Toblerone-jólaterta Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 11:00 Toblerone jólaterta Mynd/Eva Laufey Nú styttist í hátíðarnar og er kökusnillingurinn Eva Laufey auðvitað byrjuð að gefa hugmyndir af girnilegum uppskriftum. Þessi terta er frábær á veisluborðið en einnig dásamlegur helgarbakstur svo það er algjör óþarfi að bíða fram að jólum með að prófa hana. Toblerone marengstertaFyrir 8 til 10Botnar: 4 eggjahvítur 2 dl púðursykur 2 dl sykur Aðferð: Stillið ofn á 110°C. Setjið bökunarpappír á ofnplötu eða bökunarpappír í botninn á tveimur eða þremur 22 cm lausbotna formum og smyrjið hliðarnar með smjöri. Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykri saman við í smáum skömmtum. Stífþeytið þar til blandan hreyfist ekki til í skálinni sé henni hvolft. Skiptið marengsblöndunni á bökunarpappírinn eða í formin og bakið í 1 ½ klst við 110°C. Mynd/Eva Laufey Toblerone kremið góða 500ml rjómi 2 eggjarauður 4 tsk flórsykur 1 tsk vanillusykur eða dropar 150 g Toblerone, smátt saxað Aðferð: Þeytið eggjarauður og flórsykur saman þar til eggjablandan verður ljós og létt. Þeytið rjóma og bætið eggjablöndunni varlega saman við rjómann með sleif ásamt vanillu. Í lokin fer smátt saxað súkkulaði út í rjómablönduna. Setjið kremið á milli botnanna og ofan á. Skreytið kökuna með ferskum berjum og nokkrum súkkulaðibitum. Fleiri uppskriftir frá Evu Laufey má finna á síðunni hennar og hér á Vísi. Eftirréttir Eva Laufey Jólamatur Kökur og tertur Uppskriftir Tengdar fréttir Piparkökubollakökur með karamellukremi Mæðgurnar Eva Laufey og Ingibjörg Rósa bökuðu í Íslandi í dag. 21. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Nú styttist í hátíðarnar og er kökusnillingurinn Eva Laufey auðvitað byrjuð að gefa hugmyndir af girnilegum uppskriftum. Þessi terta er frábær á veisluborðið en einnig dásamlegur helgarbakstur svo það er algjör óþarfi að bíða fram að jólum með að prófa hana. Toblerone marengstertaFyrir 8 til 10Botnar: 4 eggjahvítur 2 dl púðursykur 2 dl sykur Aðferð: Stillið ofn á 110°C. Setjið bökunarpappír á ofnplötu eða bökunarpappír í botninn á tveimur eða þremur 22 cm lausbotna formum og smyrjið hliðarnar með smjöri. Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykri saman við í smáum skömmtum. Stífþeytið þar til blandan hreyfist ekki til í skálinni sé henni hvolft. Skiptið marengsblöndunni á bökunarpappírinn eða í formin og bakið í 1 ½ klst við 110°C. Mynd/Eva Laufey Toblerone kremið góða 500ml rjómi 2 eggjarauður 4 tsk flórsykur 1 tsk vanillusykur eða dropar 150 g Toblerone, smátt saxað Aðferð: Þeytið eggjarauður og flórsykur saman þar til eggjablandan verður ljós og létt. Þeytið rjóma og bætið eggjablöndunni varlega saman við rjómann með sleif ásamt vanillu. Í lokin fer smátt saxað súkkulaði út í rjómablönduna. Setjið kremið á milli botnanna og ofan á. Skreytið kökuna með ferskum berjum og nokkrum súkkulaðibitum. Fleiri uppskriftir frá Evu Laufey má finna á síðunni hennar og hér á Vísi.
Eftirréttir Eva Laufey Jólamatur Kökur og tertur Uppskriftir Tengdar fréttir Piparkökubollakökur með karamellukremi Mæðgurnar Eva Laufey og Ingibjörg Rósa bökuðu í Íslandi í dag. 21. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Piparkökubollakökur með karamellukremi Mæðgurnar Eva Laufey og Ingibjörg Rósa bökuðu í Íslandi í dag. 21. nóvember 2019 09:00