Gagnrýnir samkrull lóðasölu og byggingar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. nóvember 2019 08:45 Íbúabyggð mun rísa við Haukasvæðið á Ásvöllum. Fréttablaðið/Stefán Ef tillögur starfshóps ná fram að ganga munu eitt hundrað íbúðir verða byggðar á landi íþróttafélagsins Hauka og félagið fá knatthús í staðinn. Hefur þetta samkrull vakið gagnrýni í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er þörf fyrir stækkandi byggð. En samkvæmt þessu á að taka fé sem verður til af lóðasölu og eyrnamerkja það uppbyggingu á knatthúsi. Það eru ekki öll íþróttafélög í þeirri stöðu að geta gert þetta og þetta er allt saman bæjarland,“ segir Adda María Jóhannsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn. „Ef pólitíkin ætlar að byggja knatthús, þá á að taka ákvörðun um það á eigin forsendum.“ Bæjarráð skipaði starfshópinn í ágúst árið 2018 eftir viljayfirlýsingu fyrr á árinu. Var hans hlutverk að fjalla um gerð og hönnun knatthússins. Deilur um knatthúsin og fjármögnun þeirra voru miklar í fyrra. Vildi minnihlutinn meina að meirihlutinn hefði keyrt ákvörðun um tvö knatthús, handa FH og Haukum, í gegn í miðjum sumarleyfum og dró lögmætið í efa.Adda María JóhannsdóttirHaukar hafa lengi kvartað yfir því að mun meira fjármagn hafi verið sett í uppbyggingu í Kaplakrika en á Ásvöllum. Adda segir að allir séu meðvitaðir um að Hauka skorti aðstöðu. „Vissulega finnst manni vel í lagt að byggja tvö knatthús í bænum á stuttum tíma. Því miður er bærinn ekkert allt of vel staddur fjárhagslega til þess að fara í svona mikla uppbyggingu á stuttum tíma. Samkvæmt fjárhagsáætlun er ekkert fé áætlað í þetta á næsta ári, heldur í fyrsta lagi 2021,“ segir hún. Samkvæmt skýrslu starfshópsins er lauslega reiknað með 400 til 600 milljóna króna tekjum af lóðasölu í nágrenni Ásvalla og að salan hefjist á fyrri hluta næsta árs. Þá er einnig gert ráð fyrir að 180 milljóna króna tekjur verði af íbúðunum á hverju ári, í formi útsvars og fasteignagjalda. Þá gagnrýnir Adda einnig að ekki sé til neitt mat á áhrifum uppbyggingarinnar á þessum stað, hversu mörgum börnum megi reikna með og svo framvegis. „Hraunvallaskóli er einn stærsti grunnskóli landsins, og er mjög þétt setinn, sem og leikskólarnir þarna í kring. Við viljum sjá mælingar á því hvaða áhrif þetta hefur á skólahverfið og umferð,“ segir hún. Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Ef tillögur starfshóps ná fram að ganga munu eitt hundrað íbúðir verða byggðar á landi íþróttafélagsins Hauka og félagið fá knatthús í staðinn. Hefur þetta samkrull vakið gagnrýni í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er þörf fyrir stækkandi byggð. En samkvæmt þessu á að taka fé sem verður til af lóðasölu og eyrnamerkja það uppbyggingu á knatthúsi. Það eru ekki öll íþróttafélög í þeirri stöðu að geta gert þetta og þetta er allt saman bæjarland,“ segir Adda María Jóhannsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn. „Ef pólitíkin ætlar að byggja knatthús, þá á að taka ákvörðun um það á eigin forsendum.“ Bæjarráð skipaði starfshópinn í ágúst árið 2018 eftir viljayfirlýsingu fyrr á árinu. Var hans hlutverk að fjalla um gerð og hönnun knatthússins. Deilur um knatthúsin og fjármögnun þeirra voru miklar í fyrra. Vildi minnihlutinn meina að meirihlutinn hefði keyrt ákvörðun um tvö knatthús, handa FH og Haukum, í gegn í miðjum sumarleyfum og dró lögmætið í efa.Adda María JóhannsdóttirHaukar hafa lengi kvartað yfir því að mun meira fjármagn hafi verið sett í uppbyggingu í Kaplakrika en á Ásvöllum. Adda segir að allir séu meðvitaðir um að Hauka skorti aðstöðu. „Vissulega finnst manni vel í lagt að byggja tvö knatthús í bænum á stuttum tíma. Því miður er bærinn ekkert allt of vel staddur fjárhagslega til þess að fara í svona mikla uppbyggingu á stuttum tíma. Samkvæmt fjárhagsáætlun er ekkert fé áætlað í þetta á næsta ári, heldur í fyrsta lagi 2021,“ segir hún. Samkvæmt skýrslu starfshópsins er lauslega reiknað með 400 til 600 milljóna króna tekjum af lóðasölu í nágrenni Ásvalla og að salan hefjist á fyrri hluta næsta árs. Þá er einnig gert ráð fyrir að 180 milljóna króna tekjur verði af íbúðunum á hverju ári, í formi útsvars og fasteignagjalda. Þá gagnrýnir Adda einnig að ekki sé til neitt mat á áhrifum uppbyggingarinnar á þessum stað, hversu mörgum börnum megi reikna með og svo framvegis. „Hraunvallaskóli er einn stærsti grunnskóli landsins, og er mjög þétt setinn, sem og leikskólarnir þarna í kring. Við viljum sjá mælingar á því hvaða áhrif þetta hefur á skólahverfið og umferð,“ segir hún.
Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira