Barcelona kann að heiðra Evrópumeistarana sína því þeir eru allir sagðir vera á launum hjá félaginu til æviloka.
Svo segir Juan Carlos Heredia, fyrrum leikmaður félagsins, í viðtali við The Tactical Room.
Joan Laporta, fyrrum formaður Barcelona, er sagður hafa tekið þessa ákvörðun eftir að félagið vann Meistaradeildina árið 2009. Ekki bjuggust allir við því að hann myndi standa við stóru orðin en það gerði hann.
Allir sem hafa því verið í Evrópumeistaraliði hjá Barcelona og eru á lífi eru því að fá greiðslu frá félaginu.
Eiður Smári Guðjohnsen var í þessu magnaða liði Barcelona árið 2009 og því enn á launaskrá félagsins.
Ekki er neitt gefið upp um hvaða upphæðir leikmenn eru að fá.
Eiður Smári á launum hjá Barcelona til æviloka
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
