Evo Morales segir lífi sínu ógnað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 17:59 Evo Morales, fyrrverandi forseti Bólivíu. getty/Javier Mamani Fyrrverandi forseti Bólivíu, Evo Morales, kom til Mexíkóborgar í dag og segist hann hafa sótt um hæli vegna þess að líf hans sé í húfi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins rétt í þessu. Morales sagði af sér á sunnudag vegna mótmæla sem hafa varað vikum saman en ósætti er í landinu vegna niðurstöðu forsetakosninga. Hann lenti á flugvellinum í Mexíkóborg og hélt hann þar stuttan blaðamannafund. Þá sagði hann að hann hafi verið neyddur til að segja af sér en hann hafi þó verið viljugur til þess „til þess að blóðsúthellingar myndu hætta og til að stöðva ofbeldi.“ Leiðtoginn sagði að hann og bólivísk stjórnvöld væru „mjög þakklát“ mexíkóska forsetanum Andres Manuel Lopez Obrador, en Morales hefur sagt hann hafa bjargað lífi sínu. „Á meðan ég er á lífi mun ég halda áfram í stjórnmálum, baráttan heldur áfram. Allir í heiminum hafa rétt til að brjótast undan ójafnrétti og niðurlægingu,“ bætti hann við. Marcelo Ebrard, utanríkisráðherra Mexíkó, sagði að Morales hafi komist „örugglega“ til landsins og tísti hann mynd af þotunni sem Morales flaug í.Evo llegó sano y salvo a México pic.twitter.com/RVjCnhgUTo — Marcelo Ebrard C. (@m_ebrard) November 12, 2019 Vélinni var neitað að fljúga í gegn um perúska lofthelgi og neyddist hún til að lenda óvænt í Paragvæ til að taka eldsneyti. Þá fékk vélin ekki leyfi til að fara aftur inn í bólivíska lofthelgi og þurfti hún því að fljúga krókaleið yfir nokkur önnur lönd. Morales, sem er fyrrverandi kakóbóndi, var fyrst kosinn forseti árið 2006, og var þar með fyrsti leiðtogi landsins af frumbyggjaættum. Hann varð vinsæll vegna baráttu gegn fátækt og fyrir að bæta efnahagsástand Bólivíu en hann var gagnrýndur fyrir að beygja stjórnarskrárlög sem sögðu til um að forseti gæti ekki setið í meira en þrjú kjörtímabil þegar hann var endurkjörinn í október.Fréttin var uppfærð klukkan 21:25. Bólivía Mexíkó Tengdar fréttir Morales segir handtökuskipun á hendur sér hafa verið gefna út Óvissan er mikil í Bólivíu eftir að Evo Morales tilkynnti um afsögn sína í gær. 11. nóvember 2019 08:42 Morales fær hæli í Mexíkó Evo Morales, sem í gær sagði af sér sem forseti Bólivíu, hefur fengið hæli í Mexíkó. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, á blaðamannafundi í dag. 11. nóvember 2019 23:54 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sjá meira
Fyrrverandi forseti Bólivíu, Evo Morales, kom til Mexíkóborgar í dag og segist hann hafa sótt um hæli vegna þess að líf hans sé í húfi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins rétt í þessu. Morales sagði af sér á sunnudag vegna mótmæla sem hafa varað vikum saman en ósætti er í landinu vegna niðurstöðu forsetakosninga. Hann lenti á flugvellinum í Mexíkóborg og hélt hann þar stuttan blaðamannafund. Þá sagði hann að hann hafi verið neyddur til að segja af sér en hann hafi þó verið viljugur til þess „til þess að blóðsúthellingar myndu hætta og til að stöðva ofbeldi.“ Leiðtoginn sagði að hann og bólivísk stjórnvöld væru „mjög þakklát“ mexíkóska forsetanum Andres Manuel Lopez Obrador, en Morales hefur sagt hann hafa bjargað lífi sínu. „Á meðan ég er á lífi mun ég halda áfram í stjórnmálum, baráttan heldur áfram. Allir í heiminum hafa rétt til að brjótast undan ójafnrétti og niðurlægingu,“ bætti hann við. Marcelo Ebrard, utanríkisráðherra Mexíkó, sagði að Morales hafi komist „örugglega“ til landsins og tísti hann mynd af þotunni sem Morales flaug í.Evo llegó sano y salvo a México pic.twitter.com/RVjCnhgUTo — Marcelo Ebrard C. (@m_ebrard) November 12, 2019 Vélinni var neitað að fljúga í gegn um perúska lofthelgi og neyddist hún til að lenda óvænt í Paragvæ til að taka eldsneyti. Þá fékk vélin ekki leyfi til að fara aftur inn í bólivíska lofthelgi og þurfti hún því að fljúga krókaleið yfir nokkur önnur lönd. Morales, sem er fyrrverandi kakóbóndi, var fyrst kosinn forseti árið 2006, og var þar með fyrsti leiðtogi landsins af frumbyggjaættum. Hann varð vinsæll vegna baráttu gegn fátækt og fyrir að bæta efnahagsástand Bólivíu en hann var gagnrýndur fyrir að beygja stjórnarskrárlög sem sögðu til um að forseti gæti ekki setið í meira en þrjú kjörtímabil þegar hann var endurkjörinn í október.Fréttin var uppfærð klukkan 21:25.
Bólivía Mexíkó Tengdar fréttir Morales segir handtökuskipun á hendur sér hafa verið gefna út Óvissan er mikil í Bólivíu eftir að Evo Morales tilkynnti um afsögn sína í gær. 11. nóvember 2019 08:42 Morales fær hæli í Mexíkó Evo Morales, sem í gær sagði af sér sem forseti Bólivíu, hefur fengið hæli í Mexíkó. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, á blaðamannafundi í dag. 11. nóvember 2019 23:54 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sjá meira
Morales segir handtökuskipun á hendur sér hafa verið gefna út Óvissan er mikil í Bólivíu eftir að Evo Morales tilkynnti um afsögn sína í gær. 11. nóvember 2019 08:42
Morales fær hæli í Mexíkó Evo Morales, sem í gær sagði af sér sem forseti Bólivíu, hefur fengið hæli í Mexíkó. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, á blaðamannafundi í dag. 11. nóvember 2019 23:54