Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Mæður sem missa börn sín eru þrjátíu til sextíu prósent líklegri til að falla frá fyrir fimmtugt en aðrar konur. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Háskóla Íslands og Íslenskrar erfðagreiningar, sem fjallað verður nánar um í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar verðum við líka í beinni útsendingu frá setningarathöfn Heimsþings um jafnréttismál sem hefst í Hörpu á morgun.

Loks heimsækjum við Vík í Mýrdal, sem er orðin alþjóðlegasta þorp landsins en fjörutíu prósent íbúa þar eru nú erlendir ríkisborgarar. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×