Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍR 31-31 | ÍR sótti stig í Mosó Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 16. nóvember 2019 20:45 Birkir skoraði ellefu mörk. vísir/bára Jafnt var í Varmá þegar Afturelding tók á móti ÍR í kvöld. Sigurður Ingiberg Ólafsson varði lokaskot leiksins og jafntefli niðurstaðan í þessum háspennuleik, 31-31. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu allan fyrri hálfleikinn. Þeir náðu þegar mest lét fjögurra marka forystu í fyrri hálfleik. Það tók gestina smá tíma að finna taktinn en héldu í við heimamenn lungað af fyrri hálfleiknum sem var spennandi síðustu 10 mínúturnar. Það var mikið skorað í fyrri hálfleik en það var Afturelding sem leiddi að fyrri hálfleik loknum með einu marki, 17-16. Heimamenn byrjuðu einnig síðari hálfleikinn beturinn en gestirnir og komust fljótlega í fjögurra marka forystu, 22-18. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, tók leikhlé skömmu síðar og öskraði sína menn í gang. Leikhléið skilaði árangri og ÍR jafnaði í stöðunni 25-25. Síðustu 10 mínútur leiksins voru æsispennandi, ÍR náði forystunni í fyrsta sinn í leiknum í stöðunni 25-26. Liðin skiptust á að skora og munurinn aldrei meiri en eitt mark. Staðan var 31-31 þegar loka mínútan gekk í garð, Afturelding spilaði langa sókn og endaði á skoti frá Tuma Steini Rúnarssyni sem Sigurður Ingiberg Ólafsson varði. ÍR fékk ekki tækifæri á að fara í sókn og leiktíminn rann út. Lokatölur í Mosfellsbæ því 31-31. Af hverju varð jafntefli? Tvö virkilega sterk lið mættust í þessum leik sem náðu að spila hraðan bolta og refsa vel fyrir öll mistök. Afturelding leiddi leikinn lungað af leiknum en ÍR var aldrei langt undan, þeir náðu alltaf sterkum áhlaupum sem hélt þeim inn í leiknum. Afturelding gaf eftir varnarlega á lokakaflanum sem ÍR nýtti sér í að jafna leikinn. Hverjir stóðu upp úr?Birkir Benediktsson var atkvæðamestur Mosfellinga, hann skoraði 11 mörk og var með 5 löglegar stöðvanir í vörninni. Markverðir liðanna áttu báðir afbragðs leik, Arnór Freyr Stefánsson var með 16 bolta og Sigurður Ingiberg Ólafsson, 18 bolta, og sá síðasti afar mikilvægur. Björgvin Þór Hólmgeirsson var makahæstur manna í ÍR liðinu með 7 mörk, en bæði Bergvin Þór Gíslason og Hafþór Vignisson voru með 6 mörk svo Bjarni Fritzson fékk gott framlag frá útilínunni í dag. Hvað gekk illa? Heilt yfir voru bæði lið að spila virkilega vel og fóru nokkuð sáttir frá borði. Afturelding getur verið aðeins svekktari aðilinn að hafa misst forystuna niður og geta þar kennt því um að hafa gefið eftir varnarlega. Hvað er framundan? Bæði lið eiga næsta leik mánudaginn 25 nóvember, þar sem þau mæta liðunum á sitthvorum enda töflunnar. ÍR-ingar fá topplið Hauka í heimsókn í Breiðholtið en Afturelding mætir botnliði HK í Kórnum. Bjarni var nokkuð sáttur með leik sinna manna í dagvísir/báraBjarni Fritz: Þeir spila leikinn sem við ætluðum að spila„Afturelding er það lið sem hefur verið að spila hvað best í deildinni“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, að leik loknum í Varmá „Augljóslega er því gott að koma hingað og taka stig þótt gjarnan hefði viljað taka tvö“ „Ég var alls ekki sáttur við það hvernig við byrjum seinni hálfleikinn, við töluðum um það í hálfleik að koma sterkt inní seinni hálfleik. Svo bara byrjum við fyrstu 10 mínúturnar á hælunum“ „Þeir í raun og veru spila leikinn sem við ætluðum að spila. Þeir ná að negla okkur og eru ákveðnari, grimmari og hraðari en við“ sagði Bjarni sem gerði þá ákveðnar breytingar í þeirra leik „Svo gerum við ákveðnar breytingar og rífum okkur af stað. Eftir það var þetta stál í stál leikur til enda.“ Sigurður Ingiberg Ólafsson, markvörður ÍR, reyndist liðinu ansi mikilvægur á lokakafla leiksins, hann varði vel í síðari hálfleik og varði lokaskot leiksins frá Tuma Steini Rúnarssyni. Bjarni hrósar honum fyrir að hafa haldið haus og halda áfram þrátt fyrir erfiða byrjun í leiknum „Það er svo ótrúlega mikilvægt þegar markmenn halda haus út leikinn. Þá koma alltaf kaflar í leiknum þar sem hann kemst aftur inn. Við fengum ekki mikla vörn og markvörslu í byrjun leiks en þá snýst þetta um að halda haus og trúa því að þetta komi“ sagði Bjarni Fritz að lokum.Einar Andri vildi sjá sína menn spila betri vörn.Vísir/BáraEinar Andri: Ég skrifa þetta á varnarleikinnEinar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var ekki ánægður með varnarleik liðsins í dag. „Við spiluðum mjög góðan sóknarleik í dag en við vorum ekki jafn góðir varnarlega.“ „Við vorum með frumkvæðið nánast allan tímann, lentum undir einu sinni en komum svo sterkir til baka. Við náðum þó aldrei að hrista þá af okkur eftir það og ég vil fyrst og fremst skrifa það á varnarleikinn“ „Um miðjan seinni hálfleik verðum við óskynsamir og vörnin var slök. Það jákvæða er þó að við náðum að snúa því við, halda áfram og klára þetta“ sagði Einar Andri, svekktur með seinni hluta leiksins en ánægður með að hafa ekki misst leikinn frá sér Birkir Benediktsson hefur spilað virkilega vel fyrir sitt lið og á því var engin breyting í dag, hann skoraði 11 mörk og Einar Andri fagnar hans gengi innilega, sérstaklega eftir erfiða meiðsla tíma sem Birkir hefur glímt við síðustu ár „Hann var reyndar með 15 skot núna, óvenjulega léleg nýting, hann fær að heyra það eftir leik“ sagði Einar léttur „Nei hann er búinn að vera frábær. Ég er bara svo ánægður fyrir hans hönd, það vita allir hans sögu af meiðslum í gegnum tíðina og hann er loksins að ná að setja saman góða leiki“ sagði Einar Andri að lokum um hans markahæsta mann í dag, Birkir Benediktsson. Olís-deild karla
Jafnt var í Varmá þegar Afturelding tók á móti ÍR í kvöld. Sigurður Ingiberg Ólafsson varði lokaskot leiksins og jafntefli niðurstaðan í þessum háspennuleik, 31-31. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu allan fyrri hálfleikinn. Þeir náðu þegar mest lét fjögurra marka forystu í fyrri hálfleik. Það tók gestina smá tíma að finna taktinn en héldu í við heimamenn lungað af fyrri hálfleiknum sem var spennandi síðustu 10 mínúturnar. Það var mikið skorað í fyrri hálfleik en það var Afturelding sem leiddi að fyrri hálfleik loknum með einu marki, 17-16. Heimamenn byrjuðu einnig síðari hálfleikinn beturinn en gestirnir og komust fljótlega í fjögurra marka forystu, 22-18. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, tók leikhlé skömmu síðar og öskraði sína menn í gang. Leikhléið skilaði árangri og ÍR jafnaði í stöðunni 25-25. Síðustu 10 mínútur leiksins voru æsispennandi, ÍR náði forystunni í fyrsta sinn í leiknum í stöðunni 25-26. Liðin skiptust á að skora og munurinn aldrei meiri en eitt mark. Staðan var 31-31 þegar loka mínútan gekk í garð, Afturelding spilaði langa sókn og endaði á skoti frá Tuma Steini Rúnarssyni sem Sigurður Ingiberg Ólafsson varði. ÍR fékk ekki tækifæri á að fara í sókn og leiktíminn rann út. Lokatölur í Mosfellsbæ því 31-31. Af hverju varð jafntefli? Tvö virkilega sterk lið mættust í þessum leik sem náðu að spila hraðan bolta og refsa vel fyrir öll mistök. Afturelding leiddi leikinn lungað af leiknum en ÍR var aldrei langt undan, þeir náðu alltaf sterkum áhlaupum sem hélt þeim inn í leiknum. Afturelding gaf eftir varnarlega á lokakaflanum sem ÍR nýtti sér í að jafna leikinn. Hverjir stóðu upp úr?Birkir Benediktsson var atkvæðamestur Mosfellinga, hann skoraði 11 mörk og var með 5 löglegar stöðvanir í vörninni. Markverðir liðanna áttu báðir afbragðs leik, Arnór Freyr Stefánsson var með 16 bolta og Sigurður Ingiberg Ólafsson, 18 bolta, og sá síðasti afar mikilvægur. Björgvin Þór Hólmgeirsson var makahæstur manna í ÍR liðinu með 7 mörk, en bæði Bergvin Þór Gíslason og Hafþór Vignisson voru með 6 mörk svo Bjarni Fritzson fékk gott framlag frá útilínunni í dag. Hvað gekk illa? Heilt yfir voru bæði lið að spila virkilega vel og fóru nokkuð sáttir frá borði. Afturelding getur verið aðeins svekktari aðilinn að hafa misst forystuna niður og geta þar kennt því um að hafa gefið eftir varnarlega. Hvað er framundan? Bæði lið eiga næsta leik mánudaginn 25 nóvember, þar sem þau mæta liðunum á sitthvorum enda töflunnar. ÍR-ingar fá topplið Hauka í heimsókn í Breiðholtið en Afturelding mætir botnliði HK í Kórnum. Bjarni var nokkuð sáttur með leik sinna manna í dagvísir/báraBjarni Fritz: Þeir spila leikinn sem við ætluðum að spila„Afturelding er það lið sem hefur verið að spila hvað best í deildinni“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, að leik loknum í Varmá „Augljóslega er því gott að koma hingað og taka stig þótt gjarnan hefði viljað taka tvö“ „Ég var alls ekki sáttur við það hvernig við byrjum seinni hálfleikinn, við töluðum um það í hálfleik að koma sterkt inní seinni hálfleik. Svo bara byrjum við fyrstu 10 mínúturnar á hælunum“ „Þeir í raun og veru spila leikinn sem við ætluðum að spila. Þeir ná að negla okkur og eru ákveðnari, grimmari og hraðari en við“ sagði Bjarni sem gerði þá ákveðnar breytingar í þeirra leik „Svo gerum við ákveðnar breytingar og rífum okkur af stað. Eftir það var þetta stál í stál leikur til enda.“ Sigurður Ingiberg Ólafsson, markvörður ÍR, reyndist liðinu ansi mikilvægur á lokakafla leiksins, hann varði vel í síðari hálfleik og varði lokaskot leiksins frá Tuma Steini Rúnarssyni. Bjarni hrósar honum fyrir að hafa haldið haus og halda áfram þrátt fyrir erfiða byrjun í leiknum „Það er svo ótrúlega mikilvægt þegar markmenn halda haus út leikinn. Þá koma alltaf kaflar í leiknum þar sem hann kemst aftur inn. Við fengum ekki mikla vörn og markvörslu í byrjun leiks en þá snýst þetta um að halda haus og trúa því að þetta komi“ sagði Bjarni Fritz að lokum.Einar Andri vildi sjá sína menn spila betri vörn.Vísir/BáraEinar Andri: Ég skrifa þetta á varnarleikinnEinar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var ekki ánægður með varnarleik liðsins í dag. „Við spiluðum mjög góðan sóknarleik í dag en við vorum ekki jafn góðir varnarlega.“ „Við vorum með frumkvæðið nánast allan tímann, lentum undir einu sinni en komum svo sterkir til baka. Við náðum þó aldrei að hrista þá af okkur eftir það og ég vil fyrst og fremst skrifa það á varnarleikinn“ „Um miðjan seinni hálfleik verðum við óskynsamir og vörnin var slök. Það jákvæða er þó að við náðum að snúa því við, halda áfram og klára þetta“ sagði Einar Andri, svekktur með seinni hluta leiksins en ánægður með að hafa ekki misst leikinn frá sér Birkir Benediktsson hefur spilað virkilega vel fyrir sitt lið og á því var engin breyting í dag, hann skoraði 11 mörk og Einar Andri fagnar hans gengi innilega, sérstaklega eftir erfiða meiðsla tíma sem Birkir hefur glímt við síðustu ár „Hann var reyndar með 15 skot núna, óvenjulega léleg nýting, hann fær að heyra það eftir leik“ sagði Einar léttur „Nei hann er búinn að vera frábær. Ég er bara svo ánægður fyrir hans hönd, það vita allir hans sögu af meiðslum í gegnum tíðina og hann er loksins að ná að setja saman góða leiki“ sagði Einar Andri að lokum um hans markahæsta mann í dag, Birkir Benediktsson.