Sigraðist á áfenginu með fuglaljósmyndun Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. nóvember 2019 06:15 Mandarínuöndin sem kveikti ljósmyndaáhugann. Mynd/Aðalsteinn Pétur Aðalsteinn Pétur Bjarkason er rúmlega fertugur Austfirðingur, fæddur í Breiðdalnum en býr nú á Djúpavogi. Hann hefur starfað við ýmislegt, til dæmis byggingarvinnu víða á Norðurlandi. Aðalsteinn segir að áfengisneysla hafi verið mikið vandamál í mörg ár og einnig hafi hann leiðst út í fíkniefnanotkun. „Árið 2017 fór allt til fjandans, ég skildi og vinnan var að sliga mig. Á þessum tíma var áfengið kvöldmaturinn. Ég drakk mikið hvern einasta dag, “ segir hann. „Ég fann að ég réð ekki við þetta. Klukkan þrjú var ég kominn með skjálfta.“ Í stað þess að fara í meðferð ákvað Aðalsteinn að fara í sveitina til móður sinnar. Það var 4. febrúar og Aðalsteinn dvaldi þar í mánuð. Hefur hann ekki snert áfengi síðan. Eftir þá dvöl fór hann til Húsavíkur að vinna og keypti sér góða myndavél. „Þar sá ég þessar mandarínendur, sem voru nýkomnar til Húsavíkur. Ég náði að fanga þær með myndavélinni úr tveggja metra fjarlægð og eftir það hefur dellan verið óstöðvandi,“ segir hann. En endurnar voru merktar og höfðu sloppið úr safni í Bretlandi.Aðalsteinn Pétur Bjarkason.Aðalsteinn hefur síðan elt uppi fugla, bæði algenga og fágæta flækinga, og tekur einnig landslagsmyndir og fleira. Hann segir þetta hjálpa til við að halda sér á beinu brautinni. „Þegar félagarnir hringja og spyrja hvort ég vilji koma á barinn, þá fer ég frekar eitthvað út fyrir bæinn og tek myndir.“ Segist hann hafa unað af því að fylgjast með hegðun fuglanna, smáatriðum sem fæstir taka eftir. Aðspurður um fallegasta fuglinn segir Aðalsteinn ekkert toppa rjúpuna í vetrarbúningi. Af farfuglunum heillar krían hann mest. Sú var þó tíðin að hann óttaðist fugla, sem má rekja til þess þegar aligæsir réðust á hann sem barn á sveitaheimilinu. „Í dag get ég staðið í miðju kríuvarpi og myndað,“ segir hann. Á ferðum sínum segist Aðalsteinn taka eftir fjölgun flækingsfugla. „Á mánudag myndaði ég grákráku á Hornafirði og um daginn voru silkitoppur á Fáskrúðsfirði sem ég elti í þrjá tíma og tók 800 myndir.“ Aðalsteinn hefur enn ekki sett upp sýningu en hann segir að það sé á framtíðarplaninu. Hann ætli til dæmis að setja upp sýningu fyrir fólkið sem býr á dvalarheimilinu á staðnum. Auk þess að hafa barist við fíkn berst Aðalsteinn enn þá við þunglyndi og hefur meðal annars leitað aðstoðar sálfræðings. Hann segir að útiveran og ljósmyndaáhuginn hafi einnig hjálpað sér í þeirri baráttu. Hann segist einnig hafa fengið góðan stuðning við að sjá dóttur sína og vinkonu hennar, sem eru 19 ára, vinna stórt verkefni um fíkn í Verkmenntaskólanum á Akureyri sem fjallað hefur verið um á sjónvarpsstöðinni N4. „Þetta byggir mig upp,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Dýr Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Sjá meira
Aðalsteinn Pétur Bjarkason er rúmlega fertugur Austfirðingur, fæddur í Breiðdalnum en býr nú á Djúpavogi. Hann hefur starfað við ýmislegt, til dæmis byggingarvinnu víða á Norðurlandi. Aðalsteinn segir að áfengisneysla hafi verið mikið vandamál í mörg ár og einnig hafi hann leiðst út í fíkniefnanotkun. „Árið 2017 fór allt til fjandans, ég skildi og vinnan var að sliga mig. Á þessum tíma var áfengið kvöldmaturinn. Ég drakk mikið hvern einasta dag, “ segir hann. „Ég fann að ég réð ekki við þetta. Klukkan þrjú var ég kominn með skjálfta.“ Í stað þess að fara í meðferð ákvað Aðalsteinn að fara í sveitina til móður sinnar. Það var 4. febrúar og Aðalsteinn dvaldi þar í mánuð. Hefur hann ekki snert áfengi síðan. Eftir þá dvöl fór hann til Húsavíkur að vinna og keypti sér góða myndavél. „Þar sá ég þessar mandarínendur, sem voru nýkomnar til Húsavíkur. Ég náði að fanga þær með myndavélinni úr tveggja metra fjarlægð og eftir það hefur dellan verið óstöðvandi,“ segir hann. En endurnar voru merktar og höfðu sloppið úr safni í Bretlandi.Aðalsteinn Pétur Bjarkason.Aðalsteinn hefur síðan elt uppi fugla, bæði algenga og fágæta flækinga, og tekur einnig landslagsmyndir og fleira. Hann segir þetta hjálpa til við að halda sér á beinu brautinni. „Þegar félagarnir hringja og spyrja hvort ég vilji koma á barinn, þá fer ég frekar eitthvað út fyrir bæinn og tek myndir.“ Segist hann hafa unað af því að fylgjast með hegðun fuglanna, smáatriðum sem fæstir taka eftir. Aðspurður um fallegasta fuglinn segir Aðalsteinn ekkert toppa rjúpuna í vetrarbúningi. Af farfuglunum heillar krían hann mest. Sú var þó tíðin að hann óttaðist fugla, sem má rekja til þess þegar aligæsir réðust á hann sem barn á sveitaheimilinu. „Í dag get ég staðið í miðju kríuvarpi og myndað,“ segir hann. Á ferðum sínum segist Aðalsteinn taka eftir fjölgun flækingsfugla. „Á mánudag myndaði ég grákráku á Hornafirði og um daginn voru silkitoppur á Fáskrúðsfirði sem ég elti í þrjá tíma og tók 800 myndir.“ Aðalsteinn hefur enn ekki sett upp sýningu en hann segir að það sé á framtíðarplaninu. Hann ætli til dæmis að setja upp sýningu fyrir fólkið sem býr á dvalarheimilinu á staðnum. Auk þess að hafa barist við fíkn berst Aðalsteinn enn þá við þunglyndi og hefur meðal annars leitað aðstoðar sálfræðings. Hann segir að útiveran og ljósmyndaáhuginn hafi einnig hjálpað sér í þeirri baráttu. Hann segist einnig hafa fengið góðan stuðning við að sjá dóttur sína og vinkonu hennar, sem eru 19 ára, vinna stórt verkefni um fíkn í Verkmenntaskólanum á Akureyri sem fjallað hefur verið um á sjónvarpsstöðinni N4. „Þetta byggir mig upp,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Dýr Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Sjá meira