"Ef þú kvartar gætirðu misst húsnæðið þitt“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 19:30 Stéttarfélögum ætti að vera heimilt að sekta fyrirtæki sem brjóta á starfsmönnum að mati hagfræðinema sem vann rannsókn á aðstæðum innflytjenda á vinnumarkaði fyrir ASÍ. Yfir helmingur allra krafna sem aðildarfélög ASÍ gerðu á síðasta ári voru fyrir hönd útlendinga. Rannsókn á aðstæðum útlendinga á íslenskum vinnumarkaði var kynnt á málþingi um innflytjendur og ofbeldi í morgun. Rannsóknin var unnin fyrir ASÍ með svokölluðum djúpviðtölum við átta útlendinga sem starfa hér á landi. Allir nema einn töldu að brotið hefði verið á sér. „Þetta er miklu, miklu algengara en maður myndi gera sér grein fyrir. Þau fá til dæmis ekki veikindafrí og fá ekki ráðningasamning. En svo er þetta mjög mikið svona andlegt, líkt og; ef þú kvartar þá gætirðu misst húsnæðið þitt," segir Nanna Hermannsdóttir, sem gerði rannsóknina. Samkvæmt nýlegri könnun ASÍ voru meira en helmingur allra krafna sem aðildarfélög ASÍ gerðu á síðasta ári fyrir hönd erlendra félagsmanna. Þeir eru þó aðeins tæpur fimmtungur launafólks á íslenskum vinnumarkaði og um fjórðungur af félagsmönnum. Þrátt fyrir þessa tölfræði segir Nanna útlendinga oft tregari við að leita réttar síns. „Fólk sem er ekki með neitt bakland þorir kannski ekki að gera neitt í því," segir hún. Viðmælendur í rannsókninni voru meðal annars fengnir í hópi á Facebook þar sem útlendingar vara við íslenskum fyrirtækjum sem þeir hafa starfað hjá. Fyrirtækjum þar sem brotið hefur verið á þeim í starfi. Í hópnum eru um 2.300 manns. Hún telur skorta úrræði fyrir stéttarfélög til að beita sér af krafti. Félögin ættu að geta hafið skoðun á aðstæðum starfsmanna. „Til að stíga inn í án þess að hafa verið beðin um það af starfsfólki. Bara ef grunur leikur á um að eitthvað sé í gangi," segir hún. Eins ættu að vera sektarheimildir. „Þannig að það sé í rauninni ekki bara það að þeir þurfi að greiða til baka þessum einstaklingi. Heldur sé einnig auka sekt fyrir það að hafa framið brotið. Þegar atvinnurekendur sjá það trekk í trekk að þeir komast upp með þetta halda þeir náttúrulega áfram," segir Nanna. Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt Sjá meira
Stéttarfélögum ætti að vera heimilt að sekta fyrirtæki sem brjóta á starfsmönnum að mati hagfræðinema sem vann rannsókn á aðstæðum innflytjenda á vinnumarkaði fyrir ASÍ. Yfir helmingur allra krafna sem aðildarfélög ASÍ gerðu á síðasta ári voru fyrir hönd útlendinga. Rannsókn á aðstæðum útlendinga á íslenskum vinnumarkaði var kynnt á málþingi um innflytjendur og ofbeldi í morgun. Rannsóknin var unnin fyrir ASÍ með svokölluðum djúpviðtölum við átta útlendinga sem starfa hér á landi. Allir nema einn töldu að brotið hefði verið á sér. „Þetta er miklu, miklu algengara en maður myndi gera sér grein fyrir. Þau fá til dæmis ekki veikindafrí og fá ekki ráðningasamning. En svo er þetta mjög mikið svona andlegt, líkt og; ef þú kvartar þá gætirðu misst húsnæðið þitt," segir Nanna Hermannsdóttir, sem gerði rannsóknina. Samkvæmt nýlegri könnun ASÍ voru meira en helmingur allra krafna sem aðildarfélög ASÍ gerðu á síðasta ári fyrir hönd erlendra félagsmanna. Þeir eru þó aðeins tæpur fimmtungur launafólks á íslenskum vinnumarkaði og um fjórðungur af félagsmönnum. Þrátt fyrir þessa tölfræði segir Nanna útlendinga oft tregari við að leita réttar síns. „Fólk sem er ekki með neitt bakland þorir kannski ekki að gera neitt í því," segir hún. Viðmælendur í rannsókninni voru meðal annars fengnir í hópi á Facebook þar sem útlendingar vara við íslenskum fyrirtækjum sem þeir hafa starfað hjá. Fyrirtækjum þar sem brotið hefur verið á þeim í starfi. Í hópnum eru um 2.300 manns. Hún telur skorta úrræði fyrir stéttarfélög til að beita sér af krafti. Félögin ættu að geta hafið skoðun á aðstæðum starfsmanna. „Til að stíga inn í án þess að hafa verið beðin um það af starfsfólki. Bara ef grunur leikur á um að eitthvað sé í gangi," segir hún. Eins ættu að vera sektarheimildir. „Þannig að það sé í rauninni ekki bara það að þeir þurfi að greiða til baka þessum einstaklingi. Heldur sé einnig auka sekt fyrir það að hafa framið brotið. Þegar atvinnurekendur sjá það trekk í trekk að þeir komast upp með þetta halda þeir náttúrulega áfram," segir Nanna.
Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent