Bader Ginsburg lögð inn á sjúkrahús Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 07:59 Ruth Bader Ginsburg er elsti hæstaréttardómari Bandaríkjanna. getty/Tom Brenner Ruth Bader Ginsburg, einn hæstaréttardómara Bandaríkjanna, hefur verið lögð inn á sjúkrahús vegna kuldakasta og mikils hita. Bader Ginsburg er 86 ára gömul. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hæstarétti Bandaríkjanna. Bader Ginsburg fór á Sibley Memorial sjúkrahúsið í Washingtonborg á föstudag þar sem hún gekkst undir læknisskoðun og var hún svo færð yfir á Johns Hopkins sjúkrahúsið til meðferðar við sýkingu. Ekki er vitað hver sýkingin er. Talið er að Ginsburg gæti verið send heim í dag. Ginsburg er elsti frjálslyndi dómari hæstaréttar og er náið fylgst með heilsu hennar en hún hefur tvisvar greinst með krabbamein. Að sögn hæstaréttar batnaði líðan Ginsburg eftir að henni voru gefin sýklalyf. Ginsburg er elsti dómarinn í hæstarétti Bandaríkjanna en hún hefur lagst inn á sjúkrahús reglulega síðustu ár. Í ágúst gekkst hún undir meðferð vegna krabbameinsæxlis á brisi. Hún greindist með krabbamein í ristli árið 1999 og gekkst undir meðferð. Þá greindist hún með krabbamein í brisi árið 2009. Í desember 2018 þurfti hún að fara í aðgerð til að fjarlægja tvo krabbameinshnúða úr lungum. Heilsu hennar hefur hrakað en hún hefur nokkrum sinnum brotið rifbein eftir að hafa dottið. Hæstaréttardómarar í Bandaríkjunum sinna sínu starfi fyrir lífstíð eða þar til þeir ákveða að fara á eftirlaun. Stuðningsmenn Ginsburg hafa lýst yfir áhyggjum, að ef eitthvað komi fyrir hana muni íhaldssamari dómari taka við. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tilnefnt tvo dómarar síðan hann tók við embætti og skiptast dómararnir því þannig að fimm íhaldssamir dómarar sitja og fjórir frjálslyndir. Bandaríkin Tengdar fréttir Fjarlægðu tvö æxli úr lunga Ginsburg Ginsburg er elsti sitjandi dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna 21. desember 2018 20:53 Hæstiréttur Bandaríkjanna afléttir lögbanni á ferðabann Trumps Bannið umdeilda nær nú til sex ríkja þar sem meirihluti ríkisborgaranna eru múslimar á meðan lægri dómstig fjalla um lögmæti þess. 4. desember 2017 23:59 Bandarískur hæstaréttardómari hrósar fjölmiðlum Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari, hrósar fjölmiðlum í hástert og segist vera vongóð um framtíð Bandaríkjanna. 23. febrúar 2017 20:30 Ginsburg sigrast á krabbameini í fjórða sinn Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur gengist undir vel heppnaða lyfja- og geislameðferð við krabbameini í brisi 24. ágúst 2019 18:42 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira
Ruth Bader Ginsburg, einn hæstaréttardómara Bandaríkjanna, hefur verið lögð inn á sjúkrahús vegna kuldakasta og mikils hita. Bader Ginsburg er 86 ára gömul. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hæstarétti Bandaríkjanna. Bader Ginsburg fór á Sibley Memorial sjúkrahúsið í Washingtonborg á föstudag þar sem hún gekkst undir læknisskoðun og var hún svo færð yfir á Johns Hopkins sjúkrahúsið til meðferðar við sýkingu. Ekki er vitað hver sýkingin er. Talið er að Ginsburg gæti verið send heim í dag. Ginsburg er elsti frjálslyndi dómari hæstaréttar og er náið fylgst með heilsu hennar en hún hefur tvisvar greinst með krabbamein. Að sögn hæstaréttar batnaði líðan Ginsburg eftir að henni voru gefin sýklalyf. Ginsburg er elsti dómarinn í hæstarétti Bandaríkjanna en hún hefur lagst inn á sjúkrahús reglulega síðustu ár. Í ágúst gekkst hún undir meðferð vegna krabbameinsæxlis á brisi. Hún greindist með krabbamein í ristli árið 1999 og gekkst undir meðferð. Þá greindist hún með krabbamein í brisi árið 2009. Í desember 2018 þurfti hún að fara í aðgerð til að fjarlægja tvo krabbameinshnúða úr lungum. Heilsu hennar hefur hrakað en hún hefur nokkrum sinnum brotið rifbein eftir að hafa dottið. Hæstaréttardómarar í Bandaríkjunum sinna sínu starfi fyrir lífstíð eða þar til þeir ákveða að fara á eftirlaun. Stuðningsmenn Ginsburg hafa lýst yfir áhyggjum, að ef eitthvað komi fyrir hana muni íhaldssamari dómari taka við. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tilnefnt tvo dómarar síðan hann tók við embætti og skiptast dómararnir því þannig að fimm íhaldssamir dómarar sitja og fjórir frjálslyndir.
Bandaríkin Tengdar fréttir Fjarlægðu tvö æxli úr lunga Ginsburg Ginsburg er elsti sitjandi dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna 21. desember 2018 20:53 Hæstiréttur Bandaríkjanna afléttir lögbanni á ferðabann Trumps Bannið umdeilda nær nú til sex ríkja þar sem meirihluti ríkisborgaranna eru múslimar á meðan lægri dómstig fjalla um lögmæti þess. 4. desember 2017 23:59 Bandarískur hæstaréttardómari hrósar fjölmiðlum Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari, hrósar fjölmiðlum í hástert og segist vera vongóð um framtíð Bandaríkjanna. 23. febrúar 2017 20:30 Ginsburg sigrast á krabbameini í fjórða sinn Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur gengist undir vel heppnaða lyfja- og geislameðferð við krabbameini í brisi 24. ágúst 2019 18:42 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira
Fjarlægðu tvö æxli úr lunga Ginsburg Ginsburg er elsti sitjandi dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna 21. desember 2018 20:53
Hæstiréttur Bandaríkjanna afléttir lögbanni á ferðabann Trumps Bannið umdeilda nær nú til sex ríkja þar sem meirihluti ríkisborgaranna eru múslimar á meðan lægri dómstig fjalla um lögmæti þess. 4. desember 2017 23:59
Bandarískur hæstaréttardómari hrósar fjölmiðlum Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari, hrósar fjölmiðlum í hástert og segist vera vongóð um framtíð Bandaríkjanna. 23. febrúar 2017 20:30
Ginsburg sigrast á krabbameini í fjórða sinn Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur gengist undir vel heppnaða lyfja- og geislameðferð við krabbameini í brisi 24. ágúst 2019 18:42