Staðfesti dóm vegna grófrar líkamsárásar og frelsissviptingar Eiður Þór Árnason skrifar 15. nóvember 2019 22:05 Leiðin upp í Fálkafell ofan Akureyrar er fáfarin og grýtt jeppaslóð. Fréttablaðið/Sveinn Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands Eystra yfir Akureyringi á fertugsaldri sem er gert að hafa ráðist fólskulega á mann og svipt hann frelsi við handrukkun. Í ágúst á síðasta ári var maðurinn dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á manninn þar sem hann var í heitum potti við heimili, dregið hann upp úr, snúið hann niður og slegið ítrekað. Brotin áttu sér stað í apríl árið 2016.Flutti brotaþolann á bílpalli Hinn ákærði áfrýjaði dómnum og gekkst ekki við öllum ákæruliðum fyrir Landsrétti. Fram kemur í dómi Landsréttar að það þótti sannað, meðal annars með framburði vitna, að maðurinn hafi beitt brotaþola barsmíðum og valdið honum áverkum eins og þeim sem var lýst í fyrri ákærulið.Sjá einnig:Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalliEinnig taldi dómurinn sannað með framburði vitna og gögnum um staðfestingar símtækja að hinn ákærði hefði síðar sama dag frelsissvift brotaþola og beitt frekara ofbeldi eins og því var lýst í seinni ákærulið. Var honum þá gert að hafa komið brotaþola fyrir á bílpalli og keyrt hann í átt að Fálkafelli þar sem hinn ákærði á að hafa beitt hann frekara ofbeldi í félagi við annan mann og síðan skilið brotaþolann eftir rænulausan. Landsréttur staðfesti þannig niðurstöðu héraðsdóms um ákvörðun refsingar hins ákærða, greiðslu miskabóta til brotaþola og sakarkostnað. Þá er honum einnig gert að greiða brotaþola málskostnað vegna áfrýjunarinnar og annan áfrýjunarkostnað.Skilinn eftir blóðlítill og rænulaus Í viðtali við Fréttablaðið stuttu eftir árásina lýsti þolandinn brotum mannsins með átakanlegum hætti. „Ég var bara í heitum potti á sólpalli á Akureyri þegar ég er laminn í hnakkann og svo er ég stunginn í tvígang og höndin á mér brotin.“ Maðurinn sagði að ráðist hafi verið á sig með barefli og eggvopni og hann fluttur meðvitundarlaus upp á Glerárdal ofan við Akureyri. Þar fannst hann með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. Var hann fluttur rænulítill á sjúkrahús. Akureyri Dómsmál Tengdar fréttir Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalli Maður á fertugsaldri fannst í Glerárdal eftir að hafa verið fluttur þangað nauðugur, með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. 26. apríl 2016 05:00 Dæmdur fyrir handrukkun Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í vikunni þrítugan Akureyring í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist fólskulega á mann og svipt frelsi í handrukkun sem fór fram í apríl árið 2016. 24. ágúst 2018 06:00 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands Eystra yfir Akureyringi á fertugsaldri sem er gert að hafa ráðist fólskulega á mann og svipt hann frelsi við handrukkun. Í ágúst á síðasta ári var maðurinn dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á manninn þar sem hann var í heitum potti við heimili, dregið hann upp úr, snúið hann niður og slegið ítrekað. Brotin áttu sér stað í apríl árið 2016.Flutti brotaþolann á bílpalli Hinn ákærði áfrýjaði dómnum og gekkst ekki við öllum ákæruliðum fyrir Landsrétti. Fram kemur í dómi Landsréttar að það þótti sannað, meðal annars með framburði vitna, að maðurinn hafi beitt brotaþola barsmíðum og valdið honum áverkum eins og þeim sem var lýst í fyrri ákærulið.Sjá einnig:Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalliEinnig taldi dómurinn sannað með framburði vitna og gögnum um staðfestingar símtækja að hinn ákærði hefði síðar sama dag frelsissvift brotaþola og beitt frekara ofbeldi eins og því var lýst í seinni ákærulið. Var honum þá gert að hafa komið brotaþola fyrir á bílpalli og keyrt hann í átt að Fálkafelli þar sem hinn ákærði á að hafa beitt hann frekara ofbeldi í félagi við annan mann og síðan skilið brotaþolann eftir rænulausan. Landsréttur staðfesti þannig niðurstöðu héraðsdóms um ákvörðun refsingar hins ákærða, greiðslu miskabóta til brotaþola og sakarkostnað. Þá er honum einnig gert að greiða brotaþola málskostnað vegna áfrýjunarinnar og annan áfrýjunarkostnað.Skilinn eftir blóðlítill og rænulaus Í viðtali við Fréttablaðið stuttu eftir árásina lýsti þolandinn brotum mannsins með átakanlegum hætti. „Ég var bara í heitum potti á sólpalli á Akureyri þegar ég er laminn í hnakkann og svo er ég stunginn í tvígang og höndin á mér brotin.“ Maðurinn sagði að ráðist hafi verið á sig með barefli og eggvopni og hann fluttur meðvitundarlaus upp á Glerárdal ofan við Akureyri. Þar fannst hann með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. Var hann fluttur rænulítill á sjúkrahús.
Akureyri Dómsmál Tengdar fréttir Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalli Maður á fertugsaldri fannst í Glerárdal eftir að hafa verið fluttur þangað nauðugur, með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. 26. apríl 2016 05:00 Dæmdur fyrir handrukkun Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í vikunni þrítugan Akureyring í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist fólskulega á mann og svipt frelsi í handrukkun sem fór fram í apríl árið 2016. 24. ágúst 2018 06:00 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalli Maður á fertugsaldri fannst í Glerárdal eftir að hafa verið fluttur þangað nauðugur, með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. 26. apríl 2016 05:00
Dæmdur fyrir handrukkun Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í vikunni þrítugan Akureyring í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist fólskulega á mann og svipt frelsi í handrukkun sem fór fram í apríl árið 2016. 24. ágúst 2018 06:00