Nýr forseti mætti með stóra biblíu inn í forsetahöllina Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2019 13:09 Hin 52 ára Jeanine Áñez er lögmaður og harður andstæðingur Morales. Hún tók sæti á þingi árið 2010. EPA Stjórnlagadómstóll Bólivíu hefur lagt blessun sína yfir því að hægrikonan Jeanine Áñez, öldungadeildarþingmaður stjórnarandstöðunnar, hafi lýst sjálfa sig forseta Bólivíu til bráðabirgða. Evo Morales sagði af sér embætti um helgina. Áñez segir stjórnarskrá landsins kveða á um að hún taki við embættinu og hefur hún heitið því að boða til kosninga innan skamms. Samflokksmenn Morales sniðgengu þingfundinn og hefur Morales sjálfur lýst Áñez sem hægrisinnuðum valdaræningja. Áñez hélt á stórri biblíu þegar hún hélt inn í forsetahöllina og sagði „biblíuna nú snúa aftur í forsetahöllina.“Morales hefur flúið til Mexíkó þar sem honum var boðið pólitískt hæli, auk þess að hann segir líf sitt vera í hættu. Hann sagði af sér embætti eftir mótmæli síðustu vikna. Þau blossuðu upp eftir að alþjóðlegir eftirlitsmenn settu út á framkvæmd forsetakosninganna í október þar sem Morales lýsti yfir sigri. Sagðist hann hafa verið tilneyddur en hafi þó sagt af sér af frjálsum og fúsum vilja til að forðast frekari blóðsúthellingar. Hin 52 ára Áñez er lögmaður og harður andstæðingur Morales. Hún hefur áður gegnt embætti forstjóra sjónvarpsstöðvarinnar Totalvision og átt sæti í öldungadeild þingsins frá 2010. Hún er þingmaður Beni-héraðs. Sem einn varaforseta þingsins tók Áñez yfir stjórn þingsins eftir að varaforseti landsins og forseti þingsins sögðu af sér. Hún hafi því verið næst í röðinni að taka við forsetaembættinu samkvæmt stjórnarskrá. Evo Morales tók við forsetaembættinu í Bólivíu árið 2006. Hann var fyrstur manna af frumbyggjaættum til að gegna embættinu. Bólivía Tengdar fréttir Jeanine Áñez lýsir sig réttmætan forseta Bólivíu Þingmenn úr stuðningsliði Evo Morales, fyrrverandi forseta, fordæma yfirlýsingu Áñez. 13. nóvember 2019 07:25 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Sjá meira
Stjórnlagadómstóll Bólivíu hefur lagt blessun sína yfir því að hægrikonan Jeanine Áñez, öldungadeildarþingmaður stjórnarandstöðunnar, hafi lýst sjálfa sig forseta Bólivíu til bráðabirgða. Evo Morales sagði af sér embætti um helgina. Áñez segir stjórnarskrá landsins kveða á um að hún taki við embættinu og hefur hún heitið því að boða til kosninga innan skamms. Samflokksmenn Morales sniðgengu þingfundinn og hefur Morales sjálfur lýst Áñez sem hægrisinnuðum valdaræningja. Áñez hélt á stórri biblíu þegar hún hélt inn í forsetahöllina og sagði „biblíuna nú snúa aftur í forsetahöllina.“Morales hefur flúið til Mexíkó þar sem honum var boðið pólitískt hæli, auk þess að hann segir líf sitt vera í hættu. Hann sagði af sér embætti eftir mótmæli síðustu vikna. Þau blossuðu upp eftir að alþjóðlegir eftirlitsmenn settu út á framkvæmd forsetakosninganna í október þar sem Morales lýsti yfir sigri. Sagðist hann hafa verið tilneyddur en hafi þó sagt af sér af frjálsum og fúsum vilja til að forðast frekari blóðsúthellingar. Hin 52 ára Áñez er lögmaður og harður andstæðingur Morales. Hún hefur áður gegnt embætti forstjóra sjónvarpsstöðvarinnar Totalvision og átt sæti í öldungadeild þingsins frá 2010. Hún er þingmaður Beni-héraðs. Sem einn varaforseta þingsins tók Áñez yfir stjórn þingsins eftir að varaforseti landsins og forseti þingsins sögðu af sér. Hún hafi því verið næst í röðinni að taka við forsetaembættinu samkvæmt stjórnarskrá. Evo Morales tók við forsetaembættinu í Bólivíu árið 2006. Hann var fyrstur manna af frumbyggjaættum til að gegna embættinu.
Bólivía Tengdar fréttir Jeanine Áñez lýsir sig réttmætan forseta Bólivíu Þingmenn úr stuðningsliði Evo Morales, fyrrverandi forseta, fordæma yfirlýsingu Áñez. 13. nóvember 2019 07:25 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Sjá meira
Jeanine Áñez lýsir sig réttmætan forseta Bólivíu Þingmenn úr stuðningsliði Evo Morales, fyrrverandi forseta, fordæma yfirlýsingu Áñez. 13. nóvember 2019 07:25