Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 25-30 | Enn eitt tapið í Mýrinni Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 21:00 Valur vann sinn fimmta sigur í röð er liðið lagði Stjörnuna að velli í TM-höllinni í kvöld, 25-30. Valur hafði yfirhöndina í leiknum og sigurinn aldrei í hættu, gestirnir leiddu með þremur mörkum í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var rólegur og lítið skorað á fyrstu mínútum leiksins. Valur náði þó strax forystu og héldu heimamönnum í ágætri fjarlægð lungað af fyrri hálfleik. Stjarnan fékk litla sem enga markvörslu í fyrri hálfleik og náðu gestirnir að nýta sér það. Valur var þegar mest lét fimm mörkum yfir, 10-15. Enn þrjú mörk skyldu liðin að þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks, 13-16. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétt eins og sá fyrri endaði. Valsmenn voru með góð tök á leiknum og leiddu með fimm mörkum þegar stundarfjórðungur var til leiksloka, 18-23. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, tók þá leikhlé og fékk fínan kafla frá sínum mönnum í kjölfarið sem minnkuðu forystu Vals niður í tvö mörk, 21-23. Gestirnir af Hlíðarenda rifu sig í gang eftir það og náðu aftur góðum tökum á leiknum. Valur var með fjögurra marka forystu þegar fimm mínútur voru til leiksloka, 23-27 en unnu að lokum fimm marka sigur, 25-30. Af hverju vann Valur? Liðið náði, eins og áður sagði, fljótlega góðum tökum á Stjörnunni. Valsmenn áttu mikið inni í þessum leik en náðu að spila nægilega vel í 60 mínútur til að verðskulda þessi tvö stig. Hverjir stóðu upp úr?Anton Rúnarsson var markahæstur í liði Vals, skoraði 8 mörk, þar af fjögur úr víti. Magnús Óli Magnússon átti góðan leik, spilaði allan leikinn og skoraði 7 mörk auk þess að vera atkvæðamikill varnarlega. Leó Snær Pétursson var atkvæðamestur manna í Stjörnuliðinu og skoraði 9 mörk. Hvað gekk illa? Leikmenn Stjörnunnar stóðust pressuna illa, þegar mikið lá undir köstuðu þeir boltanum frá sér trekk í trekk. Skotnýtingin hjá útileikmönnum Stjörnunnar var léleg, Tandri Már, Ari Magnús, Andri Már og Birgir Steinn voru samanlagt með undir 50% skotnýtingu, 14 skot úr 30 skotum. Róbert Aron Hostert fann sig ekki í liði Vals, skoraði aðeins tvö mörk úr níu skotum. Hann hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu sem og félagi hans Agnar Smári Jónsson, en þeir eiga báðir mikið inni. Hvað er framundan? Fyrri hluta deildarinnar er lokið og hefjum við seinni umferðina næst, í 12. umferð. Þá taka Stjörnumenn á móti ÍBV í Mýrinni, föstudaginn 29 nóvember en degi síðar er Reykjavíkurslagur í Safamýrinni þegar Fram tekur á móti Val. Valsmenn unnu sinn fimmta leik í kvöldvísir/daníelSnorri Steinn: Gæðin á leiknum voru ekkert uppá 10„Ég er bara ánægður með strákana“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals að leik loknum „Stjarnan gaf okkur góðan leik og þetta var erfitt. Þetta var erfið fæðing, þrátt fyrir að við hefðum haft yfirhöndina lungað af leiknum þá náðum við aldrei að slíta þá alveg frá okkur“ „Þeir nörtuðu alltaf í hælana á okkur og við höfum nú alveg misst niður leiki áður í vetur svo ég var aldrei rólegur, en við vorum samt með tök á leiknum og ég held að þetta sé alveg verðskuldaður sigur“ sagði Snorri Steinn sem segist enn eiga erfitt með að halda ró sinni þrátt fyrir forystu eftir erfiða byrjun á tímabilinu „Auðvitað vantaði upp á hluti hjá okkur hér og þar, það eru fullt af hlutum sem við hefðum getað gert betur en miðað við síðustu viku þá er ég mjög ánægður“ „Gæðin á leiknum voru ekkert uppá 10 en mér fannst þetta samt ekkert hræðilegt. Það var fullt af góðum köflum þarna og við náðum að rúlla vel á liðinu okkar. Valur átti erfitt uppdráttar á tímabilinu og tapaði fjórum leikjum í röð. Liðið hefur nú unnið sinn sjötta sigur og fimmta leikinn í röð. Snorri segist ánægður með það hvernig strákarnir unnu úr þeim erfiða kafla sem þeir áttu í vetur „Stigalega séð hefði ég viljað vera með fleiri stig. Byrjunin var ekki nægilega góð hjá okkur en mér finnst við hafa unnið okkur mjög vel út úr hlutunum. Þetta hefur ekki verið auðvelt og það er krafist mikils af strákunum. Ég ætla ekki að segja að við séum í toppmálum en mér finnst við vera komnir á gott ról“ sagði Snorri Steinn að lokum Rúnar: Þeir nýta sér hvern veikleika hjá okkur„Þetta var mjög erfitt í dag“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar eftir fimm marka tap liðsins gegn Val. „Við vorum að glutra boltanum frá okkur manna á milli of oft í dag. Svona gott lið eins og Valur refsar alltaf með marki fyrir sendingarmistök. Við fengum alveg að kenna á því í dag að þeir nýta sér hvern veikleika hjá okkur“ sagði Rúnar Markvarðarstaða liðsins er orðin flókin fyrir Rúnar sem spilar nú sínum fjórða markmanni sem aðalmarkmanni eftir að Stephen Nilsen og Brynjar Darri Baldursson meiddust sem og Sveinbjörn Pétursson sem segist nú endanlega vera hættur. Lítil markvarsla var í fyrri hálfleik en Rúnar er ángæður með það hvernig Ólafur Rafn Gíslason steig upp í seinni hálfleik. „Þetta voru bara tveir boltar varðir í fyrri hálfleik en mér fannst hann koma sterkur inn í seinni. Þetta var svolítið mikil ábyrgð sett á herðar fárra leikmanna sem gátu spilað í dag. Menn reyndu en þetta var ekki alltaf að ganga hjá okkur“ Liðið er aðeins með einn sigur í deildinni þegar mótið er hálfnað sem eru mikil vonbrigði og tekur Rúnar undir það að liðið ætti að vera með fleiri stig á þessum tímapunkti. Það er þó ekkert við því að gera að vinna úr þeirri stöðu sem liðið er í. „Við hefðum klárlega átt að vera með fleiri stig. Við höfum mikið verið að kasta þessu frá okkur sjálfir fram að þessu. Við erum búnir að vera á fínu róli, búnir að tapa tveimur leikjum af síðustu sjö, annað hefur verið jafntefli. Þetta er alltof mikið af jafnteflum“ „Þetta var skref afturábak í dag, en við unnum í bikarnum í vikunni og það er margt gott í okkar leik. Enn við þurfum að fara að klára leikina okkar og taka bæði stigin, hætta að missa þetta niður í jafntefli. Í kvöld aftur á móti var þetta einn lélegasti leikurinn okkar í langan tíma“ sagði Rúnar að lokum Olís-deild karla
Valur vann sinn fimmta sigur í röð er liðið lagði Stjörnuna að velli í TM-höllinni í kvöld, 25-30. Valur hafði yfirhöndina í leiknum og sigurinn aldrei í hættu, gestirnir leiddu með þremur mörkum í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var rólegur og lítið skorað á fyrstu mínútum leiksins. Valur náði þó strax forystu og héldu heimamönnum í ágætri fjarlægð lungað af fyrri hálfleik. Stjarnan fékk litla sem enga markvörslu í fyrri hálfleik og náðu gestirnir að nýta sér það. Valur var þegar mest lét fimm mörkum yfir, 10-15. Enn þrjú mörk skyldu liðin að þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks, 13-16. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétt eins og sá fyrri endaði. Valsmenn voru með góð tök á leiknum og leiddu með fimm mörkum þegar stundarfjórðungur var til leiksloka, 18-23. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, tók þá leikhlé og fékk fínan kafla frá sínum mönnum í kjölfarið sem minnkuðu forystu Vals niður í tvö mörk, 21-23. Gestirnir af Hlíðarenda rifu sig í gang eftir það og náðu aftur góðum tökum á leiknum. Valur var með fjögurra marka forystu þegar fimm mínútur voru til leiksloka, 23-27 en unnu að lokum fimm marka sigur, 25-30. Af hverju vann Valur? Liðið náði, eins og áður sagði, fljótlega góðum tökum á Stjörnunni. Valsmenn áttu mikið inni í þessum leik en náðu að spila nægilega vel í 60 mínútur til að verðskulda þessi tvö stig. Hverjir stóðu upp úr?Anton Rúnarsson var markahæstur í liði Vals, skoraði 8 mörk, þar af fjögur úr víti. Magnús Óli Magnússon átti góðan leik, spilaði allan leikinn og skoraði 7 mörk auk þess að vera atkvæðamikill varnarlega. Leó Snær Pétursson var atkvæðamestur manna í Stjörnuliðinu og skoraði 9 mörk. Hvað gekk illa? Leikmenn Stjörnunnar stóðust pressuna illa, þegar mikið lá undir köstuðu þeir boltanum frá sér trekk í trekk. Skotnýtingin hjá útileikmönnum Stjörnunnar var léleg, Tandri Már, Ari Magnús, Andri Már og Birgir Steinn voru samanlagt með undir 50% skotnýtingu, 14 skot úr 30 skotum. Róbert Aron Hostert fann sig ekki í liði Vals, skoraði aðeins tvö mörk úr níu skotum. Hann hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu sem og félagi hans Agnar Smári Jónsson, en þeir eiga báðir mikið inni. Hvað er framundan? Fyrri hluta deildarinnar er lokið og hefjum við seinni umferðina næst, í 12. umferð. Þá taka Stjörnumenn á móti ÍBV í Mýrinni, föstudaginn 29 nóvember en degi síðar er Reykjavíkurslagur í Safamýrinni þegar Fram tekur á móti Val. Valsmenn unnu sinn fimmta leik í kvöldvísir/daníelSnorri Steinn: Gæðin á leiknum voru ekkert uppá 10„Ég er bara ánægður með strákana“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals að leik loknum „Stjarnan gaf okkur góðan leik og þetta var erfitt. Þetta var erfið fæðing, þrátt fyrir að við hefðum haft yfirhöndina lungað af leiknum þá náðum við aldrei að slíta þá alveg frá okkur“ „Þeir nörtuðu alltaf í hælana á okkur og við höfum nú alveg misst niður leiki áður í vetur svo ég var aldrei rólegur, en við vorum samt með tök á leiknum og ég held að þetta sé alveg verðskuldaður sigur“ sagði Snorri Steinn sem segist enn eiga erfitt með að halda ró sinni þrátt fyrir forystu eftir erfiða byrjun á tímabilinu „Auðvitað vantaði upp á hluti hjá okkur hér og þar, það eru fullt af hlutum sem við hefðum getað gert betur en miðað við síðustu viku þá er ég mjög ánægður“ „Gæðin á leiknum voru ekkert uppá 10 en mér fannst þetta samt ekkert hræðilegt. Það var fullt af góðum köflum þarna og við náðum að rúlla vel á liðinu okkar. Valur átti erfitt uppdráttar á tímabilinu og tapaði fjórum leikjum í röð. Liðið hefur nú unnið sinn sjötta sigur og fimmta leikinn í röð. Snorri segist ánægður með það hvernig strákarnir unnu úr þeim erfiða kafla sem þeir áttu í vetur „Stigalega séð hefði ég viljað vera með fleiri stig. Byrjunin var ekki nægilega góð hjá okkur en mér finnst við hafa unnið okkur mjög vel út úr hlutunum. Þetta hefur ekki verið auðvelt og það er krafist mikils af strákunum. Ég ætla ekki að segja að við séum í toppmálum en mér finnst við vera komnir á gott ról“ sagði Snorri Steinn að lokum Rúnar: Þeir nýta sér hvern veikleika hjá okkur„Þetta var mjög erfitt í dag“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar eftir fimm marka tap liðsins gegn Val. „Við vorum að glutra boltanum frá okkur manna á milli of oft í dag. Svona gott lið eins og Valur refsar alltaf með marki fyrir sendingarmistök. Við fengum alveg að kenna á því í dag að þeir nýta sér hvern veikleika hjá okkur“ sagði Rúnar Markvarðarstaða liðsins er orðin flókin fyrir Rúnar sem spilar nú sínum fjórða markmanni sem aðalmarkmanni eftir að Stephen Nilsen og Brynjar Darri Baldursson meiddust sem og Sveinbjörn Pétursson sem segist nú endanlega vera hættur. Lítil markvarsla var í fyrri hálfleik en Rúnar er ángæður með það hvernig Ólafur Rafn Gíslason steig upp í seinni hálfleik. „Þetta voru bara tveir boltar varðir í fyrri hálfleik en mér fannst hann koma sterkur inn í seinni. Þetta var svolítið mikil ábyrgð sett á herðar fárra leikmanna sem gátu spilað í dag. Menn reyndu en þetta var ekki alltaf að ganga hjá okkur“ Liðið er aðeins með einn sigur í deildinni þegar mótið er hálfnað sem eru mikil vonbrigði og tekur Rúnar undir það að liðið ætti að vera með fleiri stig á þessum tímapunkti. Það er þó ekkert við því að gera að vinna úr þeirri stöðu sem liðið er í. „Við hefðum klárlega átt að vera með fleiri stig. Við höfum mikið verið að kasta þessu frá okkur sjálfir fram að þessu. Við erum búnir að vera á fínu róli, búnir að tapa tveimur leikjum af síðustu sjö, annað hefur verið jafntefli. Þetta er alltof mikið af jafnteflum“ „Þetta var skref afturábak í dag, en við unnum í bikarnum í vikunni og það er margt gott í okkar leik. Enn við þurfum að fara að klára leikina okkar og taka bæði stigin, hætta að missa þetta niður í jafntefli. Í kvöld aftur á móti var þetta einn lélegasti leikurinn okkar í langan tíma“ sagði Rúnar að lokum
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti