Ungmenni mótmæltu svörtum föstudegi á Glerártorgi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. nóvember 2019 22:15 Ungmenni á Akureyri gengu fylktu liði að Verslunarmiðstöðinni Glerártorgi í dag til að mótmæla óþarfa neyslu á hinum svokallaða svarta föstudegi. Unga fólkið hefur miklar áhyggjur af loftslagsbreytingum. Undanfarna föstudaga hafa ungmenni á Akureyri komið saman á Ráðhústorgi, til að taka þátt í alheimsverkfalli vegna loftslagsbreytinga. Á því var engin breyting í dag Krafist er aðgerða í loftslagsmálum og fyrir mótmælendum á Akureyri fer hin fjórtán ára gamla Þorbjörg Þóroddsdóttir. Hún hefur mætt á hver einuststu föstudagsmótmæli enda er áhyggjufull yfir framtíðinni, verði ekkert gert til að stemma í stigu við loftslagsbreytingar. „Ég hef aðallega áhyggjur af því að við deyjum öll. Mér finnst oft eins og það sé litið á það sem gerist sé að nokkrar plöntur deyji en þetta er miklu alvarlega en það. Vatnið súrnar og við höfum ekkert að borða. Við munum bara öll deyja út ef við gerum ekkert í þessu.“Finnst þér vera á ykkur hlustað? „Ekki nógu mikið.“Þorbjörg Þóroddsdóttir krefst aðgerða í loftslagsmálum.Vísir/Tryggvi.Frá Ráðhústorgi var gengið yfir á Glerártorg þar sem óþarfa neyslu á svörtum föstudegi var mótmælt. Með því vildu mótmælendur standa fyrir vitundarvakningu á skaðsemi mikillar neyslu á umhverfið. „Þetta er ein af grunnrótum loftslagsvandanum í dag. Það er neysla Vesturlandabúa þannig að það er til mikils að mótmæla þessu,“ segir Harpa Barkardóttir, formaður Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi.Haldið þið að þessi skilaboð nái til þeirra sem eru að versla hérna í dag? „Já, það held ég. Fólk tók vel eftir okkur þarna inni.“ Skilaboð mótmælenda á tilboðsdeginum mikla voru afar skýr.„Þetta er bara neysluveisla sem við ættum öll að sniðganga.“ Akureyri Loftslagsmál Neytendur Tengdar fréttir Verslunin sem hafnar svörtum föstudegi Eigendur verslunarinnar Vistveru við Bústaðaveg ætla ekki að taka þátt í hinum svokallaða "svarta föstudegi“, þvert á þá þróun sem virðist hafa orðið meðal verslana á íslenskum markaði. 28. nóvember 2019 16:00 Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. 22. febrúar 2019 19:00 Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga. 16. apríl 2019 17:03 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Ungmenni á Akureyri gengu fylktu liði að Verslunarmiðstöðinni Glerártorgi í dag til að mótmæla óþarfa neyslu á hinum svokallaða svarta föstudegi. Unga fólkið hefur miklar áhyggjur af loftslagsbreytingum. Undanfarna föstudaga hafa ungmenni á Akureyri komið saman á Ráðhústorgi, til að taka þátt í alheimsverkfalli vegna loftslagsbreytinga. Á því var engin breyting í dag Krafist er aðgerða í loftslagsmálum og fyrir mótmælendum á Akureyri fer hin fjórtán ára gamla Þorbjörg Þóroddsdóttir. Hún hefur mætt á hver einuststu föstudagsmótmæli enda er áhyggjufull yfir framtíðinni, verði ekkert gert til að stemma í stigu við loftslagsbreytingar. „Ég hef aðallega áhyggjur af því að við deyjum öll. Mér finnst oft eins og það sé litið á það sem gerist sé að nokkrar plöntur deyji en þetta er miklu alvarlega en það. Vatnið súrnar og við höfum ekkert að borða. Við munum bara öll deyja út ef við gerum ekkert í þessu.“Finnst þér vera á ykkur hlustað? „Ekki nógu mikið.“Þorbjörg Þóroddsdóttir krefst aðgerða í loftslagsmálum.Vísir/Tryggvi.Frá Ráðhústorgi var gengið yfir á Glerártorg þar sem óþarfa neyslu á svörtum föstudegi var mótmælt. Með því vildu mótmælendur standa fyrir vitundarvakningu á skaðsemi mikillar neyslu á umhverfið. „Þetta er ein af grunnrótum loftslagsvandanum í dag. Það er neysla Vesturlandabúa þannig að það er til mikils að mótmæla þessu,“ segir Harpa Barkardóttir, formaður Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi.Haldið þið að þessi skilaboð nái til þeirra sem eru að versla hérna í dag? „Já, það held ég. Fólk tók vel eftir okkur þarna inni.“ Skilaboð mótmælenda á tilboðsdeginum mikla voru afar skýr.„Þetta er bara neysluveisla sem við ættum öll að sniðganga.“
Akureyri Loftslagsmál Neytendur Tengdar fréttir Verslunin sem hafnar svörtum föstudegi Eigendur verslunarinnar Vistveru við Bústaðaveg ætla ekki að taka þátt í hinum svokallaða "svarta föstudegi“, þvert á þá þróun sem virðist hafa orðið meðal verslana á íslenskum markaði. 28. nóvember 2019 16:00 Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. 22. febrúar 2019 19:00 Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga. 16. apríl 2019 17:03 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Verslunin sem hafnar svörtum föstudegi Eigendur verslunarinnar Vistveru við Bústaðaveg ætla ekki að taka þátt í hinum svokallaða "svarta föstudegi“, þvert á þá þróun sem virðist hafa orðið meðal verslana á íslenskum markaði. 28. nóvember 2019 16:00
Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. 22. febrúar 2019 19:00
Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga. 16. apríl 2019 17:03