Grófu fyrir laxahrognum í tíu stiga gaddi Ari Brynjólfsson skrifar 18. nóvember 2019 07:00 Þeir Helgi Þorsteinsson, Guðni Guðbergsson, Ingi Rúnar Jónsson og Gísli Ásgeirsson við hrognagröftinn í gaddinum. Mynd aðsend/Strengur Fyrsti áfangi í einum umfangsmesta gröftur hrogna Norður-Atlantshafslaxins sem um getur fór fram nýverið á Norðausturlandi. Veiðiklúbburinn Strengur gróf tugþúsundir hrogna í tíu stiga gaddi undir handleiðslu Hafrannsóknastofnunar. Hluti verndarstarfs tengdu Norður-Atlantshafslaxinum fór fram í 10 stiga gaddi í Selá í haust þegar grafin voru hrogn á Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi. Veiðiklúbburinn Strengur stóð að greftrinum undir handleiðslu Hafrannsóknastofnunar frá seinni hluta október og fram í nóvember. Fram kemur á vef Strengs að um sé að ræða árvissan gröft um milljón hrogna fiska úr ánum sem verndaráætlunin nær til í efri lögum ánna þar sem fiskurinn hefur ekki getað gengið áður. Verkefnið miðar að því að fjölga uppvaxtar- og fæðuöflunarsvæðum til þess að ýta undir vöxt og auka afkomulíkur fiskanna á fyrri hluta lífsferilsins. Áætlun um útvíkkun hrygningar- og uppvaxtarsvæða með byggingu nýrra laxastiga miðar einnig áfram og er hluti af langtímaáætlun um stuðning við villta laxastofna á Íslandi. Þau verkefni eru fjármögnuð af breska auðkýfingnum sir Jim Ratcliffe og Streng. Í Miðfjarðará var á síðasta ári lokið við stiga og hann opnaður. Þar hefur laxinn þegar hafið göngu upp í efri svæði árinnar, sem bæta við um 4,5 kílómetrum af búsvæði fyrir ungfiskinn. „Hópar frá Hafrannsóknastofnun og okkur í Selá hafa sýnt í verki stuðning sinn við vernd laxins, með því að vinna að því í tíu stiga gaddi að koma af stað verkefni sem vaxa á í að grafin verði um ein milljón hrogna á ári hverju. Verkefnið er mikilvægur liður í að víkka út hrygningarsvæði Atlantshafslaxins á Norðausturlandi, og um leið hluti af víðtækara verndarstarfi á svæðinu,“ segir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Strengs. „Með nánu samstarfi við bændur og sveitarfélög svæðisins getum við saman komið á sjálfbæru og umhverfisvænu verndarstarfi, sem eflir bæði náttúrufar og nærsamfélag, um leið og tryggður er sess svæðisins sem heimsklassaáfangastaðar í tengslum við stangveiði.“ Að þessu sinni voru grafin hrogn á völdum stöðum í Kverká, Hvammsá, Miðfjarðará, Vesturdalsá og Selá, auk þess sem tekin voru erfða- og hreistursýni af foreldrafiskum, en þeim var sleppt að lokinni kreistingu. Næsta sumar verða svæðin svo heimsótt aftur og árangur metinn eftir að hrognin klekjast. Auk beinnar fjárfestingar Ratcliffes er öllum ágóða af starfsemi Strengs beint aftur í Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi. Í verndarstarfinu verður haldið áfram að styðja við árnar og óspillt umhverfi þeirra, efla og auka búsvæði laxins, og starfi með bændum og nærsamfélaginu við vernd svæðisins.Fréttin hefur verið uppfærð. Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Vopnafjörður Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Fyrsti áfangi í einum umfangsmesta gröftur hrogna Norður-Atlantshafslaxins sem um getur fór fram nýverið á Norðausturlandi. Veiðiklúbburinn Strengur gróf tugþúsundir hrogna í tíu stiga gaddi undir handleiðslu Hafrannsóknastofnunar. Hluti verndarstarfs tengdu Norður-Atlantshafslaxinum fór fram í 10 stiga gaddi í Selá í haust þegar grafin voru hrogn á Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi. Veiðiklúbburinn Strengur stóð að greftrinum undir handleiðslu Hafrannsóknastofnunar frá seinni hluta október og fram í nóvember. Fram kemur á vef Strengs að um sé að ræða árvissan gröft um milljón hrogna fiska úr ánum sem verndaráætlunin nær til í efri lögum ánna þar sem fiskurinn hefur ekki getað gengið áður. Verkefnið miðar að því að fjölga uppvaxtar- og fæðuöflunarsvæðum til þess að ýta undir vöxt og auka afkomulíkur fiskanna á fyrri hluta lífsferilsins. Áætlun um útvíkkun hrygningar- og uppvaxtarsvæða með byggingu nýrra laxastiga miðar einnig áfram og er hluti af langtímaáætlun um stuðning við villta laxastofna á Íslandi. Þau verkefni eru fjármögnuð af breska auðkýfingnum sir Jim Ratcliffe og Streng. Í Miðfjarðará var á síðasta ári lokið við stiga og hann opnaður. Þar hefur laxinn þegar hafið göngu upp í efri svæði árinnar, sem bæta við um 4,5 kílómetrum af búsvæði fyrir ungfiskinn. „Hópar frá Hafrannsóknastofnun og okkur í Selá hafa sýnt í verki stuðning sinn við vernd laxins, með því að vinna að því í tíu stiga gaddi að koma af stað verkefni sem vaxa á í að grafin verði um ein milljón hrogna á ári hverju. Verkefnið er mikilvægur liður í að víkka út hrygningarsvæði Atlantshafslaxins á Norðausturlandi, og um leið hluti af víðtækara verndarstarfi á svæðinu,“ segir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Strengs. „Með nánu samstarfi við bændur og sveitarfélög svæðisins getum við saman komið á sjálfbæru og umhverfisvænu verndarstarfi, sem eflir bæði náttúrufar og nærsamfélag, um leið og tryggður er sess svæðisins sem heimsklassaáfangastaðar í tengslum við stangveiði.“ Að þessu sinni voru grafin hrogn á völdum stöðum í Kverká, Hvammsá, Miðfjarðará, Vesturdalsá og Selá, auk þess sem tekin voru erfða- og hreistursýni af foreldrafiskum, en þeim var sleppt að lokinni kreistingu. Næsta sumar verða svæðin svo heimsótt aftur og árangur metinn eftir að hrognin klekjast. Auk beinnar fjárfestingar Ratcliffes er öllum ágóða af starfsemi Strengs beint aftur í Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi. Í verndarstarfinu verður haldið áfram að styðja við árnar og óspillt umhverfi þeirra, efla og auka búsvæði laxins, og starfi með bændum og nærsamfélaginu við vernd svæðisins.Fréttin hefur verið uppfærð.
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Vopnafjörður Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira