Leggja til stórhækkun á leigu félagslegra íbúða í Kópavogi Björn Þorfinnsson skrifar 28. nóvember 2019 06:19 Starfshópur leggur til að leigugjald fyrir félagslegar íbúðir í Kópavogi hækki um 30 prósent. Fréttablaðið/Vilhelm Starfshópur um endurbætur á félagslegu leiguhúsnæði í Kópavogi leggur til að húsaleiga félagslegra íbúða hækki um 30 prósent að jafnaði. Á móti komi stuðningur við ákveðna einstaklinga. Að sögn starfshópsins er félagslega húsnæðiskerfið í Kópavogi með öllu ósjálfbært. Leigutekjur standi ekki undir rekstrinum og lánagreiðslum og það þrátt fyrir að kostnaður við reksturinn sé vantalinn. Bærinn greiði niður félagslegar íbúðir og að það feli í sér óbeinan styrk til þeirra sem komast inn í kerfið. Afleiðingin sé að mikill hvati sé til að halda sig innan kerfisins. Ef tillögur starfshópsins ná fram að ganga verður öllum leigusamningum sagt upp og endursamið við leigutaka Starfshópur um endurbætur á félagslegu leiguhúsnæði í Kópavogi var skipaður sjö starfsmönnum bæjarins og bæjarfulltrúum og tók til starfa í byrjun janúar 2019. Hópurinn skilaði af sér skýrslu í maí 2019. Starfsmaður hópsins var verkfræðingurinn Auðunn Freyr Ingvarsson í gegnum félag sitt Gnaris ehf. Auðunn Freyr starfaði sem framkvæmdastjóri Félagsbústaða um fimm ára skeið en í lok ársins 2018, nokkrum mánuðum áður en hann hóf störf fyrir starfshópinn, sagði hann starfi sínu lausu. Í fjölmiðlum var því haldið fram að ástæðan hefði verið 330 milljóna króna framúrkeyrsla við framkvæmdir Félagsbústaða í Írabakka. Samkvæmt svari við fyrirspurn Fréttablaðsins hlaut Auðunn Freyr um 4,1 milljónar króna þóknun fyrir ráðgjöf sína en hann var eini launaði starfsmaður hópsins. Í skýrslunni er núverandi staða félagslega húsnæðiskerfisins, HNK, greind og er hún sögð með öllu ósjálf bær. Leigutekjur standi ekki undir rekstri kerfisins og lánagreiðslum og það þrátt fyrir að kostnaður við reksturinn sé vantalinn. Þannig er ekki gert ráð fyrir neinum launakostnaði við HNK þrátt fyrir að nokkrir starfsmenn Kópavogsbæjar sinni verkefnum við rekstur félagsins. Í skýrslunni kemur fram að samkvæmt bráðabirgða rekstrarniðurstöðum fyrir árið 2018 hafi afkoma félagsins verið 49 milljónir króna. Það dugði ekki til þess að greiða niður af borganir af skuldum sem námu um 154 milljónum króna. Til að standa undir rekstrinum þurfi leigutekjur að aukast um 160 milljónir króna á ársgrundvelli. Í skýrslunni kemur fram að vandamálið sé að Kópavogsbær sé að greiða niður félagslegar íbúðir í bænum sem felur í sér óbeinan styrk til þeirra sem á annað borð komast inn í kerfið. Afleiðingin af því sé að mikill hvati sé til að halda sig innan kerfisins því stökkið út á almennan leigumarkað sé stórt. Með núverandi kerfi sé stuðningi beint víðar en hans sé þörf og því verði að hækka leiguna en styðja persónubundið þá sem þurfa á því að halda. Þannig verði fjárhagslegum stuðningi beint til þeirra sem mest þurfa á honum að halda. Þá leggur starfshópurinn einnig til að tekið sé upp nýtt kerfi þar sem leiguverð verði ákveðið með fastri leigu á hverja íbúð auk ákveðins gjalds fyrir hvern fermetra. Í dag sé leiguverðið metið út frá fasteignamati íbúða. Nái hið nýja leiguverð fram að ganga verður húsaleigan aðeins hærri en hjá Félagsbústöðum. Það skýrist af því að Félagsbústaðir hafi ekki enn hækkað leigu eins og nauðsyn sé til þess að félagið verði sjálfbært. Þá kemur enn fremur fram að margir ólíkir leigusamningar séu í gildi í félagslega kerfinu í Kópavogi og ósamræmi sé í verðlagningu á leigu milli íbúða. Ef tillögur starfshópsins ná fram að ganga verður öllum leigusamningum sagt upp og endursamið við leigutaka. Stefnt verður að því að leiguverð verði undir 25 prósentum af skattskyldum tekjum leigjenda. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Kópavogur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Starfshópur um endurbætur á félagslegu leiguhúsnæði í Kópavogi leggur til að húsaleiga félagslegra íbúða hækki um 30 prósent að jafnaði. Á móti komi stuðningur við ákveðna einstaklinga. Að sögn starfshópsins er félagslega húsnæðiskerfið í Kópavogi með öllu ósjálfbært. Leigutekjur standi ekki undir rekstrinum og lánagreiðslum og það þrátt fyrir að kostnaður við reksturinn sé vantalinn. Bærinn greiði niður félagslegar íbúðir og að það feli í sér óbeinan styrk til þeirra sem komast inn í kerfið. Afleiðingin sé að mikill hvati sé til að halda sig innan kerfisins. Ef tillögur starfshópsins ná fram að ganga verður öllum leigusamningum sagt upp og endursamið við leigutaka Starfshópur um endurbætur á félagslegu leiguhúsnæði í Kópavogi var skipaður sjö starfsmönnum bæjarins og bæjarfulltrúum og tók til starfa í byrjun janúar 2019. Hópurinn skilaði af sér skýrslu í maí 2019. Starfsmaður hópsins var verkfræðingurinn Auðunn Freyr Ingvarsson í gegnum félag sitt Gnaris ehf. Auðunn Freyr starfaði sem framkvæmdastjóri Félagsbústaða um fimm ára skeið en í lok ársins 2018, nokkrum mánuðum áður en hann hóf störf fyrir starfshópinn, sagði hann starfi sínu lausu. Í fjölmiðlum var því haldið fram að ástæðan hefði verið 330 milljóna króna framúrkeyrsla við framkvæmdir Félagsbústaða í Írabakka. Samkvæmt svari við fyrirspurn Fréttablaðsins hlaut Auðunn Freyr um 4,1 milljónar króna þóknun fyrir ráðgjöf sína en hann var eini launaði starfsmaður hópsins. Í skýrslunni er núverandi staða félagslega húsnæðiskerfisins, HNK, greind og er hún sögð með öllu ósjálf bær. Leigutekjur standi ekki undir rekstri kerfisins og lánagreiðslum og það þrátt fyrir að kostnaður við reksturinn sé vantalinn. Þannig er ekki gert ráð fyrir neinum launakostnaði við HNK þrátt fyrir að nokkrir starfsmenn Kópavogsbæjar sinni verkefnum við rekstur félagsins. Í skýrslunni kemur fram að samkvæmt bráðabirgða rekstrarniðurstöðum fyrir árið 2018 hafi afkoma félagsins verið 49 milljónir króna. Það dugði ekki til þess að greiða niður af borganir af skuldum sem námu um 154 milljónum króna. Til að standa undir rekstrinum þurfi leigutekjur að aukast um 160 milljónir króna á ársgrundvelli. Í skýrslunni kemur fram að vandamálið sé að Kópavogsbær sé að greiða niður félagslegar íbúðir í bænum sem felur í sér óbeinan styrk til þeirra sem á annað borð komast inn í kerfið. Afleiðingin af því sé að mikill hvati sé til að halda sig innan kerfisins því stökkið út á almennan leigumarkað sé stórt. Með núverandi kerfi sé stuðningi beint víðar en hans sé þörf og því verði að hækka leiguna en styðja persónubundið þá sem þurfa á því að halda. Þannig verði fjárhagslegum stuðningi beint til þeirra sem mest þurfa á honum að halda. Þá leggur starfshópurinn einnig til að tekið sé upp nýtt kerfi þar sem leiguverð verði ákveðið með fastri leigu á hverja íbúð auk ákveðins gjalds fyrir hvern fermetra. Í dag sé leiguverðið metið út frá fasteignamati íbúða. Nái hið nýja leiguverð fram að ganga verður húsaleigan aðeins hærri en hjá Félagsbústöðum. Það skýrist af því að Félagsbústaðir hafi ekki enn hækkað leigu eins og nauðsyn sé til þess að félagið verði sjálfbært. Þá kemur enn fremur fram að margir ólíkir leigusamningar séu í gildi í félagslega kerfinu í Kópavogi og ósamræmi sé í verðlagningu á leigu milli íbúða. Ef tillögur starfshópsins ná fram að ganga verður öllum leigusamningum sagt upp og endursamið við leigutaka. Stefnt verður að því að leiguverð verði undir 25 prósentum af skattskyldum tekjum leigjenda.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Kópavogur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira