafssalur virðist vera óvinnandi vígi og Haukar njóta góðs af því. 22. nóvember 2019 23:00
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti