Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 18-31 | Erfið byrjun hjá Halldóri og hans mönnum

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
Halldór náði góðum árangri með karlalið FH en hann fer erfiðlega af stað í Safamýrinni
Halldór náði góðum árangri með karlalið FH en hann fer erfiðlega af stað í Safamýrinni vísir/daníel
Fram og Valur mættust í Olís deild karla í Safamýri í dag. Fram var í 10. sæti deildarinnar með 7 stig og Valur í 7. sæti með 13 stig. Valur er á góðu róli núna og var þetta 6. leikurinn sem þeir vinna í röð.

Leikurinn fór heldur hægt af stað og var lítið skorað. Varnarleikur beggja liða var góður og áttu liðin erfitt með að brjóta sig í gegn. Á 12. mínútu gaf Valur í og kom sér í 3 marka forrystu. Eftir það var ekki aftur snúið og var staðan 8-13 þegar flautað var til hálfleiks.

Í seinni hálfleik héldu Valsmenn áfram að keyra og Fram átti erfitt að koma sér í gang. Þegar um 10. mínútur voru eftir af leiknum rönkuðu þeir aðeins við sér og náðu að minnka muninn í 6 mörk en Valsmenn brugðust fjótt við og voru lokatölur 18-31 Valsmönnum í vil.

Afhverju vann Valur?

Valur hafði voru sterkari sóknarlega og varnarlega. Þeir nýttu sér mistök Frammara og voru fljótir að refsa. Um leið og þeir voru komnir í gang í fyrri hálfleik var ekki aftur snúið og því sigurinn aldrei í hættu.

Hvað gekk illa?

Frammara áttu erfitt með að brjótast í gegnum vörn Vals. Þeir misstu Valsmenn frá sér snemma leiks og áttu erfitt með að halda í við þá. Þegar kom pressa á þá fóru þeir að kasta útaf og voru nokkrir tapaðir boltar sem Valsmenn nýttu sér.

Hverjir stóðu upp úr?

Hjá Val var það Daníel Freyr Andrésson sem lokaði markinu. Hann var með 17 bolta varða og með 53% markvörslu. Markahæstur í liði Vals var Anton Rúnarsson með 7 mörk. Agnar Smári Jónsson, Finnur Ingi Stefánsson og Vignir Stefánsson voru allir með 5 mörk.

Hjá Fram var Þorgrímur Smári Ólafsson markahæstu með 7 mörk en það dugði ekki til.

Hvað gerist næst?

Í næstu umferð tekur Valur á móti FH á Hlíðarenda mánudaginn 9. desember kl 19:30 og verður sá leikur sýndur í beinni. Fram fer hinsvegar til Vestmannaeyja og keppir á móti ÍBV laugardaginn 7. desember.

Snorri Steinn: Vissum ekki alveg við hverju átti að búast.

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum sáttur með frammistöðu sinna manna eftir að þeir lögðu Fram 18-31 í Safamýrinni í dag.

,,Ég er mjög ánægður. Þrettán marka sigur, ég ætla ekki að kvarta yfir því.” En Valur er búin að vinna 6 leiki í röð í deildinni. Sigur Vals var aldrei í hættu og voru þeir komnir í  8-13 í hálfleik. Þegar flautað var til seinni hálfleiks héldu þeir áfram og sigruðu með 13 marka mun.

,,Þetta tók smá tíma hjá okkur en við gerðum ráð fyrir því. Nú er Dóri tekinn við og við vissum ekki alveg við hverju á að búast.” Leikurin var jafn fyrstu 10 mínúturnar en þá tóku Valsmenn forrystu sem þeir slepptu ekki hendinni af.

Bæði varnarleikurinn og sóknarleikurinn var góður og átti Fram í erfiðleikum með að brjóta sér leið í gegnum vörnina.

Nú er deildin hálfnuð og Snorri er vongóður með framhaldið. ,, Það er góður taktur í okkur og við erum að spila fínann bolta. Það eru tveir leikir eftir fram að pásu og tveir sigrar væru mjög vel þegnir.”

Halldór Jóhann: Vorum sjálfum okkur verstir.

Halldór Jóhann Sigfússon, nýráðinn þjálfari Fram, var svekktur eftir tapið sem liðið gerði á móti Val í dag.

,,Við missum leikinn frá okkur í fyrri hálfleik. Við vorum að kasta í fætur, kasta útaf og við skulum segja að það sé mikið verk fyrir höndum.” Fram byrjaði vel og var varnarleikur liðsins sterkur í fyrri hálfleik. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 8-13 fyrir Val og náðu Frammara sér ekki á strik.

Þetta er fyrsti leikur Fram undir stjórn Halldórs og var lítill tími til stefnu til að koma með áherslubreytingar. ,,Við einbeittum okkur á að laga varnarleikinn en það er ekki hægt að gera mikið á þremur dögum.”

Halldór var að vonum ósáttur með hvernig leikmenn misstu hausinn í seinni hálfleik. ,,Það kom smá kafli sem við náum þetta niður í 6-7 mörk, en svo missum við þetta frá okkur aftur, agaleysi og röð mistaka”

Næsti leikur liðsins er á móti ÍBV og ætlast Halldór að leikmenn liðsins síni viðbrögð, spyrni sér frá botninum og setji meira í þetta. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira