Sáttamiðlun allt of sjaldan notuð í sakamálum á Íslandi Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 23. nóvember 2019 09:30 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. vísir/vilhelm Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu á fimmtudag segir stjórnarmaður Sáttar, félags um sáttamiðlun, sáttamiðlunarúrræði vera að ryðja sér til rúms á Íslandi en segir engu að síður að hægt væri að nýta sáttamiðlun í mun fleiri málum og nefnir þar sérstaklega sakamál. Varahéraðssaksóknari segir það sorglegt að ekki sé notast meira við sáttameðferð í sakamálum en gert er hér á landi. „Þetta úrræði er mjög lítið notað,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. „Þetta byrjaði sem tilraunaverkefni á árunum 2006-2008. Í kjölfarið var tekin ákvörðun í dómsmálaráðuneytinu um að þetta yrði varanlegt úrræði en af einhverju ástæðum hefur ekki tekist að festa þetta í sessi. Sáttamiðlun er einungis notuð í örfáum sakamálum á ári,“ bætir hún við. „Það þarf að velja málin sem fara í þennan farveg vel, en alla jafna hefur þetta gengið vel. Það hefur lengi verið rætt hvað sé til ráða og hvort það eigi einhvern veginn að breyta þessu,“ segir Kolbrún.Snorri Magnússon rannsóknarlögreglumaður„Sáttamiðlun í sakamálum er ólík sáttamiðlun í einkamálum að því leyti að í sakamálunum eru það lögreglumenn sem eru sáttamenn,“ segir hún og bætir við að mikill fjöldi lögreglumanna hafi í upphafi verið áhugasamur um úrræðið og farið á sérstakt sáttanámskeið. „Þrátt fyrir það er úrræðið ekki mikið notað,“ bætir Kolbrún við. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir skiptar skoðanir um sáttamiðlunarúrræðið innan lögreglunnar en kostirnir séu fleiri en ókostirnir. „Ég held að ef að menn kynntu sér þetta úrræði almennilega, það yrði almennara og að lögð væri meiri áhersla á sáttamiðlun í menntun og þjálfun lögreglumanna þá yrðu kostirnir fleiri en ókostirnir í framkvæmdinni,“ segir Snorri. Hann segir sáttamiðlun ekki hafa náð þeirri fótfestu sem vonast var eftir þegar farið var af stað í tilraunaverkefnið og segir ástæðuna vera upphaflega framkvæmd sáttamiðlunar í sakamálum. „Í upphafi var þetta þannig að fullrannsaka þurfti öll mál áður en þau fóru í sáttamiðlun og kom þetta í rauninni eins og viðbótarvinna ofan á vinnu lögreglumanna,“ segir hann.burðarmyndKolbrún segir mikilvægt að rétt sé staðið að því ferli sem sáttamiðlun er. „Ef við gerum þetta rétt þá þarf ekki að fullrannsaka öll mál heldur er hægt að sætta þau og ljúka þeim mun fyrr heldur en ef farin er dómstólaleiðin. Í því felst auðvitað bæði tímasparnaður og sparnaður á fé,“ segir Kolbrún. „Það eru góð og gild rök en aðalrökin eru þau að allar rannsóknir benda til þess að sakamenn sem fara í gegnum sáttamiðlun eru ólíklegri til að brjóta af sér aftur og fyrir brotaþola er þetta leið sem gerir þeim fært að hafa eitthvað að segja um sitt eigið mál. En í hefðbundnu sakamáli er brotaþoli vitni og hefur lítið um það að segja hvernig málið fer,“ segir Kolbrún. Snorri er sammála Kolbrúnu og segir mikinn sparnað geta falist í aukinni notkun sáttamiðlunar í sakamálum. „Þetta getur sparað lögreglunni mikið til langs tíma litið. Bæði í tíma og peningum og í þeirri staðreynd að fólk sem fer þessa leið er ólíklegra en ella til þess að brjóta af sér aftur.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Lögreglan Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu á fimmtudag segir stjórnarmaður Sáttar, félags um sáttamiðlun, sáttamiðlunarúrræði vera að ryðja sér til rúms á Íslandi en segir engu að síður að hægt væri að nýta sáttamiðlun í mun fleiri málum og nefnir þar sérstaklega sakamál. Varahéraðssaksóknari segir það sorglegt að ekki sé notast meira við sáttameðferð í sakamálum en gert er hér á landi. „Þetta úrræði er mjög lítið notað,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. „Þetta byrjaði sem tilraunaverkefni á árunum 2006-2008. Í kjölfarið var tekin ákvörðun í dómsmálaráðuneytinu um að þetta yrði varanlegt úrræði en af einhverju ástæðum hefur ekki tekist að festa þetta í sessi. Sáttamiðlun er einungis notuð í örfáum sakamálum á ári,“ bætir hún við. „Það þarf að velja málin sem fara í þennan farveg vel, en alla jafna hefur þetta gengið vel. Það hefur lengi verið rætt hvað sé til ráða og hvort það eigi einhvern veginn að breyta þessu,“ segir Kolbrún.Snorri Magnússon rannsóknarlögreglumaður„Sáttamiðlun í sakamálum er ólík sáttamiðlun í einkamálum að því leyti að í sakamálunum eru það lögreglumenn sem eru sáttamenn,“ segir hún og bætir við að mikill fjöldi lögreglumanna hafi í upphafi verið áhugasamur um úrræðið og farið á sérstakt sáttanámskeið. „Þrátt fyrir það er úrræðið ekki mikið notað,“ bætir Kolbrún við. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir skiptar skoðanir um sáttamiðlunarúrræðið innan lögreglunnar en kostirnir séu fleiri en ókostirnir. „Ég held að ef að menn kynntu sér þetta úrræði almennilega, það yrði almennara og að lögð væri meiri áhersla á sáttamiðlun í menntun og þjálfun lögreglumanna þá yrðu kostirnir fleiri en ókostirnir í framkvæmdinni,“ segir Snorri. Hann segir sáttamiðlun ekki hafa náð þeirri fótfestu sem vonast var eftir þegar farið var af stað í tilraunaverkefnið og segir ástæðuna vera upphaflega framkvæmd sáttamiðlunar í sakamálum. „Í upphafi var þetta þannig að fullrannsaka þurfti öll mál áður en þau fóru í sáttamiðlun og kom þetta í rauninni eins og viðbótarvinna ofan á vinnu lögreglumanna,“ segir hann.burðarmyndKolbrún segir mikilvægt að rétt sé staðið að því ferli sem sáttamiðlun er. „Ef við gerum þetta rétt þá þarf ekki að fullrannsaka öll mál heldur er hægt að sætta þau og ljúka þeim mun fyrr heldur en ef farin er dómstólaleiðin. Í því felst auðvitað bæði tímasparnaður og sparnaður á fé,“ segir Kolbrún. „Það eru góð og gild rök en aðalrökin eru þau að allar rannsóknir benda til þess að sakamenn sem fara í gegnum sáttamiðlun eru ólíklegri til að brjóta af sér aftur og fyrir brotaþola er þetta leið sem gerir þeim fært að hafa eitthvað að segja um sitt eigið mál. En í hefðbundnu sakamáli er brotaþoli vitni og hefur lítið um það að segja hvernig málið fer,“ segir Kolbrún. Snorri er sammála Kolbrúnu og segir mikinn sparnað geta falist í aukinni notkun sáttamiðlunar í sakamálum. „Þetta getur sparað lögreglunni mikið til langs tíma litið. Bæði í tíma og peningum og í þeirri staðreynd að fólk sem fer þessa leið er ólíklegra en ella til þess að brjóta af sér aftur.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Lögreglan Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira