Samherjamenn undirbúa varnirnar Davíð Stefánsson skrifar 26. nóvember 2019 06:15 Vísir/Sigurjón Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. Samherjamálið er á borði skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að stofnanirnar geti bætt við sig mannafla til að sinna verkefnunum. „Það er rétt að hafa í huga að hvorki félagið né einhverjir einstaklingar hafa opinbera réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Enn hefur enginn verið kallaður til skýrslutöku,“ segir Garðar G. Gíslason, hjá IUS Lögmannsstofu, sem mun verja Samherja. „En ég get staðfest að ég mun gæta hagsmuna félagsins í snertiflötum þessa máls innanlands,“ segir hann. „Félagið er ekki að samsama sig þeim einstaklingum sem nefndir hafa verið í þessu máli. Það skal ítrekað að Samherji hefur heitið fullri samvinnu og samráði með yfirvöldum vegna þessara mála.“ Garðar, sem verið hefur lögmaður Samherja til langs tíma, gætti meðal annars hagsmuna félagsins í áralöngum málarekstri Seðlabankans. Þá voru einstaklingar hvattir til að hafa lögmann sér við hlið. Yfirlögfræðingur Samherja, Arna Bryndís Baldvins McClure, staðfestir að hafa ráðið Halldór Brynjar Halldórsson. Nafn Örnu kemur oft fyrir í Samherjaskjölunum. Arnar Þór Stefánsson, hjá LEX Lögmannsstofu, staðfestir að hann verði lögmaður Egils Helga Árnasonar, sem kom að stjórnun ArcticNam, gegnum afríska lögmannsstofu. Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, mun hafa ráðið Svein Guðmundsson hjá Juralis. Jón Óttar var ráðgjafi hjá Samherja og er sagður hafa verið í innsta hring Namibíuveiðanna. Þá mun Garðar Víðir Gunnarsson, lögmaður hjá LEX lögmannsstofu, verja einstakling sem starfaði á vegum Samherja erlendis um árabil. Garðar staðfestir það en vill ekki gefa upp nöfn að svo stöddu. Líklegt þykir að það sé Ingvar Júlíusson, fjármálastjóri Samherja á Kýpur, eða Ingólfur Pétursson, fyrrverandi fjármálastjóri í Afríku. Þorsteinn Már Baldvinsson, sem vék tímabundið sem forstjóri, kveðst ekki hafa ráðið lögmann. Ekki er ljóst hvort Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Afríkustarfsemi Samherja, hafi ráðið lögmann. Stjórn Samherja hefur sagst hafa ráðið norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein til að rannsaka sín mál og ætlaði ekki að tjá sig um „einstaka ásakanir fyrr en niðurstöður liggja fyrir um rannsóknina á starfseminni í Afríku“. Birtist í Fréttablaðinu Samherjaskjölin Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Sjá meira
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. Samherjamálið er á borði skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að stofnanirnar geti bætt við sig mannafla til að sinna verkefnunum. „Það er rétt að hafa í huga að hvorki félagið né einhverjir einstaklingar hafa opinbera réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Enn hefur enginn verið kallaður til skýrslutöku,“ segir Garðar G. Gíslason, hjá IUS Lögmannsstofu, sem mun verja Samherja. „En ég get staðfest að ég mun gæta hagsmuna félagsins í snertiflötum þessa máls innanlands,“ segir hann. „Félagið er ekki að samsama sig þeim einstaklingum sem nefndir hafa verið í þessu máli. Það skal ítrekað að Samherji hefur heitið fullri samvinnu og samráði með yfirvöldum vegna þessara mála.“ Garðar, sem verið hefur lögmaður Samherja til langs tíma, gætti meðal annars hagsmuna félagsins í áralöngum málarekstri Seðlabankans. Þá voru einstaklingar hvattir til að hafa lögmann sér við hlið. Yfirlögfræðingur Samherja, Arna Bryndís Baldvins McClure, staðfestir að hafa ráðið Halldór Brynjar Halldórsson. Nafn Örnu kemur oft fyrir í Samherjaskjölunum. Arnar Þór Stefánsson, hjá LEX Lögmannsstofu, staðfestir að hann verði lögmaður Egils Helga Árnasonar, sem kom að stjórnun ArcticNam, gegnum afríska lögmannsstofu. Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, mun hafa ráðið Svein Guðmundsson hjá Juralis. Jón Óttar var ráðgjafi hjá Samherja og er sagður hafa verið í innsta hring Namibíuveiðanna. Þá mun Garðar Víðir Gunnarsson, lögmaður hjá LEX lögmannsstofu, verja einstakling sem starfaði á vegum Samherja erlendis um árabil. Garðar staðfestir það en vill ekki gefa upp nöfn að svo stöddu. Líklegt þykir að það sé Ingvar Júlíusson, fjármálastjóri Samherja á Kýpur, eða Ingólfur Pétursson, fyrrverandi fjármálastjóri í Afríku. Þorsteinn Már Baldvinsson, sem vék tímabundið sem forstjóri, kveðst ekki hafa ráðið lögmann. Ekki er ljóst hvort Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Afríkustarfsemi Samherja, hafi ráðið lögmann. Stjórn Samherja hefur sagst hafa ráðið norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein til að rannsaka sín mál og ætlaði ekki að tjá sig um „einstaka ásakanir fyrr en niðurstöður liggja fyrir um rannsóknina á starfseminni í Afríku“.
Birtist í Fréttablaðinu Samherjaskjölin Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Sjá meira