Hvorugur stærstu flokkana eigi skilinn kosningasigur Andri Eysteinsson skrifar 25. nóvember 2019 18:04 Blair var forsætisráðherra Bretlands 1997-2007. Getty/Horacio Villalobos „Við erum í algjöru rugli,“ sagði Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands um stöðu ríkisins í aðdraganda þingkosninga sem munu fara fram 12. desember næstkomandi. Boðað var til þingkosninga þremur árum á undan áætlun en rekja má þá ákvörðun til þess að þingheimi hefur ekki tekist að koma sér saman um lausn í Brexit-málum. Blair sem sat við stjórnvölinn í Downingstræti 10 frá 1997 til 2007 fyrir Verkamannaflokkinn sagði einnig að hvorugur stóru flokkanna, Verkamannaflokkurinn annars vegar og Íhaldsflokkurinn hins vegar, ættu skilinn kosningasigur í næsta mánuði. Forsætisráðherrann fyrrverandi ræddi komandi kosningar á ráðstefnu Reuters í London. „Sannleikurinn er sá að almenningur er alls ekki sannfærður um að flokkarnir eigi skilinn kosningasigur“ sagði Blair sem telur líklegt að Íhaldsflokkurinn muni að endingu halda meirihluta sínum.Blair ræddi einnig stöðu Verkamannaflokksins undir stjórn Jeremy Corbyn. Sagði hann að undir stjórn Marxísk-Leníníska hluta flokksins lofi Verkamannaflokkurinn byltingu. „Vandamálið með byltingar er ekki hvernig þær hefjast, heldur hvernig þær enda,“ sagði Blair. Hann sagðist þá óviss um að Verkamannaflokkurinn muni aftur færast nær miðju eftir að hafa færst vel til vinstri undir stjórn Corbyn.Blair sagðist einnig ekki hafa trú á því að Brexit-áætlun Boris Johnson og Íhaldsflokksins muni standast en Johnson hefur lofað útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu fyrir 31. janúar. Enn sé möguleiki á að Bretland yfirgefi ESB án samnings. „Það eru engar líkur á að viðræðum ljúki fyrir frestinn,“ sagði Blair. Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
„Við erum í algjöru rugli,“ sagði Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands um stöðu ríkisins í aðdraganda þingkosninga sem munu fara fram 12. desember næstkomandi. Boðað var til þingkosninga þremur árum á undan áætlun en rekja má þá ákvörðun til þess að þingheimi hefur ekki tekist að koma sér saman um lausn í Brexit-málum. Blair sem sat við stjórnvölinn í Downingstræti 10 frá 1997 til 2007 fyrir Verkamannaflokkinn sagði einnig að hvorugur stóru flokkanna, Verkamannaflokkurinn annars vegar og Íhaldsflokkurinn hins vegar, ættu skilinn kosningasigur í næsta mánuði. Forsætisráðherrann fyrrverandi ræddi komandi kosningar á ráðstefnu Reuters í London. „Sannleikurinn er sá að almenningur er alls ekki sannfærður um að flokkarnir eigi skilinn kosningasigur“ sagði Blair sem telur líklegt að Íhaldsflokkurinn muni að endingu halda meirihluta sínum.Blair ræddi einnig stöðu Verkamannaflokksins undir stjórn Jeremy Corbyn. Sagði hann að undir stjórn Marxísk-Leníníska hluta flokksins lofi Verkamannaflokkurinn byltingu. „Vandamálið með byltingar er ekki hvernig þær hefjast, heldur hvernig þær enda,“ sagði Blair. Hann sagðist þá óviss um að Verkamannaflokkurinn muni aftur færast nær miðju eftir að hafa færst vel til vinstri undir stjórn Corbyn.Blair sagðist einnig ekki hafa trú á því að Brexit-áætlun Boris Johnson og Íhaldsflokksins muni standast en Johnson hefur lofað útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu fyrir 31. janúar. Enn sé möguleiki á að Bretland yfirgefi ESB án samnings. „Það eru engar líkur á að viðræðum ljúki fyrir frestinn,“ sagði Blair.
Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira