Gagnrýnir samkrull lóðasölu og byggingar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. nóvember 2019 08:45 Íbúabyggð mun rísa við Haukasvæðið á Ásvöllum. Fréttablaðið/Stefán Ef tillögur starfshóps ná fram að ganga munu eitt hundrað íbúðir verða byggðar á landi íþróttafélagsins Hauka og félagið fá knatthús í staðinn. Hefur þetta samkrull vakið gagnrýni í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er þörf fyrir stækkandi byggð. En samkvæmt þessu á að taka fé sem verður til af lóðasölu og eyrnamerkja það uppbyggingu á knatthúsi. Það eru ekki öll íþróttafélög í þeirri stöðu að geta gert þetta og þetta er allt saman bæjarland,“ segir Adda María Jóhannsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn. „Ef pólitíkin ætlar að byggja knatthús, þá á að taka ákvörðun um það á eigin forsendum.“ Bæjarráð skipaði starfshópinn í ágúst árið 2018 eftir viljayfirlýsingu fyrr á árinu. Var hans hlutverk að fjalla um gerð og hönnun knatthússins. Deilur um knatthúsin og fjármögnun þeirra voru miklar í fyrra. Vildi minnihlutinn meina að meirihlutinn hefði keyrt ákvörðun um tvö knatthús, handa FH og Haukum, í gegn í miðjum sumarleyfum og dró lögmætið í efa.Adda María JóhannsdóttirHaukar hafa lengi kvartað yfir því að mun meira fjármagn hafi verið sett í uppbyggingu í Kaplakrika en á Ásvöllum. Adda segir að allir séu meðvitaðir um að Hauka skorti aðstöðu. „Vissulega finnst manni vel í lagt að byggja tvö knatthús í bænum á stuttum tíma. Því miður er bærinn ekkert allt of vel staddur fjárhagslega til þess að fara í svona mikla uppbyggingu á stuttum tíma. Samkvæmt fjárhagsáætlun er ekkert fé áætlað í þetta á næsta ári, heldur í fyrsta lagi 2021,“ segir hún. Samkvæmt skýrslu starfshópsins er lauslega reiknað með 400 til 600 milljóna króna tekjum af lóðasölu í nágrenni Ásvalla og að salan hefjist á fyrri hluta næsta árs. Þá er einnig gert ráð fyrir að 180 milljóna króna tekjur verði af íbúðunum á hverju ári, í formi útsvars og fasteignagjalda. Þá gagnrýnir Adda einnig að ekki sé til neitt mat á áhrifum uppbyggingarinnar á þessum stað, hversu mörgum börnum megi reikna með og svo framvegis. „Hraunvallaskóli er einn stærsti grunnskóli landsins, og er mjög þétt setinn, sem og leikskólarnir þarna í kring. Við viljum sjá mælingar á því hvaða áhrif þetta hefur á skólahverfið og umferð,“ segir hún. Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Ef tillögur starfshóps ná fram að ganga munu eitt hundrað íbúðir verða byggðar á landi íþróttafélagsins Hauka og félagið fá knatthús í staðinn. Hefur þetta samkrull vakið gagnrýni í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er þörf fyrir stækkandi byggð. En samkvæmt þessu á að taka fé sem verður til af lóðasölu og eyrnamerkja það uppbyggingu á knatthúsi. Það eru ekki öll íþróttafélög í þeirri stöðu að geta gert þetta og þetta er allt saman bæjarland,“ segir Adda María Jóhannsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn. „Ef pólitíkin ætlar að byggja knatthús, þá á að taka ákvörðun um það á eigin forsendum.“ Bæjarráð skipaði starfshópinn í ágúst árið 2018 eftir viljayfirlýsingu fyrr á árinu. Var hans hlutverk að fjalla um gerð og hönnun knatthússins. Deilur um knatthúsin og fjármögnun þeirra voru miklar í fyrra. Vildi minnihlutinn meina að meirihlutinn hefði keyrt ákvörðun um tvö knatthús, handa FH og Haukum, í gegn í miðjum sumarleyfum og dró lögmætið í efa.Adda María JóhannsdóttirHaukar hafa lengi kvartað yfir því að mun meira fjármagn hafi verið sett í uppbyggingu í Kaplakrika en á Ásvöllum. Adda segir að allir séu meðvitaðir um að Hauka skorti aðstöðu. „Vissulega finnst manni vel í lagt að byggja tvö knatthús í bænum á stuttum tíma. Því miður er bærinn ekkert allt of vel staddur fjárhagslega til þess að fara í svona mikla uppbyggingu á stuttum tíma. Samkvæmt fjárhagsáætlun er ekkert fé áætlað í þetta á næsta ári, heldur í fyrsta lagi 2021,“ segir hún. Samkvæmt skýrslu starfshópsins er lauslega reiknað með 400 til 600 milljóna króna tekjum af lóðasölu í nágrenni Ásvalla og að salan hefjist á fyrri hluta næsta árs. Þá er einnig gert ráð fyrir að 180 milljóna króna tekjur verði af íbúðunum á hverju ári, í formi útsvars og fasteignagjalda. Þá gagnrýnir Adda einnig að ekki sé til neitt mat á áhrifum uppbyggingarinnar á þessum stað, hversu mörgum börnum megi reikna með og svo framvegis. „Hraunvallaskóli er einn stærsti grunnskóli landsins, og er mjög þétt setinn, sem og leikskólarnir þarna í kring. Við viljum sjá mælingar á því hvaða áhrif þetta hefur á skólahverfið og umferð,“ segir hún.
Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira