„Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. nóvember 2019 11:55 Þorsteinn Már Baldvinsson, sem vék sem forstjóri Samherja í vikunni, er ennþá stjórnarformaður Framherja í Færeyjum. Vísur/sigurjón Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir. Allt sé þó til skoðunar á þessum tímapunkti, að sögn starfandi forstjóra félagsins. Samherji hefur tengst sjávarútvegi í Færeyjum frá árinu 1994 þegar fyrirtækið stofnaði útgerðarfyrirtækið Framherja í félagi við Færeyinga, en Framherji gerir út togarana Akraberg, Høgaberg og Fagraberg frá Fuglafirði. Samherji fer með fjórðungshlut í Framherja, sem er eitt stærsta útgerðarfélag Færeyja. Til að mynda heldur Framherji utan um þriðjung fiskveiðikvóta Færeyinga í Barentshafi, auk þess sem togararnir Fagraberg og Høgaberg „hafa ógrynni annarra fiskveiðileyfa í færeyskri lögsögu,“ eins og það er orðað í frétt færeyskra Kringvarpsins. Það er mat Kringvarpsins að „Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ - Samherji sé í klandri.Útskýring færeysku orðabókarinnar Sprotin á orðinu rasshaft, sem fengið er úr sauðfjárrækt.Miðilinn vekur máls á því að Þorsteinn Már Baldvinsson sé ennþá stjórnarformaður Framherja, þó svo að hann hafi vikið úr starfi forstjóra Samherja í vikunni, meðan rannsókn á viðskiptaháttum félagsins í Namibíu stendur yfir.Allt til skoðunar Björgólfur Jóhannsson, sem tekið hefur við forstjórastöðu Samherja, segir í skilaboðum til fréttastofu að engin ákvörðun hafi verið tekin um það hvort Þorsteinn muni einnig segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja meðan athugun norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein stendur yfir. Aðspurður hvort hann viti til þess að staða Þorsteins í Færeyjum verði rædd segir Björgólfur einfaldlega að á þessum tímapunkti sé allt til skoðunar. Samherji hefur stefnt að því að selja hlut sinn í Framherja, allt frá því að ný fiskveiðilög tóku gildi í Færeyjum í upphafi árs 2018 sem lögðu bann við erlendri eignaraðild í færeyskum sjávarútvegsfyrirtækjum en áður máttu útlendingar fara með þriðjung hlutafjár. Í stjórnarsáttmála Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins sem undirritaður var í sumar er þó kveðið á um að fallið verði frá þessu banni og opna þannig aftur fyrir erlenda fjárfestingu í færeyskum sjávarútvegi. Færeyjar Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Harmar að vera dreginn inn í umfjöllun um Samherjaskjölin Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hafnar því að hafa ætlað að beita Grænlendinga blekkingum í tölvupósti sem hann sendi til stjórnenda Samherja í Namibíu. Hann harmar að vera dreginn inní umræðu um Samherjaskjölin. 15. nóvember 2019 20:00 Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03 Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB. 15. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir. Allt sé þó til skoðunar á þessum tímapunkti, að sögn starfandi forstjóra félagsins. Samherji hefur tengst sjávarútvegi í Færeyjum frá árinu 1994 þegar fyrirtækið stofnaði útgerðarfyrirtækið Framherja í félagi við Færeyinga, en Framherji gerir út togarana Akraberg, Høgaberg og Fagraberg frá Fuglafirði. Samherji fer með fjórðungshlut í Framherja, sem er eitt stærsta útgerðarfélag Færeyja. Til að mynda heldur Framherji utan um þriðjung fiskveiðikvóta Færeyinga í Barentshafi, auk þess sem togararnir Fagraberg og Høgaberg „hafa ógrynni annarra fiskveiðileyfa í færeyskri lögsögu,“ eins og það er orðað í frétt færeyskra Kringvarpsins. Það er mat Kringvarpsins að „Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ - Samherji sé í klandri.Útskýring færeysku orðabókarinnar Sprotin á orðinu rasshaft, sem fengið er úr sauðfjárrækt.Miðilinn vekur máls á því að Þorsteinn Már Baldvinsson sé ennþá stjórnarformaður Framherja, þó svo að hann hafi vikið úr starfi forstjóra Samherja í vikunni, meðan rannsókn á viðskiptaháttum félagsins í Namibíu stendur yfir.Allt til skoðunar Björgólfur Jóhannsson, sem tekið hefur við forstjórastöðu Samherja, segir í skilaboðum til fréttastofu að engin ákvörðun hafi verið tekin um það hvort Þorsteinn muni einnig segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja meðan athugun norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein stendur yfir. Aðspurður hvort hann viti til þess að staða Þorsteins í Færeyjum verði rædd segir Björgólfur einfaldlega að á þessum tímapunkti sé allt til skoðunar. Samherji hefur stefnt að því að selja hlut sinn í Framherja, allt frá því að ný fiskveiðilög tóku gildi í Færeyjum í upphafi árs 2018 sem lögðu bann við erlendri eignaraðild í færeyskum sjávarútvegsfyrirtækjum en áður máttu útlendingar fara með þriðjung hlutafjár. Í stjórnarsáttmála Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins sem undirritaður var í sumar er þó kveðið á um að fallið verði frá þessu banni og opna þannig aftur fyrir erlenda fjárfestingu í færeyskum sjávarútvegi.
Færeyjar Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Harmar að vera dreginn inn í umfjöllun um Samherjaskjölin Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hafnar því að hafa ætlað að beita Grænlendinga blekkingum í tölvupósti sem hann sendi til stjórnenda Samherja í Namibíu. Hann harmar að vera dreginn inní umræðu um Samherjaskjölin. 15. nóvember 2019 20:00 Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03 Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB. 15. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Harmar að vera dreginn inn í umfjöllun um Samherjaskjölin Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hafnar því að hafa ætlað að beita Grænlendinga blekkingum í tölvupósti sem hann sendi til stjórnenda Samherja í Namibíu. Hann harmar að vera dreginn inní umræðu um Samherjaskjölin. 15. nóvember 2019 20:00
Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03
Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB. 15. nóvember 2019 18:30