Bader Ginsburg lögð inn á sjúkrahús Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 07:59 Ruth Bader Ginsburg er elsti hæstaréttardómari Bandaríkjanna. getty/Tom Brenner Ruth Bader Ginsburg, einn hæstaréttardómara Bandaríkjanna, hefur verið lögð inn á sjúkrahús vegna kuldakasta og mikils hita. Bader Ginsburg er 86 ára gömul. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hæstarétti Bandaríkjanna. Bader Ginsburg fór á Sibley Memorial sjúkrahúsið í Washingtonborg á föstudag þar sem hún gekkst undir læknisskoðun og var hún svo færð yfir á Johns Hopkins sjúkrahúsið til meðferðar við sýkingu. Ekki er vitað hver sýkingin er. Talið er að Ginsburg gæti verið send heim í dag. Ginsburg er elsti frjálslyndi dómari hæstaréttar og er náið fylgst með heilsu hennar en hún hefur tvisvar greinst með krabbamein. Að sögn hæstaréttar batnaði líðan Ginsburg eftir að henni voru gefin sýklalyf. Ginsburg er elsti dómarinn í hæstarétti Bandaríkjanna en hún hefur lagst inn á sjúkrahús reglulega síðustu ár. Í ágúst gekkst hún undir meðferð vegna krabbameinsæxlis á brisi. Hún greindist með krabbamein í ristli árið 1999 og gekkst undir meðferð. Þá greindist hún með krabbamein í brisi árið 2009. Í desember 2018 þurfti hún að fara í aðgerð til að fjarlægja tvo krabbameinshnúða úr lungum. Heilsu hennar hefur hrakað en hún hefur nokkrum sinnum brotið rifbein eftir að hafa dottið. Hæstaréttardómarar í Bandaríkjunum sinna sínu starfi fyrir lífstíð eða þar til þeir ákveða að fara á eftirlaun. Stuðningsmenn Ginsburg hafa lýst yfir áhyggjum, að ef eitthvað komi fyrir hana muni íhaldssamari dómari taka við. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tilnefnt tvo dómarar síðan hann tók við embætti og skiptast dómararnir því þannig að fimm íhaldssamir dómarar sitja og fjórir frjálslyndir. Bandaríkin Tengdar fréttir Fjarlægðu tvö æxli úr lunga Ginsburg Ginsburg er elsti sitjandi dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna 21. desember 2018 20:53 Hæstiréttur Bandaríkjanna afléttir lögbanni á ferðabann Trumps Bannið umdeilda nær nú til sex ríkja þar sem meirihluti ríkisborgaranna eru múslimar á meðan lægri dómstig fjalla um lögmæti þess. 4. desember 2017 23:59 Bandarískur hæstaréttardómari hrósar fjölmiðlum Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari, hrósar fjölmiðlum í hástert og segist vera vongóð um framtíð Bandaríkjanna. 23. febrúar 2017 20:30 Ginsburg sigrast á krabbameini í fjórða sinn Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur gengist undir vel heppnaða lyfja- og geislameðferð við krabbameini í brisi 24. ágúst 2019 18:42 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Ruth Bader Ginsburg, einn hæstaréttardómara Bandaríkjanna, hefur verið lögð inn á sjúkrahús vegna kuldakasta og mikils hita. Bader Ginsburg er 86 ára gömul. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hæstarétti Bandaríkjanna. Bader Ginsburg fór á Sibley Memorial sjúkrahúsið í Washingtonborg á föstudag þar sem hún gekkst undir læknisskoðun og var hún svo færð yfir á Johns Hopkins sjúkrahúsið til meðferðar við sýkingu. Ekki er vitað hver sýkingin er. Talið er að Ginsburg gæti verið send heim í dag. Ginsburg er elsti frjálslyndi dómari hæstaréttar og er náið fylgst með heilsu hennar en hún hefur tvisvar greinst með krabbamein. Að sögn hæstaréttar batnaði líðan Ginsburg eftir að henni voru gefin sýklalyf. Ginsburg er elsti dómarinn í hæstarétti Bandaríkjanna en hún hefur lagst inn á sjúkrahús reglulega síðustu ár. Í ágúst gekkst hún undir meðferð vegna krabbameinsæxlis á brisi. Hún greindist með krabbamein í ristli árið 1999 og gekkst undir meðferð. Þá greindist hún með krabbamein í brisi árið 2009. Í desember 2018 þurfti hún að fara í aðgerð til að fjarlægja tvo krabbameinshnúða úr lungum. Heilsu hennar hefur hrakað en hún hefur nokkrum sinnum brotið rifbein eftir að hafa dottið. Hæstaréttardómarar í Bandaríkjunum sinna sínu starfi fyrir lífstíð eða þar til þeir ákveða að fara á eftirlaun. Stuðningsmenn Ginsburg hafa lýst yfir áhyggjum, að ef eitthvað komi fyrir hana muni íhaldssamari dómari taka við. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tilnefnt tvo dómarar síðan hann tók við embætti og skiptast dómararnir því þannig að fimm íhaldssamir dómarar sitja og fjórir frjálslyndir.
Bandaríkin Tengdar fréttir Fjarlægðu tvö æxli úr lunga Ginsburg Ginsburg er elsti sitjandi dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna 21. desember 2018 20:53 Hæstiréttur Bandaríkjanna afléttir lögbanni á ferðabann Trumps Bannið umdeilda nær nú til sex ríkja þar sem meirihluti ríkisborgaranna eru múslimar á meðan lægri dómstig fjalla um lögmæti þess. 4. desember 2017 23:59 Bandarískur hæstaréttardómari hrósar fjölmiðlum Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari, hrósar fjölmiðlum í hástert og segist vera vongóð um framtíð Bandaríkjanna. 23. febrúar 2017 20:30 Ginsburg sigrast á krabbameini í fjórða sinn Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur gengist undir vel heppnaða lyfja- og geislameðferð við krabbameini í brisi 24. ágúst 2019 18:42 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Fjarlægðu tvö æxli úr lunga Ginsburg Ginsburg er elsti sitjandi dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna 21. desember 2018 20:53
Hæstiréttur Bandaríkjanna afléttir lögbanni á ferðabann Trumps Bannið umdeilda nær nú til sex ríkja þar sem meirihluti ríkisborgaranna eru múslimar á meðan lægri dómstig fjalla um lögmæti þess. 4. desember 2017 23:59
Bandarískur hæstaréttardómari hrósar fjölmiðlum Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari, hrósar fjölmiðlum í hástert og segist vera vongóð um framtíð Bandaríkjanna. 23. febrúar 2017 20:30
Ginsburg sigrast á krabbameini í fjórða sinn Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur gengist undir vel heppnaða lyfja- og geislameðferð við krabbameini í brisi 24. ágúst 2019 18:42