Bjarnþóra María Pálsdóttir hjá lögreglunni á Hólmavík var send á vettvang fyrr í dag og segir málið vera komið í viðeigandi ferli. Hún segir í samtali við Vísi að fyrstu viðbrögð í svona málum séu alltaf að reyna að bjarga dýrinu en það hafi ekki verið raunhæft í þessu tilviki.
Ekki var hægt að fara í frekari aðgerðir í dag vegna myrkurs og kemur því betur í ljós á morgun hvaða skref verða tekin til að fjarlægja hræið.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að lögreglunni hafi verið tilkynnt um hvalrekann á fjórða tímanum í dag og var hann talinn dauður um tveimur tímum síðar. Málið er sagt vera í vinnslu og að framhald aðgerða verði skoðað á morgun. Umhverfisstofnun hafi jafnframt verið upplýst um málið.
Hér fyrir neðan má sjá myndband af dýrinu sem Bjarnþóra tók í dag.
Hvalur í fjörunniHvalur í fjörunni
Posted by Skotveiðifélag Íslands Skotvís on Wednesday, November 27, 2019