Stjórnarmaður í SFS dæmdur fyrir skattalagabrot og peningaþvætti Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. nóvember 2019 06:45 Héraðsdómur Vesturlands er í Borgarnesi. Vísir/Egill Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands, var á dögunum dæmdur í Héraðsdómi Vesturlands í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn bókhaldslögum, meiri háttar skattalagabrot og peningaþvætti. Þá er Ólafi, sem er einnig stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), gert að greiða rúmlega 36 milljóna króna sekt í ríkissjóð en hann játaði brot sín skýlaust fyrir dómi. Samkvæmt dóminum rangfærði Ólafur bókhald hraðfrystihússins með því að gefa út ranga kreditreikninga á hendur félaginu Sæmark-Sjávarafurðir í þeim tilgangi að taka fjármuni í eigin þágu. Á árunum 2013-2015 skilaði Ólafur röngum skattframtölum þar sem tekjur hans voru vantaldar um tæpar 45 milljónir. Komu þær tekjur bæði frá Hraðfrystihúsi Hellissands og Sæmarki-Sjávarafurðum. Þar að auki var hann dæmdur fyrir notkun á erlendu kreditkorti sem greitt var með fjármunum frá Sigurði Gísla Björnssyni, forsvarsmanni Sæmarks. Alls komst Ólafur hjá því að greiða tekjuskatt og útsvar sem nemur tæpri 21 milljón króna. Með því að nýta sér þá fjármuni var hann dæmdur fyrir peningaþvætti. Fram kemur í dóminum að Ólafur hafi ekki áður sætt refsingu og játning hans er metin honum til málsbóta við ákvörðun refsingar. Ólafur hefur þegar endurgreitt vangreiddan tekjuskatt en hefur samkvæmt dóminum fjórar vikur til að greiða sektina. Verjandi Ólafs afsalaði sér þóknun vegna starfa sinna. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Sjávarútvegur Snæfellsbær Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands, var á dögunum dæmdur í Héraðsdómi Vesturlands í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn bókhaldslögum, meiri háttar skattalagabrot og peningaþvætti. Þá er Ólafi, sem er einnig stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), gert að greiða rúmlega 36 milljóna króna sekt í ríkissjóð en hann játaði brot sín skýlaust fyrir dómi. Samkvæmt dóminum rangfærði Ólafur bókhald hraðfrystihússins með því að gefa út ranga kreditreikninga á hendur félaginu Sæmark-Sjávarafurðir í þeim tilgangi að taka fjármuni í eigin þágu. Á árunum 2013-2015 skilaði Ólafur röngum skattframtölum þar sem tekjur hans voru vantaldar um tæpar 45 milljónir. Komu þær tekjur bæði frá Hraðfrystihúsi Hellissands og Sæmarki-Sjávarafurðum. Þar að auki var hann dæmdur fyrir notkun á erlendu kreditkorti sem greitt var með fjármunum frá Sigurði Gísla Björnssyni, forsvarsmanni Sæmarks. Alls komst Ólafur hjá því að greiða tekjuskatt og útsvar sem nemur tæpri 21 milljón króna. Með því að nýta sér þá fjármuni var hann dæmdur fyrir peningaþvætti. Fram kemur í dóminum að Ólafur hafi ekki áður sætt refsingu og játning hans er metin honum til málsbóta við ákvörðun refsingar. Ólafur hefur þegar endurgreitt vangreiddan tekjuskatt en hefur samkvæmt dóminum fjórar vikur til að greiða sektina. Verjandi Ólafs afsalaði sér þóknun vegna starfa sinna.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Sjávarútvegur Snæfellsbær Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira