Íslendingur til Albaníu að samræma björgunaraðgerðir Heimsljós kynnir 27. nóvember 2019 13:00 Frá rústum byggingar eftir jarðskjálftann í Albaníu. GENT SHKULLAKU/GETTY Sólveig Þorvaldsdóttir byggingaverkfræðingur er komin til Albaníu á vegum Sameinuðu þjóðanna, þar sem hún tekur þátt í því að skipuleggja og samræma björgunaraðgerðir vegna jarðskjálftans aðfaranótt þriðjudags. Hún er send á vettvang á grundvelli samninga utanríkisráðuneytisins við Samræmingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum (OCHA) og við Slysavarnarfélagið Landsbjörg sem hún er félagi í. Tæplega fimmtíu manns hefur verið bjargað úr rústum húsa eftir jarðskjálftann sem mældist 6,4 á Richterskala og olli mestu tjóni í strandbænum Durres og þorpinu Thumane þar sem lýst hefur verið yfir þrjátíu daga neyðarástandi. Edi Rama frosætisráðherra lýsti yfir eins dags þjóðarsorg í morgun í Albaníu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum hefur 48 einstaklingum verið bjargað úr rústum húsa en 28 hafa fundist látnir. Mörg hundruð íbúar eru slasaðir og sveitir frá her, lögreglu og hjálparsamtökum berjast í kapp við tímann að finna fleira fólk á lífi í húsarústum. Alls eru um 200 sérfræðingar komnir til Albaníu til að taka þátt í björgunarstarfi og leita með aðstoð hunda daga og nætur. Þúsundir íbúa dvöldu næturlangt í tjöldum eða á bersvæði á fótboltaleikvangi Durres þar sem 27 hús hrundu að mestu leyti í skjálftanum. Margir óttast að snúa heim því eftirskjálftar hafa verið um þrjú hundruð talsins og hafa fundist víða á Balkanskaganum. Hátíðahöldum vegna þjóðhátíðadags Albaníu á morgun, 28. nóvember, hefur verið aflýst. Sólveig Þorvaldsdóttir hefur langa reynslu af því að starfa á neyðarvettvangi og í rústabjörgunarsveitum á Íslandi og erlendis. Hún er annar tveggja sérfræðinga sem óskað var eftir að færi af hálfu UNDAC til hamfarasvæðanna í Albaníu. UNDAC er alþjóðlegt viðbragðsteymi vegna neyðarástands á vegum OCHA sem er ein af lykilstofnunum utanríkisráðuneytisins í mannúðarmálum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Albanía Þróunarsamvinna Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent
Sólveig Þorvaldsdóttir byggingaverkfræðingur er komin til Albaníu á vegum Sameinuðu þjóðanna, þar sem hún tekur þátt í því að skipuleggja og samræma björgunaraðgerðir vegna jarðskjálftans aðfaranótt þriðjudags. Hún er send á vettvang á grundvelli samninga utanríkisráðuneytisins við Samræmingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum (OCHA) og við Slysavarnarfélagið Landsbjörg sem hún er félagi í. Tæplega fimmtíu manns hefur verið bjargað úr rústum húsa eftir jarðskjálftann sem mældist 6,4 á Richterskala og olli mestu tjóni í strandbænum Durres og þorpinu Thumane þar sem lýst hefur verið yfir þrjátíu daga neyðarástandi. Edi Rama frosætisráðherra lýsti yfir eins dags þjóðarsorg í morgun í Albaníu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum hefur 48 einstaklingum verið bjargað úr rústum húsa en 28 hafa fundist látnir. Mörg hundruð íbúar eru slasaðir og sveitir frá her, lögreglu og hjálparsamtökum berjast í kapp við tímann að finna fleira fólk á lífi í húsarústum. Alls eru um 200 sérfræðingar komnir til Albaníu til að taka þátt í björgunarstarfi og leita með aðstoð hunda daga og nætur. Þúsundir íbúa dvöldu næturlangt í tjöldum eða á bersvæði á fótboltaleikvangi Durres þar sem 27 hús hrundu að mestu leyti í skjálftanum. Margir óttast að snúa heim því eftirskjálftar hafa verið um þrjú hundruð talsins og hafa fundist víða á Balkanskaganum. Hátíðahöldum vegna þjóðhátíðadags Albaníu á morgun, 28. nóvember, hefur verið aflýst. Sólveig Þorvaldsdóttir hefur langa reynslu af því að starfa á neyðarvettvangi og í rústabjörgunarsveitum á Íslandi og erlendis. Hún er annar tveggja sérfræðinga sem óskað var eftir að færi af hálfu UNDAC til hamfarasvæðanna í Albaníu. UNDAC er alþjóðlegt viðbragðsteymi vegna neyðarástands á vegum OCHA sem er ein af lykilstofnunum utanríkisráðuneytisins í mannúðarmálum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Albanía Þróunarsamvinna Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent