Þorsteinn Már stígur til hliðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. nóvember 2019 10:02 Þorsteinn Már Baldvinsson mun stíga tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja. VÍSIR/VILHELM Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Samherja. Þar er þess jafnframt getið að Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, muni taka við stöðu forstjóra tímabundið. Hann hefur sagt sig úr stjórn Festi hf. vegna ráðningarinnar. Björgólfur hefur þekkingu af starfsemi fyrirtækisins, en hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra nýsköpunar- og þróunarsviðs Samherja á árunum 1996 til 1999. Þá tók hann við starfi framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar, sem hann gegndi til 2006. Haft er eftir stjórnarformanni Samherja í tilkynningunni að ákveðið hafi verið að Þorsteinn Már stígi til hliðar til þess að „tryggja sem best hlutleysi rannsóknarinnar“ sem nú stendur yfir á viðskiptaháttum fyrirtækisins í Namibíu.Sjá einnig: Samherjamálið skref fyrir skrefBjörgólfur Jóhannsson gegndi áður stöðu forstjóra Icelandair Group.Fbl/StefánÞar er vísað til innanhúsrannsóknar fyrirtækisins, sem er í höndum norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein. Innri rannsóknin mun heyra beint undir stjórn Samherja. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarna daga hafa héraðssaksóknari og skattrannsóknarstjóri málefni Samherja jafnframt til rannsóknar.Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki Samherja á Akureyri í gær eftir afhjúpanir Kveiks og Stundarinnar á þriðjudag. Hann hefur ekki viljað tjá sig við fjölmiðla til þessa, en Samherji hefur sent frá sér þrjár yfirlýsingar á síðustu dögum þar sem fyrirtækið kemur sjónarmiðum sínum á framfæri. Í tilkynningum sínum hefur Samherji sagt að sökin í málinu liggi hjá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra og stjórnarmanni Samherjafélaganna í Namibíu. Hann hafi virðist hafa „flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt.“ Jóhannes, sem lak gögnum um starfsemi Samherja til Wikileaks og fyrrgreindra fjölmiðla, segir aftur á móti að Þorsteinn Már og aðrir stjórnendur félagsins hafi verið miðlægir í „gagnrýnisverðum viðskiptaháttum“ Samherja í Namibíu. Því til staðfestingar hefur verið bent á gögn sem gefa til kynna að Samherji hafi ekki hætt að greiða meintar múturgreiðslur til namibískra embættismanna eftir að Jóhannes sagði skilið við fyrirtækið árið 2016. Þvert á móti hafi Samherji áfram innt slíkar greiðslur af hendi, allt fram til ársins í ár. Tilkynningu Samherja í heild sinni má sjá hér að neðan.Yfirlýsing SamherjaForstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir.Björgólfur Jóhannsson, fyrrum forstjóri Icelandair Group, hefur tekið tímabundið við stöðu forstjóra Samherja. Á komandi dögum mun Björgólfur leggja áherslu á að hitta starfsfólk og helstu hagsmunaaðila.Yfirstandandi rannsókn, sem er í höndum alþjóðlegu lögmannsstofunnar Wikborg Rein, mun halda áfram og mun Wikborg Rein heyra beint undir stjórn félagsins.„Hjá Samherja starfa um 850 manns á Íslandi og fjöldi manns erlendis. Við tökum þetta mikilvæga skref til að tryggja sem best hlutleysi rannsóknarinnar. Við viljum stunda heiðarleg viðskipti og leggjum okkur fram um að starfa í samræmi við gildandi lög og reglur”, segir Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnarformaður Samherja.Til þessa hafa engin yfirvöld haft samband við Samherja en við munum að sjálfsögðu starfa með þeim stjórnvöldum sem kunna að sýna starfsemi Samherja á Íslandi, í Namibíu eða annars staðar áhuga.„Samherji gegnir mikilvægu hlutverki í sjávarútvegi á alþjóðavísu og berum við ábyrgð gagnvart okkar fólki og viðskiptavinum. Ég er dapur yfir þessum kringumstæðum en ég mun gera mitt besta að gæta hagsmuna Samherja og starfsfólksins”, segir Björgólfur Jóhannsson.Ekki er að vænta frekari umfjöllunar af hálfu Samherja fyrr en staðreyndir úr ofangreindri rannsókn taka á sig skýrari mynd. Akureyri Samherjaskjölin Sjávarútvegur Vistaskipti Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki Samherja á Akureyri Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með starfsfólki fyrirtækisins á Akureyri í dag. Þetta herma heimildir fréttastofu. 13. nóvember 2019 19:00 Bættu við kafla um spillingu og mútur í ársreikninginn Samherji vonast til þess að félagið verði búið að setja sér reglur um siðferði, spillingu, mannréttindi og mútur fyrir lok þessa árs. 13. nóvember 2019 11:45 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Samherja. Þar er þess jafnframt getið að Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, muni taka við stöðu forstjóra tímabundið. Hann hefur sagt sig úr stjórn Festi hf. vegna ráðningarinnar. Björgólfur hefur þekkingu af starfsemi fyrirtækisins, en hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra nýsköpunar- og þróunarsviðs Samherja á árunum 1996 til 1999. Þá tók hann við starfi framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar, sem hann gegndi til 2006. Haft er eftir stjórnarformanni Samherja í tilkynningunni að ákveðið hafi verið að Þorsteinn Már stígi til hliðar til þess að „tryggja sem best hlutleysi rannsóknarinnar“ sem nú stendur yfir á viðskiptaháttum fyrirtækisins í Namibíu.Sjá einnig: Samherjamálið skref fyrir skrefBjörgólfur Jóhannsson gegndi áður stöðu forstjóra Icelandair Group.Fbl/StefánÞar er vísað til innanhúsrannsóknar fyrirtækisins, sem er í höndum norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein. Innri rannsóknin mun heyra beint undir stjórn Samherja. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarna daga hafa héraðssaksóknari og skattrannsóknarstjóri málefni Samherja jafnframt til rannsóknar.Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki Samherja á Akureyri í gær eftir afhjúpanir Kveiks og Stundarinnar á þriðjudag. Hann hefur ekki viljað tjá sig við fjölmiðla til þessa, en Samherji hefur sent frá sér þrjár yfirlýsingar á síðustu dögum þar sem fyrirtækið kemur sjónarmiðum sínum á framfæri. Í tilkynningum sínum hefur Samherji sagt að sökin í málinu liggi hjá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra og stjórnarmanni Samherjafélaganna í Namibíu. Hann hafi virðist hafa „flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt.“ Jóhannes, sem lak gögnum um starfsemi Samherja til Wikileaks og fyrrgreindra fjölmiðla, segir aftur á móti að Þorsteinn Már og aðrir stjórnendur félagsins hafi verið miðlægir í „gagnrýnisverðum viðskiptaháttum“ Samherja í Namibíu. Því til staðfestingar hefur verið bent á gögn sem gefa til kynna að Samherji hafi ekki hætt að greiða meintar múturgreiðslur til namibískra embættismanna eftir að Jóhannes sagði skilið við fyrirtækið árið 2016. Þvert á móti hafi Samherji áfram innt slíkar greiðslur af hendi, allt fram til ársins í ár. Tilkynningu Samherja í heild sinni má sjá hér að neðan.Yfirlýsing SamherjaForstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir.Björgólfur Jóhannsson, fyrrum forstjóri Icelandair Group, hefur tekið tímabundið við stöðu forstjóra Samherja. Á komandi dögum mun Björgólfur leggja áherslu á að hitta starfsfólk og helstu hagsmunaaðila.Yfirstandandi rannsókn, sem er í höndum alþjóðlegu lögmannsstofunnar Wikborg Rein, mun halda áfram og mun Wikborg Rein heyra beint undir stjórn félagsins.„Hjá Samherja starfa um 850 manns á Íslandi og fjöldi manns erlendis. Við tökum þetta mikilvæga skref til að tryggja sem best hlutleysi rannsóknarinnar. Við viljum stunda heiðarleg viðskipti og leggjum okkur fram um að starfa í samræmi við gildandi lög og reglur”, segir Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnarformaður Samherja.Til þessa hafa engin yfirvöld haft samband við Samherja en við munum að sjálfsögðu starfa með þeim stjórnvöldum sem kunna að sýna starfsemi Samherja á Íslandi, í Namibíu eða annars staðar áhuga.„Samherji gegnir mikilvægu hlutverki í sjávarútvegi á alþjóðavísu og berum við ábyrgð gagnvart okkar fólki og viðskiptavinum. Ég er dapur yfir þessum kringumstæðum en ég mun gera mitt besta að gæta hagsmuna Samherja og starfsfólksins”, segir Björgólfur Jóhannsson.Ekki er að vænta frekari umfjöllunar af hálfu Samherja fyrr en staðreyndir úr ofangreindri rannsókn taka á sig skýrari mynd.
Akureyri Samherjaskjölin Sjávarútvegur Vistaskipti Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki Samherja á Akureyri Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með starfsfólki fyrirtækisins á Akureyri í dag. Þetta herma heimildir fréttastofu. 13. nóvember 2019 19:00 Bættu við kafla um spillingu og mútur í ársreikninginn Samherji vonast til þess að félagið verði búið að setja sér reglur um siðferði, spillingu, mannréttindi og mútur fyrir lok þessa árs. 13. nóvember 2019 11:45 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30
Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki Samherja á Akureyri Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með starfsfólki fyrirtækisins á Akureyri í dag. Þetta herma heimildir fréttastofu. 13. nóvember 2019 19:00
Bættu við kafla um spillingu og mútur í ársreikninginn Samherji vonast til þess að félagið verði búið að setja sér reglur um siðferði, spillingu, mannréttindi og mútur fyrir lok þessa árs. 13. nóvember 2019 11:45