Á þriðja fjórðungi ársins seldust fleiri nýjir rafbílar í Bandaríkjunum en beinskiptir. Sala rafbíla jókst á sama tíma og sala beinskiptra bíla dróst saman.
Þessi dagur hlaut að koma, áhugi á beinskiptum bílum hefur minnkað hægt og rólega í næstum heil öld í Bandaríkjunum. Margir framleiðendur hafa raunar ákveðið að hætta að framleiða beinskipta bíla eða bjóða til sölu í Bandaríkjunum. Salan dróst saman um 1,1% á þriðja ársfjórðungi.
Rafbílar eru afar vinnsælir og með auknu framboði er salan líkleg til að aukast enn frekar. Sala rafbíla jókst um 1,9% á þriðja ársfjórðungi í Bandaríkjunum og það dugði til að taka fram úr beinskiptum. Enda fara beinskiptingar og rafbílar sjaldan saman.
