Einn helsti bakhjarl Hvítu hjálmanna dó í Tyrklandi Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2019 13:18 Hvítir hjálmar að störfum í Aleppo í Sýrlandi. Vísir/Getty Einn af helstu bakhjörlum Hvítu hjálmanna svokölluðu (Syrian Civil Defence) í Sýrlandi fannst látinn í Istanbúl í dag. Hinn breski James Le Mesurier fannst fyrir utan íbúð sína í borginni og er hann sagður hafa fallið af svölum íbúðarinnar í nótt. Ekki liggur fyrir hvernig það kom til og lögreglan hefur ekki útilokað að glæpur hafi verið framin, samkvæmt CNN. Eiginkona Le Mesurier var heima en hún var sofandi þegar hann dó.Le Mesurier stofnaði samtökin Mayday Rescue og þau samtök þjálfuðu marga af hjálparsveitum SCD, sem sagðir eru hafa bjargað þúsundum lífa í Sýrlandi. Hann er í raun talinn einn af stofnendum Hvítu hjálmanna. Áður starfaði Le Mesurier, samkvæmt BBC, hjá breska hernum og Sameinuðu þjóðunum. Hann var heiðraður árið 2016 af drottningu Bretlands fyrir störf hans í tengslum við SCD og almenna borgara í Sýrlandi. Hvítu hjálmarnir hafa fengið fjármagn frá vesturlöndum, þar á meðal tugi milljóna dollara frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir fjármunir eru sagðir hafa runnið til þess að þjálfa sjálfboðaliða í björgunarstörfum. Þessar vestrænu tengingar hefur rússneska áróðursherferðin notfært sér og lýst Hvítu hjálmunum sem handbendum Vesturlanda. Herferðin hefur leitt til þess að stjórnarherinn eltir uppi félaga í samtökunum þegar hann vinnur svæði af uppreisnarmönnum. Sumir þeirra hafa þá verið handteknir og pyntaðir.Sjá einnig: Hvítu hjálmarnir skotmark upplýsingafölsunar RússaMyndbönd og myndir sem teknar hafa verið af sjálfboðaliðum SCD hafa þó verið notaðar til að varpa ljósi á loftárásir Rússa og stjórnarhers Sýrlands á sjúkrahús og híbýli almennra borgara í Sýrlandi. Þá voru gögn frá þeim einnig notuð til að koma upp um efnavopnaárás stjórnarhersins á Khan Sheikhoun.Áróðursherferðin í garð Hvítu hjálmanna hófst um það leyti sem aðgerðir Rússa í Sýrlandi hófust og hafa samtökin meðal annars verið sökuð um hryðjuverk og skipulagningar efnavopnaárása. Nú síðast um helgina tísti Utanríkisráðuneyti Rússlands tilvitnun í talskonu ráðuneytisins um að Le Mesurier hefði verið útsendari leyniþjónustu Bretlands og hann tengdist hryðjuverkasamtökum víða um heim. Bretland Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Einn af helstu bakhjörlum Hvítu hjálmanna svokölluðu (Syrian Civil Defence) í Sýrlandi fannst látinn í Istanbúl í dag. Hinn breski James Le Mesurier fannst fyrir utan íbúð sína í borginni og er hann sagður hafa fallið af svölum íbúðarinnar í nótt. Ekki liggur fyrir hvernig það kom til og lögreglan hefur ekki útilokað að glæpur hafi verið framin, samkvæmt CNN. Eiginkona Le Mesurier var heima en hún var sofandi þegar hann dó.Le Mesurier stofnaði samtökin Mayday Rescue og þau samtök þjálfuðu marga af hjálparsveitum SCD, sem sagðir eru hafa bjargað þúsundum lífa í Sýrlandi. Hann er í raun talinn einn af stofnendum Hvítu hjálmanna. Áður starfaði Le Mesurier, samkvæmt BBC, hjá breska hernum og Sameinuðu þjóðunum. Hann var heiðraður árið 2016 af drottningu Bretlands fyrir störf hans í tengslum við SCD og almenna borgara í Sýrlandi. Hvítu hjálmarnir hafa fengið fjármagn frá vesturlöndum, þar á meðal tugi milljóna dollara frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir fjármunir eru sagðir hafa runnið til þess að þjálfa sjálfboðaliða í björgunarstörfum. Þessar vestrænu tengingar hefur rússneska áróðursherferðin notfært sér og lýst Hvítu hjálmunum sem handbendum Vesturlanda. Herferðin hefur leitt til þess að stjórnarherinn eltir uppi félaga í samtökunum þegar hann vinnur svæði af uppreisnarmönnum. Sumir þeirra hafa þá verið handteknir og pyntaðir.Sjá einnig: Hvítu hjálmarnir skotmark upplýsingafölsunar RússaMyndbönd og myndir sem teknar hafa verið af sjálfboðaliðum SCD hafa þó verið notaðar til að varpa ljósi á loftárásir Rússa og stjórnarhers Sýrlands á sjúkrahús og híbýli almennra borgara í Sýrlandi. Þá voru gögn frá þeim einnig notuð til að koma upp um efnavopnaárás stjórnarhersins á Khan Sheikhoun.Áróðursherferðin í garð Hvítu hjálmanna hófst um það leyti sem aðgerðir Rússa í Sýrlandi hófust og hafa samtökin meðal annars verið sökuð um hryðjuverk og skipulagningar efnavopnaárása. Nú síðast um helgina tísti Utanríkisráðuneyti Rússlands tilvitnun í talskonu ráðuneytisins um að Le Mesurier hefði verið útsendari leyniþjónustu Bretlands og hann tengdist hryðjuverkasamtökum víða um heim.
Bretland Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira