Grænlendingar leggja drög að smíði veglegs þjóðarleikvangs Kristján Már Unnarsson skrifar 10. nóvember 2019 21:15 Þjóðarleikvangurinn yrði yfirbyggður með hvolfþaki og stórum útsýnisgluggum, samkvæmt teikningu danska arkitektsins Bjarke Ingels fyrir sveitarfélagið Sermersooq. Teikning/Sermersooq, Bjarke Ingels. Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að setja starfshóp á laggirnar til að kanna áhuga fjárfesta á að taka þátt í gerð innanhúss þjóðarleikvangs í Nuuk. Hugmyndin er að mannvirkið þjóni jafnt sem íþróttaleikvangur, sýningarhöll og tónleikastaður og verði þannig allt í senn; íþrótta-, viðskipta- og menningarmiðstöð. Þetta kemur fram í svari Ane Lone Bagger, ráðherra menningarmála, í tilefni af þingsályktunartillögu sem liggur fyrir grænlenska þinginu um málið, að því er Sermitsiaq greinir frá. Kostnaður við þjóðarleikvanginn er áætlaður á bilinu 5,5 til 9 milljarðar íslenskra króna.Íþrótta- og sýningarhöllinni er ætlað að verða einkennistákn Nuuk. Hún yrði staðsett á milli nýju hafnarinnar og nýja flugvallarins, skammt frá sundhöll og golfvelli.Teikning/Sermersooq, Bjarke Ingels.Íþróttaleikvangurinn yrði ekki bara fyrir keppnisfólk og landslið Grænlands heldur vill ráðherrann að hann nýtist börnum og ungmennum sem og öllum almenningi til daglegra íþróttaiðkana. Bæjaryfirvöld í Nuuk, sveitarfélaginu Sermersooq, hafa haft forystu um málið og tekið frá lóð miðsvæðis í höfuðstaðnum, skammt frá sundhöllinni, með útsýni yfir höfnina. Fengu þau danska arkitektinn Bjarke Ingels fyrir þremur árum til að teikna íþróttahöllina með það að markmiði að hún yrði einkennistákn Nuuk, rétt eins og óperuhúsið er fyrir borgina Sidney og Eiffel-turninn fyrir Paris.Hvítt hvolfþakið minnir á þak Laugardalshallar.Mynd/Sermersooq, Bjarke Ingels.Bjarke Ingels er orðinn eitt stærsta nafn heims á sviði húsahönnunar. Árið 2011 útnefndi Wall Street Journal hann sem frumkvöðul ársins í arkitektúr og árið 2016 komst hann á lista Time Magazine yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. Grænland hefur ekki átt knattspyrnulandslið um langt skeið vegna aðstöðuleysis. Ráðherrann Ane Lone Bagger segir að þjóðarleikvangur opni ný tækifæri.Frá sundhöllinni í Nuuk. Hún var opnuð árið 2003.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Aðild að Evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, myndi þýða að landslið Grænlendinga í knattspyrnu gætu tekið þátt í Evrópukeppninni, og með aðild að Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, gætum við í framtíðinni glaðst yfir landsliðum okkar á HM,“ segir ráðherrann í svari sínu. Nuuk státar nú þegar af veglegri sundhöll og góðu skíðasvæði, eins og fram kom í þætti Stöðvar 2 árið 2017 um mannlífið þar, sem sjá má hér: Grænland Íþróttir Norðurslóðir Tengdar fréttir Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að setja starfshóp á laggirnar til að kanna áhuga fjárfesta á að taka þátt í gerð innanhúss þjóðarleikvangs í Nuuk. Hugmyndin er að mannvirkið þjóni jafnt sem íþróttaleikvangur, sýningarhöll og tónleikastaður og verði þannig allt í senn; íþrótta-, viðskipta- og menningarmiðstöð. Þetta kemur fram í svari Ane Lone Bagger, ráðherra menningarmála, í tilefni af þingsályktunartillögu sem liggur fyrir grænlenska þinginu um málið, að því er Sermitsiaq greinir frá. Kostnaður við þjóðarleikvanginn er áætlaður á bilinu 5,5 til 9 milljarðar íslenskra króna.Íþrótta- og sýningarhöllinni er ætlað að verða einkennistákn Nuuk. Hún yrði staðsett á milli nýju hafnarinnar og nýja flugvallarins, skammt frá sundhöll og golfvelli.Teikning/Sermersooq, Bjarke Ingels.Íþróttaleikvangurinn yrði ekki bara fyrir keppnisfólk og landslið Grænlands heldur vill ráðherrann að hann nýtist börnum og ungmennum sem og öllum almenningi til daglegra íþróttaiðkana. Bæjaryfirvöld í Nuuk, sveitarfélaginu Sermersooq, hafa haft forystu um málið og tekið frá lóð miðsvæðis í höfuðstaðnum, skammt frá sundhöllinni, með útsýni yfir höfnina. Fengu þau danska arkitektinn Bjarke Ingels fyrir þremur árum til að teikna íþróttahöllina með það að markmiði að hún yrði einkennistákn Nuuk, rétt eins og óperuhúsið er fyrir borgina Sidney og Eiffel-turninn fyrir Paris.Hvítt hvolfþakið minnir á þak Laugardalshallar.Mynd/Sermersooq, Bjarke Ingels.Bjarke Ingels er orðinn eitt stærsta nafn heims á sviði húsahönnunar. Árið 2011 útnefndi Wall Street Journal hann sem frumkvöðul ársins í arkitektúr og árið 2016 komst hann á lista Time Magazine yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. Grænland hefur ekki átt knattspyrnulandslið um langt skeið vegna aðstöðuleysis. Ráðherrann Ane Lone Bagger segir að þjóðarleikvangur opni ný tækifæri.Frá sundhöllinni í Nuuk. Hún var opnuð árið 2003.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Aðild að Evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, myndi þýða að landslið Grænlendinga í knattspyrnu gætu tekið þátt í Evrópukeppninni, og með aðild að Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, gætum við í framtíðinni glaðst yfir landsliðum okkar á HM,“ segir ráðherrann í svari sínu. Nuuk státar nú þegar af veglegri sundhöll og góðu skíðasvæði, eins og fram kom í þætti Stöðvar 2 árið 2017 um mannlífið þar, sem sjá má hér:
Grænland Íþróttir Norðurslóðir Tengdar fréttir Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24
Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45
Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00
Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40