Björgunarsveitir hafa einungis verið kallaðar út einu sinni það sem af er degi. Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi um klukkan 21:45.
Óveður hefur gengið yfir landið í dag og hefa gular og appelsínugular viðvaranir verið í gildi.
„Það var eitt útkall í Grindavík í kringum klukkan 17. Það var foktjón, þakklæðing sem hafði fokið. Björgunarsveitarmönnum tókst að leysa það á hálftíma eða svo.“
Hann segist fagna því að vel hafi gengið. „Miðað við veðurspár þá ætti mesti kúfurinn að vera núna. Það má vera að fólk hafi almennt tekið mark á viðvörunum og lítið verið á ferðinni,“ segir Davíð.
Eitt útkall hjá björgunarsveitum það sem af er degi
Atli Ísleifsson skrifar
