Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 30-30 | ÍR-ingar héldu aftur af toppliðinu Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 21:45 vísir/bára Jafntefli var niðurstaðan í stórleik 11. umferðar Olís deildar karla í Austurbergi í kvöld þar sem ÍR tók á móti Haukum. Haukar höfðu yfirhöndina í leiknum lengst af en liðin skyldu jöfn, 30-30. Adam Haukur Baumruk fór fyrir sínu liði í upphafi leiks og var kominn með 5 mörk eftir rúmar 10 mínútur. Haukar leiddu leikinn lengst af en ÍR-ingar voru alltaf á hælunum á þeim og hleyptu gestunum aldrei langt frá sér. Tvö mörk skyldu liðin að eftir fyrsta korterið, 7-9. Haukar náðu góðu áhlaupi undir lok fyrri hálfleiks og spiluðu virkilega góðan sóknarleik sem lét ÍR vörnina líta illa út. Gestirnir náðu þó ekki að stinga af og fjögur mörk skyldu liðin að þegar mest lét. ÍR svaraði áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks og munurinn þá tvö mörk, 16-18. Síðari hálfleikurinn var í járnum, heimamenn þéttu vörnina og náðu að loka betur á Adam Hauk og þeirra sóknarleik en Haukar þó alltaf skrefinu á undan og leiddu með tveimur mörkum þegar stundarfjórðungur var til leiksloka, 22-24. ÍR náði forystunni þegar um fimm mínútur voru eftir en leikurinn var jafn og það voru Haukarnir sem komust marki yfir þegar rétt um mínúta var til leiksloka, 29-30. ÍR hafði innan við mínútu til að jafna leikinn sem þeim tókst að gera. Sveinn Andri Sveinsson, sótti víti sem Sturla Ásgeirsson skoraði úr og jafnaði þar leikinn, 30-30. Haukarnir höfðu 4 sekúndur til að sækja stigin tvö en tíminn rann út og jafntefli niðurstaðan í þessum hörkuleik, 30-30. Af hverju varð jafntefli? Frábær barátta hjá ÍR að gefast ekki upp, þeir eltu allan leikinn en héldu alltaf áfram og misstu aldrei haus. Frábær karakter hjá þeim og á móti vel gert hjá Haukum sem spiluðu vel allan leikinn á háu tempói að missa leikinn ekki frá sér þrátt fyrir þetta áhlaup ÍR-inga undir lok leiks. Hverjir stóðu upp úr?Adam Haukur Baumruk var frábær í liði Hauka, það sást strax í upphafi leiks að hann ætlaði sér mikið í dag. ÍR náði að loka meira á hann í síðari hálfleik en hann var markahæstur í liði Hauka með 10 mörk. Atli Már Báruson og Tjörvi Þorgeirsson voru einnig öflugir sóknarlega Sturla Ásgeirsson var markahæstur í liði ÍR sem fyrr, skoraði 8 mörk og þar af jöfnunarmarkið á loka sekúndum leiksins úr víti. Eftir rólegan fyrri hálfleik þá steig Sigurður Ingiberg Ólafsson upp í þeim síðari og reyndist sínum mönnum mikilvægur í markinu.Hvað gekk illa? Varnarlega áttu ÍR-ingar erfitt framan af, þeir réðu illa við Adam Hauk í upphafi og þegar þeir reyndu að stöðva hann þá myndaðist alltof mikið pláss á línunni sem Haukarnir nýttu sér ítrekað og komust í góða forystu um miðbik fyrri hálfleiks. Hvað er framundan? Fyrri hluta deildarinnar er lokið og hefjum við seinni umferðina næst, í 12. umferð um næstu helgi. Liðin mæta nýliðum deildarinnar, Haukar heimsækja HK í Kórinn á meðan ÍR tekur á móti Fjölni, báðir leikirnir á laugardaginn næsta. Bjarni var nokkuð sáttur með leik sinna manna í dagvísir/báraBjarni Fritz: Hann er tapsár eins og ég„Með smá heppni hefðum við getað unnið“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, að leik loknum í Austurbergi þar sem liðið sótti eitt stig gegn toppliði Hauka „Við sóttum mjög hart að þeim í seinni hálfleik og vorum að spila mjög góðan leik. Við vorum ósáttir við varnarleikinn í fyrri hálfleik en heilt yfir þá var þetta góður leikur hjá okkur og bara skemmtilegur leikur“ „Við vorum að tala um það í hálfleik að okkur vantaði bara pínu auka, við vorum að standa vel en þeir eru bara svo rosalega þolimóðir. Þeir eru með mikil gæði og sérstaklega í línumönnunum hjá sér“ „Adam byrjaði að dúndra á okkur og þá fórum við aðeins út úr plani til að reyna að stöðva hann og þá losnaði bakvið okkur. Við þéttum það bara í seinni hálfleik og fórum aftur í planið okkar og það kom að því að hann klikkaði loksins!“ sagði Bjarni og talar þar um Adam Hauk Baumruk sem ÍR-ingar áttu erfitt með að stöðva „Vörnin var góð í seinni og með smá klókindum og smá heppni þá hefðum við kannski unnið en við vorum líka klaufar. Mér fannst við vera að skjóta illa á markið og fara illa með færin þegar við áttum séns á því að koma okkur í lykilstöðu“ Sigurður Ingiberg Ólafsson er án efa sterkur karakter sem á það til að byrja leiki rólega en virðist alltaf stíga upp þegar líður á. Bjarni segist tengja við þennan karakter og fílar það hvernig Siggi vinnur sig inní leikinn á ný „Mér finnst Siggi bara búa yfir karakter, hann býr yfir sigurvilja og er tapsár eins og ég. Ég fíla það og þegar maður er þannig þá berst maður stanslaust þar til maður kemst aftur inní leikinn.“ sagði Bjarni Fritzson að lokum ánægður með sinn markmann Gunnar: Við erum ekkert að spá í því að við séum ósigraðir„Ég er bara ánægður með frammistöðuna í kvöld, við vorum að koma úr mjög erfiðum bikarleik á fimmtudaginn og þetta reyndi mikið á okkur“ „Ég er svekktur að fá ekki bæði stigin og svekktur með síðustu vörnina þegar Sveinn Andri sótti vítið, við áttum að þétta betur þá. Svona er þetta bara við tökum stigið og höldum áfram“ sagði Gunnar ósáttur við það að hans menn hafi ekki staðið vörnina betur í lokasókn ÍR „Við vorum orðnir mjög þreyttir síðustu 10 og það var farið að draga verulega af okkur. Adam Haukur var búinn í hnjánum og það auðvitað reyndi aðeins á okkur. Það var karakter að taka allvega eitt stig enn ég vildi bæði.“ sagði Gunni svekktur að hafa ekki fengið bæði stigin sem í boði voru Haukar eru sem fyrr á toppi deildarinnar, taplausir eftir 11 umferðir. Gunnar segir að liðið sé lítið að spá í því hvort þeir séu ósigraðir „Ég er auðvitað ánægður með stigasöfnunina, við erum lítið að spá í því hvort við séum ósigraðir eða ekki. Við erum bara að reyna að safna þessum stigum sem í boði eru enn núna fáum við 1-2 daga til að safna kröftum fyrir laugardaginn“ „Þessir síðustu dagar hafa tekið mikið á okkur og þessi bikarleikur reyndist okkur erfiður, það var mikið undir og hann var okkur erfiður andlega.“ sagði Gunnar að lokum Olís-deild karla
Jafntefli var niðurstaðan í stórleik 11. umferðar Olís deildar karla í Austurbergi í kvöld þar sem ÍR tók á móti Haukum. Haukar höfðu yfirhöndina í leiknum lengst af en liðin skyldu jöfn, 30-30. Adam Haukur Baumruk fór fyrir sínu liði í upphafi leiks og var kominn með 5 mörk eftir rúmar 10 mínútur. Haukar leiddu leikinn lengst af en ÍR-ingar voru alltaf á hælunum á þeim og hleyptu gestunum aldrei langt frá sér. Tvö mörk skyldu liðin að eftir fyrsta korterið, 7-9. Haukar náðu góðu áhlaupi undir lok fyrri hálfleiks og spiluðu virkilega góðan sóknarleik sem lét ÍR vörnina líta illa út. Gestirnir náðu þó ekki að stinga af og fjögur mörk skyldu liðin að þegar mest lét. ÍR svaraði áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks og munurinn þá tvö mörk, 16-18. Síðari hálfleikurinn var í járnum, heimamenn þéttu vörnina og náðu að loka betur á Adam Hauk og þeirra sóknarleik en Haukar þó alltaf skrefinu á undan og leiddu með tveimur mörkum þegar stundarfjórðungur var til leiksloka, 22-24. ÍR náði forystunni þegar um fimm mínútur voru eftir en leikurinn var jafn og það voru Haukarnir sem komust marki yfir þegar rétt um mínúta var til leiksloka, 29-30. ÍR hafði innan við mínútu til að jafna leikinn sem þeim tókst að gera. Sveinn Andri Sveinsson, sótti víti sem Sturla Ásgeirsson skoraði úr og jafnaði þar leikinn, 30-30. Haukarnir höfðu 4 sekúndur til að sækja stigin tvö en tíminn rann út og jafntefli niðurstaðan í þessum hörkuleik, 30-30. Af hverju varð jafntefli? Frábær barátta hjá ÍR að gefast ekki upp, þeir eltu allan leikinn en héldu alltaf áfram og misstu aldrei haus. Frábær karakter hjá þeim og á móti vel gert hjá Haukum sem spiluðu vel allan leikinn á háu tempói að missa leikinn ekki frá sér þrátt fyrir þetta áhlaup ÍR-inga undir lok leiks. Hverjir stóðu upp úr?Adam Haukur Baumruk var frábær í liði Hauka, það sást strax í upphafi leiks að hann ætlaði sér mikið í dag. ÍR náði að loka meira á hann í síðari hálfleik en hann var markahæstur í liði Hauka með 10 mörk. Atli Már Báruson og Tjörvi Þorgeirsson voru einnig öflugir sóknarlega Sturla Ásgeirsson var markahæstur í liði ÍR sem fyrr, skoraði 8 mörk og þar af jöfnunarmarkið á loka sekúndum leiksins úr víti. Eftir rólegan fyrri hálfleik þá steig Sigurður Ingiberg Ólafsson upp í þeim síðari og reyndist sínum mönnum mikilvægur í markinu.Hvað gekk illa? Varnarlega áttu ÍR-ingar erfitt framan af, þeir réðu illa við Adam Hauk í upphafi og þegar þeir reyndu að stöðva hann þá myndaðist alltof mikið pláss á línunni sem Haukarnir nýttu sér ítrekað og komust í góða forystu um miðbik fyrri hálfleiks. Hvað er framundan? Fyrri hluta deildarinnar er lokið og hefjum við seinni umferðina næst, í 12. umferð um næstu helgi. Liðin mæta nýliðum deildarinnar, Haukar heimsækja HK í Kórinn á meðan ÍR tekur á móti Fjölni, báðir leikirnir á laugardaginn næsta. Bjarni var nokkuð sáttur með leik sinna manna í dagvísir/báraBjarni Fritz: Hann er tapsár eins og ég„Með smá heppni hefðum við getað unnið“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, að leik loknum í Austurbergi þar sem liðið sótti eitt stig gegn toppliði Hauka „Við sóttum mjög hart að þeim í seinni hálfleik og vorum að spila mjög góðan leik. Við vorum ósáttir við varnarleikinn í fyrri hálfleik en heilt yfir þá var þetta góður leikur hjá okkur og bara skemmtilegur leikur“ „Við vorum að tala um það í hálfleik að okkur vantaði bara pínu auka, við vorum að standa vel en þeir eru bara svo rosalega þolimóðir. Þeir eru með mikil gæði og sérstaklega í línumönnunum hjá sér“ „Adam byrjaði að dúndra á okkur og þá fórum við aðeins út úr plani til að reyna að stöðva hann og þá losnaði bakvið okkur. Við þéttum það bara í seinni hálfleik og fórum aftur í planið okkar og það kom að því að hann klikkaði loksins!“ sagði Bjarni og talar þar um Adam Hauk Baumruk sem ÍR-ingar áttu erfitt með að stöðva „Vörnin var góð í seinni og með smá klókindum og smá heppni þá hefðum við kannski unnið en við vorum líka klaufar. Mér fannst við vera að skjóta illa á markið og fara illa með færin þegar við áttum séns á því að koma okkur í lykilstöðu“ Sigurður Ingiberg Ólafsson er án efa sterkur karakter sem á það til að byrja leiki rólega en virðist alltaf stíga upp þegar líður á. Bjarni segist tengja við þennan karakter og fílar það hvernig Siggi vinnur sig inní leikinn á ný „Mér finnst Siggi bara búa yfir karakter, hann býr yfir sigurvilja og er tapsár eins og ég. Ég fíla það og þegar maður er þannig þá berst maður stanslaust þar til maður kemst aftur inní leikinn.“ sagði Bjarni Fritzson að lokum ánægður með sinn markmann Gunnar: Við erum ekkert að spá í því að við séum ósigraðir„Ég er bara ánægður með frammistöðuna í kvöld, við vorum að koma úr mjög erfiðum bikarleik á fimmtudaginn og þetta reyndi mikið á okkur“ „Ég er svekktur að fá ekki bæði stigin og svekktur með síðustu vörnina þegar Sveinn Andri sótti vítið, við áttum að þétta betur þá. Svona er þetta bara við tökum stigið og höldum áfram“ sagði Gunnar ósáttur við það að hans menn hafi ekki staðið vörnina betur í lokasókn ÍR „Við vorum orðnir mjög þreyttir síðustu 10 og það var farið að draga verulega af okkur. Adam Haukur var búinn í hnjánum og það auðvitað reyndi aðeins á okkur. Það var karakter að taka allvega eitt stig enn ég vildi bæði.“ sagði Gunni svekktur að hafa ekki fengið bæði stigin sem í boði voru Haukar eru sem fyrr á toppi deildarinnar, taplausir eftir 11 umferðir. Gunnar segir að liðið sé lítið að spá í því hvort þeir séu ósigraðir „Ég er auðvitað ánægður með stigasöfnunina, við erum lítið að spá í því hvort við séum ósigraðir eða ekki. Við erum bara að reyna að safna þessum stigum sem í boði eru enn núna fáum við 1-2 daga til að safna kröftum fyrir laugardaginn“ „Þessir síðustu dagar hafa tekið mikið á okkur og þessi bikarleikur reyndist okkur erfiður, það var mikið undir og hann var okkur erfiður andlega.“ sagði Gunnar að lokum
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti